Jólin hjá bönkunum 30. júlí 2004 00:01 Afkoma bankanna hefur aldrei verið betri. Hagnaðarmetin hafa fallið eitt af öðru. Mikill vöxtur er í fjármálakerfinu og fjármálaþjónusta er þegar orðin útflutningsgrein í örum vexti. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í fjármálastarfsemi hér á landi undanfarin misseri. Eftir einkavæðingu ríkisbankanna virðist hafa losnað úr læðingi mikil orka sem hefur haft mikil áhrif á viðskiptalífið í heild. Bankarnir dýrir Uppgjör fyrstu þrjá mánuði ársins einkenndust af miklum gengishagnaði vegna sölu stórra eigna. Íslandsbanki seldi hlut sinn í Straumi og Landsbankinn naut mikils gengishagnaðar af Burðarási sem seldi sjávarútvegshluta sinn í upphafi árs. Samhliða góðum hagnaði bankanna hefur verð hlutabréfa þeirra hækkað verulega. Verðlagning þeirra er há ef miðað er við erlenda banka. Jafet Ólafsson, forstjóri Verðbréfastofunnar, telur að almennt séð standi bankarnir undir þessari verðlagningu. "Með þessum hagnaði þá gerir hún það." Hann segir erfitt að bera bankana saman við erlenda banka, þar sem fjárfestingarbankastarfsemi þeirra sé oft í sérstökum félögum. "Hér er þetta sambland af hvoru tveggja." Þegar litið er á uppgjör bankanna má greina ólíka stefnu þeirra. Landsbankinn hefur lagt höfuð árherslu á vöxt. Íslandsbanki hefur lagt mikið upp úr stöðugri arðsemi eiginfjár og KB banki hefur lagt áherslu á erlendan vöxt í fjárfestingarbankastarfsemi. Uppgjör Íslandsbanka var yfir væntingum á markaði. "Það kom ánægjulega á óvart að sjá vöxtinn á fyrirtækjasviði bankans." Jafet segir einnig ánægjulegt að sjá vöxt erlendrar starfsemi, bæði hjá Landsbankanum og Íslandsbanka. Af 106 milljarða útlánaaukningu Landsbankans fóru 40 milljarðar til erlendra viðskiptavina. Af heildar lánum Íslandsbanka eru 22 prósent til erlendra aðila. Allir í útrás KB banki er hins vegar kominn lengst í erlendri starfsemi. Meirihluti tekna bankans kemur að utan. Eftir að yfirtöku á danska bankanum FIH verður lokið mun innlend starfsemi standa undir tæpum fjórðungi af tekjum bankans. Hinir bankarnir hafa boðað erlenda útrás. Landsbankinn reyndi við kaup á FIH og þar á bæ meta menn það svo að bankinn muni ráða við kaup á banka fyrir allt að einum milljarði evra eða 86 milljarða íslenskra króna. Í undanförnum tveimur kynningum á uppgjöri Íslandsbanka hefur kveðið við nýjan og áhættusæknari tón. Bjarni Ármannsson, hefur boðað að bankinn muni í auknum mæli taka áhættu með viðskiptavinum sínum líkt og KB banki hefur gert með félögum eins og Bakkavör, Össuri og fleiri fyrirtækjum sem náð hafa góðum árangri í útrás. Íslandsbanki er í mjög traustum rekstri og hefur því góðar forsendur til þess að auka áhættu sína. Bankakerfið í heild sinni hefur aldrei verið eins vel í stakk búið til þess að taka áhættu með viðskiptavinum sínum og styðja við vöxt atvinnulífsins. "Þessi umbreyting sem hefur orðið að fjármálafyrirtækin taki á með mönnum í útrásinni er mjög jákvæð." Uppgjör Landbankans var einnig gott og í efri hluta væntinga. Gríðarlegur vöxtur er í bankanum. "Maður hefur alltaf áhyggjur af því þegar fyrirtæki vaxa svo hratt að eitthvað geti skolast til," segir Jafet. Hann segir hins vegar ljóst að í KB banka og Landsbankanum hafi mönnum tekist á hendur endurmat lánastokksins og fært á afskriftarreikning meira en almenn varúðarsjónarmið leyfa. Íslandsbanki hefur ekki þurft á samsvarandi tiltekt að halda. Jafet segir sitt mat að bankarnir séu að mestu búnir að taka á gömlum syndum í lánasafni sínu. Spenna í kringum KB banka KB banki hagnaðist um 3,5 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Greiningardeildir