Jón Ásgeir tekjuhæstur 2. ágúst 2004 00:01 Aðeins einn maður á Íslandi er með meira en tíu milljónir króna í laun á mánuði. Það er Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs. Stöð 2 fékk að rýna í árlegt Tekjublað Frjálsrar verslunar áður en prentsvertan þornaði á því. Í blaðinu, þar sem birtar eru tekjur nálægt 2400 einstaklinga víðs vegar af landinu kemur meðal annars fram að tveir tekjuhæstu einstaklingarnir eru úr hópi forstjóra í fyrirtækjum. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs er með 11 milljónir og 366 þúsund krónur í mánaðarlaun og er hann jafnframt tekjuhæsti maður landsins á síðasta ári samkvæmt úttektinni. Wilhelm Róbert Wessmann, forstjóri Actavis Group er næsthæstur með 9 milljónir og 662 þúsund og Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu er í þriðja sæti með tæpar 7 milljónir á mánuði. Næstur á eftir Tryggva er svo Kári Stefánsson, sem með tæpar 3 milljónir á mánuði er þó ekki hálfdrættingur á við Tryggva á síðastliðnu ári. Af starfsmönnum fjáramálafyrirtækja eru þessir hæstir: Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður KB Banka með 5 milljónir og 720 þúsund. Árni Tómasson fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbanka með 4 milljónir og 366 þúsund krónur í tekjur og þriðji er svo Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB Banka með tæplega 3,7 milljónir á mánuði. Skammt undan eru svo Elín Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanaum og Sigurjón Árnason bankastjóri hjá sama banka, sem bæði voru með rétt tæpar 3 og hálfa milljón á mánuði í fyrra. Af ýmsum mönnum úr atvinnulífinu eru þessir þrír hæstir: Tekjuhæstur er Jón Ólafsson, fyrrverandi eigandi Norðurljósa, hafði á síðasta ári rúmar 7 milljónir í tekjur á mánuði. Næstir á eftir honum koma svo Valur Valsson, fyrrverandi forstjóri íslandsbanka með tæpar fjórar milljónir og Kristinn Björnsson, stjórnarformaður Straums með rúmar þrjár. Úr öðrum hópum er langhæstur Sigurgeir Sævaldason, skipstóri Bergs frá Vestmannaeyjum, sem þénaði 7 milljónir og 370 þúsund krónur á síðastliðnu ári og hafði þar með um fimm sinnum hærri tekjur en forseti Íslands, sem var með rétt tæpa eina og hálfa milljón í mánaðartekjur. Hæstir Alþingismanna voru þeir Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og forseti bæjarstjórnar Kópavogs, báðir með á þrettánda hundrað þúsund króna í laun. Fyrir þá sem vilja kynna sér tekjulistann nánar er rétt að benda á að Tekjublað Frjálsrar Verslunar kemur út á morgun, þriðjudaginn 3. ágúst. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Aðeins einn maður á Íslandi er með meira en tíu milljónir króna í laun á mánuði. Það er Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs. Stöð 2 fékk að rýna í árlegt Tekjublað Frjálsrar verslunar áður en prentsvertan þornaði á því. Í blaðinu, þar sem birtar eru tekjur nálægt 2400 einstaklinga víðs vegar af landinu kemur meðal annars fram að tveir tekjuhæstu einstaklingarnir eru úr hópi forstjóra í fyrirtækjum. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs er með 11 milljónir og 366 þúsund krónur í mánaðarlaun og er hann jafnframt tekjuhæsti maður landsins á síðasta ári samkvæmt úttektinni. Wilhelm Róbert Wessmann, forstjóri Actavis Group er næsthæstur með 9 milljónir og 662 þúsund og Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu er í þriðja sæti með tæpar 7 milljónir á mánuði. Næstur á eftir Tryggva er svo Kári Stefánsson, sem með tæpar 3 milljónir á mánuði er þó ekki hálfdrættingur á við Tryggva á síðastliðnu ári. Af starfsmönnum fjáramálafyrirtækja eru þessir hæstir: Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður KB Banka með 5 milljónir og 720 þúsund. Árni Tómasson fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbanka með 4 milljónir og 366 þúsund krónur í tekjur og þriðji er svo Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB Banka með tæplega 3,7 milljónir á mánuði. Skammt undan eru svo Elín Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanaum og Sigurjón Árnason bankastjóri hjá sama banka, sem bæði voru með rétt tæpar 3 og hálfa milljón á mánuði í fyrra. Af ýmsum mönnum úr atvinnulífinu eru þessir þrír hæstir: Tekjuhæstur er Jón Ólafsson, fyrrverandi eigandi Norðurljósa, hafði á síðasta ári rúmar 7 milljónir í tekjur á mánuði. Næstir á eftir honum koma svo Valur Valsson, fyrrverandi forstjóri íslandsbanka með tæpar fjórar milljónir og Kristinn Björnsson, stjórnarformaður Straums með rúmar þrjár. Úr öðrum hópum er langhæstur Sigurgeir Sævaldason, skipstóri Bergs frá Vestmannaeyjum, sem þénaði 7 milljónir og 370 þúsund krónur á síðastliðnu ári og hafði þar með um fimm sinnum hærri tekjur en forseti Íslands, sem var með rétt tæpa eina og hálfa milljón í mánaðartekjur. Hæstir Alþingismanna voru þeir Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og forseti bæjarstjórnar Kópavogs, báðir með á þrettánda hundrað þúsund króna í laun. Fyrir þá sem vilja kynna sér tekjulistann nánar er rétt að benda á að Tekjublað Frjálsrar Verslunar kemur út á morgun, þriðjudaginn 3. ágúst.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent