Menning

Sodo gelin

Sodo gel er nýjung á íslenskum markaði. Þrenns konar gel standa til boða, brjóstagel sem nota má á brjóstin, upphandleggi og háls, andlitsgel sem má nota á andlitið og rasskinnagel má nota á rasskinnar, maga og læri. Gelin eru 100 prósent náttúruleg og eiga að gera húðina stinnari, þéttari og mýkri. Sodo gelin eru hönnuð af náttúrulækni og koma frá hinu virta jurta- og náttúruvörufyrirtæki Erbavoglio á Ítalíu. Þau hafa verið rannsökuð af háskólanum í Pavia á Ítalíu og gefið góðan árangur hvað varðar þéttingu og stinningu á húð að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá innflytjenda vörunnar.  Gelinu er nuddað á það svæði sem á að meðhöndla og smýgur það inn í húðina á augabragði. Önnur krem má nota með að vild þar sem gelið hverfur hratt inn í vefina. Gelin fást í flestum apótekum og inn á vefnum www.femin.is og kosta um 2.900 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×