bjuggust við meiru. Einhver skekkja var í forsendunum og segir Jafet afkomu bankans í samræmi við það sem hann hefði búist við. Mikil spenna er í kringum bankann á næstunni. Eftir hlutafjáraukningu, miðað við gengi dagsins, verður markaðsvirði KB banka meira en Landsbankans, Íslandsbanka og Straums samanlagt. Bankinn verður í flestum tölum stærri en samanlagðir keppinautarnir. Slagkraftur bankans verður því verulegur í samkeppni um stærstu kúnnana. Búist er við því að lánshæfismat bankans verði hækkað eftir yfirtökuna á FIH. Það mun enn styrkja samkeppnisstöðu bankans. Í innlendri samkeppni má búast við að Landsbankinn muni leita leiða til að ná betri áhættudreifingu til þess að fá betra lánshæfismat. Léleg afkoma af einstaklingum Þrátt fyrir yfirlýsingar ýmissa um að íslenskir bankar taki hærri gjöld af viðskiptavinum sínum en erlendir bankar, bendir flest til þess að samkeppnin á bankamarkaði sé mjög hörð. Raunar svo hörð að Seðlabankinn hefur haft af því vissar áhyggjur að bankarnir séu með of lágt álag á útlán sín. Vaxtamunur innlána og útlána bankanna hefur farið minnkandi. Það ber vott um samkeppni. Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri KB banka segir að afkoman af lánum til einstaklinga og smárra fyrirtækja sé óviðunandi. Markaðshlutdeild bankanna í lánum til einstaklinga er ekki mikil. Íbúðalánasjóður er stærstur og bankarnir eru meira í áhættusamari hluta lána til einstaklinga. Þessi þáttur í rekstri bankanna er því ekki mjög spennandi um þessar mundir. Það er því ekki furða að sumir velti því fyrir sér hvort banki eins og KB banki sem stefnir á að verða stór alþjóðlegur fjárfestingarbanki, muni til framtíðar líta á viðskiptabankastarfsemi á Íslandi sem bagga sem gott yrði að losna við. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Afkoma bankanna hefur aldrei verið betri. Hagnaðarmetin hafa fallið eitt af öðru. Mikill vöxtur er í fjármálakerfinu og fjármálaþjónusta er þegar orðin útflutningsgrein í örum vexti. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í fjármálastarfsemi hér á landi undanfarin misseri. Eftir einkavæðingu ríkisbankanna virðist hafa losnað úr læðingi mikil orka sem hefur haft mikil áhrif á viðskiptalífið í heild. Bankarnir dýrir Uppgjör fyrstu þrjá mánuði ársins einkenndust af miklum gengishagnaði vegna sölu stórra eigna. Íslandsbanki seldi hlut sinn í Straumi og Landsbankinn naut mikils gengishagnaðar af Burðarási sem seldi sjávarútvegshluta sinn í upphafi árs. Samhliða góðum hagnaði bankanna hefur verð hlutabréfa þeirra hækkað verulega. Verðlagning þeirra er há ef miðað er við erlenda banka. Jafet Ólafsson, forstjóri Verðbréfastofunnar, telur að almennt séð standi bankarnir undir þessari verðlagningu. "Með þessum hagnaði þá gerir hún það." Hann segir erfitt að bera bankana saman við erlenda banka, þar sem fjárfestingarbankastarfsemi þeirra sé oft í sérstökum félögum. "Hér er þetta sambland af hvoru tveggja." Þegar litið er á uppgjör bankanna má greina ólíka stefnu þeirra. Landsbankinn hefur lagt höfuð árherslu á vöxt. Íslandsbanki hefur lagt mikið upp úr stöðugri arðsemi eiginfjár og KB banki hefur lagt áherslu á erlendan vöxt í fjárfestingarbankastarfsemi. Uppgjör Íslandsbanka var yfir væntingum á markaði. "Það kom ánægjulega á óvart að sjá vöxtinn á fyrirtækjasviði bankans." Jafet segir einnig ánægjulegt að sjá vöxt erlendrar starfsemi, bæði hjá Landsbankanum og Íslandsbanka. Af 106 milljarða útlánaaukningu Landsbankans fóru 40 milljarðar til erlendra viðskiptavina. Af heildar lánum Íslandsbanka eru 22 prósent til erlendra aðila. Allir í