Mjóir vikudagar 3. ágúst 2004 00:01 "Ég hugsa nú voðalega lítið um heilsuna," segir Jón Þór Þorleifsson, pródúsent þáttarins Hjartsláttur á ferð og flugi hjá sjónvarpsstöðinni Skjá einum. "Ég keypti mér reyndar líkamsræktarkort í World Class fyrir þrem vikum síðan en ég hef ekki haft tíma í það. Það er svo geðveik vinnutörn núna í Hjartslættinum en ég byrja örugglega að æfa þegar hún er búin. Ég er nú frekar meðvitaður um hvað ég læt ofan í mig en er ekki mjög samviskusamur að passa það. Ég kíki af og til á Grænan kost til að halda í við mig en annars borða ég voðalega mikið sætt," segir Jón Þór. Jón Þór er nú ekki alslæmur í heilsuátakinu og hefur reynt að hreyfa sig með vinnufélögunum. "Ég og Tinna sem vinnur með mér höfðum alltaf mjóan mánudag og mjóan þriðjudag. Á þeim dögum fórum við alltaf í sund í hádeginu. En núna er Tinna í sumarfríi og því fer ég ekkert í sund. Þetta var samt mjög gaman. Við skiptum alltaf um sundlaugar. Reyndar vorum við frekar bjartsýn fyrst og fórum í Laugardalslaugina. Þá vorum við alveg dauð eftir að synda þessa fimmtíu metra sem var of mikið. Við fundum okkur þá í 25 metrunum og vorum mjög ánægð í Kópavogslauginni þegar við gátum synt fjörutíu metra. Við höfum reyndar ekki farið í allar laugarnar en mér finnst laugin í Garðabæ besta sem ég hef synt í. Þar er hægt að fá blöðkur til að synda með og það er rosalega gaman og skemmtilegt. Það verður samt að vera fjölbreytni í sundinu svo það sé skemmtilegt," segir Jón Þór sem á þó í örlitlum erfiðleikum með sundið. "Ég er með gleraugu og því lít ég út eins og hálfviti þegar ég er að fara í og úr sundlauginni því ég sé ekki neitt. Þannig að sundið veitir mér líka vissa þjálfun í að komast úr og inní laugina áfallalaust." Heilsa Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Ég hugsa nú voðalega lítið um heilsuna," segir Jón Þór Þorleifsson, pródúsent þáttarins Hjartsláttur á ferð og flugi hjá sjónvarpsstöðinni Skjá einum. "Ég keypti mér reyndar líkamsræktarkort í World Class fyrir þrem vikum síðan en ég hef ekki haft tíma í það. Það er svo geðveik vinnutörn núna í Hjartslættinum en ég byrja örugglega að æfa þegar hún er búin. Ég er nú frekar meðvitaður um hvað ég læt ofan í mig en er ekki mjög samviskusamur að passa það. Ég kíki af og til á Grænan kost til að halda í við mig en annars borða ég voðalega mikið sætt," segir Jón Þór. Jón Þór er nú ekki alslæmur í heilsuátakinu og hefur reynt að hreyfa sig með vinnufélögunum. "Ég og Tinna sem vinnur með mér höfðum alltaf mjóan mánudag og mjóan þriðjudag. Á þeim dögum fórum við alltaf í sund í hádeginu. En núna er Tinna í sumarfríi og því fer ég ekkert í sund. Þetta var samt mjög gaman. Við skiptum alltaf um sundlaugar. Reyndar vorum við frekar bjartsýn fyrst og fórum í Laugardalslaugina. Þá vorum við alveg dauð eftir að synda þessa fimmtíu metra sem var of mikið. Við fundum okkur þá í 25 metrunum og vorum mjög ánægð í Kópavogslauginni þegar við gátum synt fjörutíu metra. Við höfum reyndar ekki farið í allar laugarnar en mér finnst laugin í Garðabæ besta sem ég hef synt í. Þar er hægt að fá blöðkur til að synda með og það er rosalega gaman og skemmtilegt. Það verður samt að vera fjölbreytni í sundinu svo það sé skemmtilegt," segir Jón Þór sem á þó í örlitlum erfiðleikum með sundið. "Ég er með gleraugu og því lít ég út eins og hálfviti þegar ég er að fara í og úr sundlauginni því ég sé ekki neitt. Þannig að sundið veitir mér líka vissa þjálfun í að komast úr og inní laugina áfallalaust."
Heilsa Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“