Lífið

Erfiðleikar við fjármögnun

Allir geta lent í erfiðleikum með fjármálin og fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Ef óvænt atvik koma upp sem breyta upphaflegum forsendum er mikilvægt að leita strax aðstoðar áður en vanskil hlaðast upp. Bankar, sparisjóðir og Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna ásamt innheimtusviði Íbúðalánasjóðs veita ráðgjöf um úrlausn vandans. *Hægt er að leita til innheimtusviðs Íbúðalánasjóðs ef greiðsluvandi er óverulegur eða leysanlegur, en þar er hægt að semja um greiðsludreifingu vanskila í allt að 18 mánuði. *Hægt er að leita til fjármálastofnana, það er viðskiptabanka þar sem almenn viðskipti eða vanskil eru mest, ef greiðsluvandi er verulegur. *Úrræðin geta verið skuldbreyting á þeirri fjárhæð sem er í vanskilum og/eða tímabundin frestun á greiðslum á lánum sjóðsins sem varir minnst í 1 ár og mest í 3 ár. Unnt er að sækja um lengingu láns í allt að 15 ár. *Fólk skal leita til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna ef fjárhagsvandi er verulegur og fjármálin í þroti. Úrræði geta verið lán fyrir vanskilum og/eða tímabundin frestun á greiðslum á lánum sjóðsins. Einnig er unnt að sækja um lengingu láns í allt að 15 ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×