útrás KB banki er hins vegar kominn lengst í erlendri starfsemi. Meirihluti tekna bankans kemur að utan. Eftir að yfirtöku á danska bankanum FIH verður lokið mun innlend starfsemi standa undir tæpum fjórðungi af tekjum bankans. Hinir bankarnir hafa boðað erlenda útrás. Landsbankinn reyndi við kaup á FIH og þar á bæ meta menn það svo að bankinn muni ráða við kaup á banka fyrir allt að einum milljarði evra eða 86 milljarða íslenskra króna. Í undanförnum tveimur kynningum á uppgjöri Íslandsbanka hefur kveðið við nýjan og áhættusæknari tón. Bjarni Ármannsson, hefur boðað að bankinn muni í auknum mæli taka áhættu með viðskiptavinum sínum líkt og KB banki hefur gert með félögum eins og Bakkavör, Össuri og fleiri fyrirtækjum sem náð hafa góðum árangri í útrás. Íslandsbanki er í mjög traustum rekstri og hefur því góðar forsendur til þess að auka áhættu sína. Bankakerfið í heild sinni hefur aldrei verið eins vel í stakk búið til þess að taka áhættu með viðskiptavinum sínum og styðja við vöxt atvinnulífsins. "Þessi umbreyting sem hefur orðið að fjármálafyrirtækin taki á með mönnum í útrásinni er mjög jákvæð." Uppgjör Landbankans var einnig gott og í efri hluta væntinga. Gríðarlegur vöxtur er í bankanum. "Maður hefur alltaf áhyggjur af því þegar fyrirtæki vaxa svo hratt að eitthvað geti skolast til," segir Jafet. Hann segir hins vegar ljóst að í KB banka og Landsbankanum hafi mönnum tekist á hendur endurmat lánastokksins og fært á afskriftarreikning meira en almenn varúðarsjónarmið leyfa. Íslandsbanki hefur ekki þurft á samsvarandi tiltekt að halda. Jafet segir sitt mat að bankarnir séu að mestu búnir að taka á gömlum syndum í lánasafni sínu. Spenna í kringum KB banka KB banki hagnaðist um 3,5 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Greiningardeildir bjuggust við meiru. Einhver skekkja var í forsendunum og segir Jafet afkomu bankans í samræmi við það sem hann hefði búist við. Mikil spenna er í kringum bankann á næstunni. Eftir hlutafjáraukningu, miðað við gengi dagsins, verður markaðsvirði KB banka meira en Landsbankans, Íslandsbanka og Straums samanlagt. Bankinn verður í flestum tölum stærri en samanlagðir keppinautarnir. Slagkraftur bankans verður því verulegur í samkeppni um stærstu kúnnana. Búist er við því að lánshæfismat bankans verði hækkað eftir yfirtökuna á FIH. Það mun enn styrkja samkeppnisstöðu bankans. Í innlendri samkeppni má búast við að Landsbankinn muni leita leiða til að ná betri áhættudreifingu til þess að fá betra lánshæfismat. Léleg afkoma af einstaklingum Þrátt fyrir yfirlýsingar ýmissa um að íslenskir bankar taki hærri gjöld af viðskiptavinum sínum en erlendir bankar, bendir flest til þess að samkeppnin á bankamarkaði sé mjög hörð. Raunar svo hörð að Seðlabankinn hefur haft af því vissar áhyggjur að bankarnir séu með of lágt álag á útlán sín. Vaxtamunur innlána og útlána bankanna hefur farið minnkandi. Það ber vott um samkeppni. Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri KB banka segir að afkoman af lánum til einstaklinga og smárra fyrirtækja sé óviðunandi. Markaðshlutdeild bankanna í lánum til einstaklinga er ekki mikil. Íbúðalánasjóður er stærstur og bankarnir eru meira í áhættusamari hluta lána til einstaklinga. Þessi þáttur í rekstri bankanna er því ekki mjög spennandi um þessar mundir. Það er því ekki furða að sumir velti því fyrir sér hvort banki eins og KB banki sem stefnir á að verða stór alþjóðlegur fjárfestingarbanki, muni til framtíðar líta á viðskiptabankastarfsemi á Íslandi sem bagga sem gott yrði að losna við.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira