Sækir orku í eldhúsið ólífugræna 29. júlí 2004 00:01 Soffía Karlsdóttir söngkona hefur í mörgu að snúast og er nýbúin að frumsýna kabarettsýningu á Kaffi Reykjavík sem heitir CooCoos Kabarett. Hún sækir sér sálarró í eldhúsið sitt. "Ólífugræni eldhúskrókurinn minn er algjört uppáhald og þar slær hjarta heimilisins. Þar er ég með eldhúsborðið hennar Árnýjar ömmu minnar úr búi hennar og afa en borðið er sennilega frá 1950. Ég veit ekki hvað það er en ég er hrifin af því að hafa gamla hluti í kringum mig, hluti sem hafa sögu. Ég á til dæmis tvær gamlar Singer saumavélar en ég er sérstaklega hrifin af gömlum saumavélum." Græni liturinn á eldhúsinu á sér sínar skýringar: "Ég er hrifin af grænum lit, mér finnst hann svo róandi, ljúfur og afslappandi litur. Og passar svo vel við augun í mér", segir Soffía og hlær. "Ég hef gaman af því að elda og við Kalli sonur minn bröllum margt inni í eldhúsi. Stundum bökum við brauð eða pizzur og þá er allt eldhúsið lagt undir enda reynum við að hafa afslappaða stemningu hjá okkur. Mér hefur tekist að gera heimilið okkar hlýlegt og notalegt og þegar ég fæ fólk í heimsókn endum við yfirleitt inni í eldhúsi. Ég bý í Grafarvoginum og það virðist vera lengra úr miðbænum og í Grafarvoginn en þaðan og í bæinn. Ég hef stundum ætlað að standa fyrir skipulögðum rútuferðum til að koma fólki í heimsókn til mín. En ég finn að eldhúsið mitt græna er farið að segja til sín og fólki líður vel heima hjá mér." Soffíu er fleira til lista lagt en söngurinn og eldhúsið hefur örvandi áhrif á sköpunargáfuna."Ég mála og stunda ýmsa listsköpun og yfirleitt alltaf inni í eldhúsi. Þessa dagana er ég t.d. að semja texta fyrir plötu sem kemur út fyrir jólin. Mig langar að finna mitt eigið hjarta í textunum og vil hafa plötuna svona rauðvíns og kertaplötu. " Án efa mun heyrast bergmál úr eldhúsinu græna á plötunni. brynhildurb@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Soffía Karlsdóttir söngkona hefur í mörgu að snúast og er nýbúin að frumsýna kabarettsýningu á Kaffi Reykjavík sem heitir CooCoos Kabarett. Hún sækir sér sálarró í eldhúsið sitt. "Ólífugræni eldhúskrókurinn minn er algjört uppáhald og þar slær hjarta heimilisins. Þar er ég með eldhúsborðið hennar Árnýjar ömmu minnar úr búi hennar og afa en borðið er sennilega frá 1950. Ég veit ekki hvað það er en ég er hrifin af því að hafa gamla hluti í kringum mig, hluti sem hafa sögu. Ég á til dæmis tvær gamlar Singer saumavélar en ég er sérstaklega hrifin af gömlum saumavélum." Græni liturinn á eldhúsinu á sér sínar skýringar: "Ég er hrifin af grænum lit, mér finnst hann svo róandi, ljúfur og afslappandi litur. Og passar svo vel við augun í mér", segir Soffía og hlær. "Ég hef gaman af því að elda og við Kalli sonur minn bröllum margt inni í eldhúsi. Stundum bökum við brauð eða pizzur og þá er allt eldhúsið lagt undir enda reynum við að hafa afslappaða stemningu hjá okkur. Mér hefur tekist að gera heimilið okkar hlýlegt og notalegt og þegar ég fæ fólk í heimsókn endum við yfirleitt inni í eldhúsi. Ég bý í Grafarvoginum og það virðist vera lengra úr miðbænum og í Grafarvoginn en þaðan og í bæinn. Ég hef stundum ætlað að standa fyrir skipulögðum rútuferðum til að koma fólki í heimsókn til mín. En ég finn að eldhúsið mitt græna er farið að segja til sín og fólki líður vel heima hjá mér." Soffíu er fleira til lista lagt en söngurinn og eldhúsið hefur örvandi áhrif á sköpunargáfuna."Ég mála og stunda ýmsa listsköpun og yfirleitt alltaf inni í eldhúsi. Þessa dagana er ég t.d. að semja texta fyrir plötu sem kemur út fyrir jólin. Mig langar að finna mitt eigið hjarta í textunum og vil hafa plötuna svona rauðvíns og kertaplötu. " Án efa mun heyrast bergmál úr eldhúsinu græna á plötunni. brynhildurb@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira