Viðskipti innlent

96% nýttu forkaupsréttinn

Rúmlega 96% hluthafa í KB banka nýttu sér forkaupsrétt sinn í hlutafjárútboði bankans sem lauk fyrir helgi. Forgangsrétthafar skráðu sig auk þess fyrir mun fleiri hlutum en í boði voru og skipta þeir með sér þeim tæpu fjóru prósentum sem ekki seldust hluthöfum samkvæmt forgangsrétti. Fjárupphæð útboðsins, sem er eitt hið stærsta hér á landi, er tæpir 40 milljarðar króna og hefur KB banki með þessu tryggt sér fjármagn til að ganga frá kaupunum á danska bankanum FIH. Það verður gert endanlega í næsta mánuði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×