Viðskipti innlent

13,9 milljóna evra hagnaður

Actavis skilaði 13,9 milljónum evra í hagnað eftir skatt á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Veltan var 108,7 milljónir evra en þar af nam sala til þriðja aðila 38,6 milljónum og sala eigin vörumerkja 57,2 milljónum. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 26,3 milljónir evra sem er 24,2% af veltu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá greiningardeild Landsbankans.  Alls nam innri vöxtur 11,5% þar sem innri vöxtur sölu til þriðja aðila var 22% og 6,8% vegna sölu á eigin vörumerkjum. Þetta er töluverður viðsnúningur á vexti sölu eigin vörumerkja sem var neikvæður á fyrsta ársfjórðungi. Skatthlutfallið á öðrum ársfjórðungi reyndist töluvert lægra en Landsbankinn hafði áætlað. Myndin er af Róberti Wessman, forstjóra Actavis.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×