Leiðinlegast að bíða í biðröð 10. ágúst 2004 00:01 Sóley og Unnur Konráðsdætur eru átta ára tvíburar sem ganga í 3. bekk Laugarnesskóla í vetur. Kannski væri nær að segja hjóla því þær segjast ætla að nota hjólin sem farartæki í skólann. Eina stóra umferðargötu þurfa þær að fara yfir, Sundlaugarveginn, en eru svo heppnar að þar eru gönguljós svo þær geta stöðvað bílana og komist yfir. Þær hlakka til að byrja í skólanum en vita ekki alveg hvenær hann verður settur þar sem endurbætur standa yfir á húsnæðinu. "Það er verið að stækka skólann okkar og setja í hann eldhús. Við fáum örugglega að baka þar og þá getum hætt að baka í skólastofunni," segja þær og síðan kemur hin fjörlegasta frásögn af bökunardegi í þrengslum skólastofunnar þar sem sá heppnasti fékk yfir sig fulla skál af súkkulaðikökudeigi og sleikti að sjálfsögðu út um. Þegar kemur að því að velja skemmtilegustu námsgreinina er úr vöndu að ráða. "Ég held það sé samfélagsfræðin þar sem við lærum um hnöttinn, líkamann og risaeðlurnar," segir Unnur. Nú eru þær spurðar hvað sé leiðinlegast við skólann og í fyrstu segja þær að ekkert sé leiðinlegt. Svo tínist smávegis til. "Leiðinlegast er þegar maður þarf að standa í langri biðröð með verkefni til kennarans og frímínúturnar eru alveg að byrja," segir Unnur. "Já, og að þurfa að fara út í frímínútum þó að það sé hagl og snjór og rok og bylur og demba," bætir Sóley við. "En við lifum það samt af," segja þær svo hlæjandi. Fjármál Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sóley og Unnur Konráðsdætur eru átta ára tvíburar sem ganga í 3. bekk Laugarnesskóla í vetur. Kannski væri nær að segja hjóla því þær segjast ætla að nota hjólin sem farartæki í skólann. Eina stóra umferðargötu þurfa þær að fara yfir, Sundlaugarveginn, en eru svo heppnar að þar eru gönguljós svo þær geta stöðvað bílana og komist yfir. Þær hlakka til að byrja í skólanum en vita ekki alveg hvenær hann verður settur þar sem endurbætur standa yfir á húsnæðinu. "Það er verið að stækka skólann okkar og setja í hann eldhús. Við fáum örugglega að baka þar og þá getum hætt að baka í skólastofunni," segja þær og síðan kemur hin fjörlegasta frásögn af bökunardegi í þrengslum skólastofunnar þar sem sá heppnasti fékk yfir sig fulla skál af súkkulaðikökudeigi og sleikti að sjálfsögðu út um. Þegar kemur að því að velja skemmtilegustu námsgreinina er úr vöndu að ráða. "Ég held það sé samfélagsfræðin þar sem við lærum um hnöttinn, líkamann og risaeðlurnar," segir Unnur. Nú eru þær spurðar hvað sé leiðinlegast við skólann og í fyrstu segja þær að ekkert sé leiðinlegt. Svo tínist smávegis til. "Leiðinlegast er þegar maður þarf að standa í langri biðröð með verkefni til kennarans og frímínúturnar eru alveg að byrja," segir Unnur. "Já, og að þurfa að fara út í frímínútum þó að það sé hagl og snjór og rok og bylur og demba," bætir Sóley við. "En við lifum það samt af," segja þær svo hlæjandi.
Fjármál Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira