Bitnar á neytendum 13. ágúst 2004 00:01 Hækkun olíuverðs hefur minni bein áhrif á neytendur á Íslandi en víða annars staðar. Áhrifin á atvinnustarfsemi eru hins vegar svipuð. Kostnaðarauki lendir á endanum á neytendum. Olíuverð á heimsmarkaði hefur haldið áfram að rísa á síðustu vikum og hefur aldrei verið hærra í Bandaríkjadölum talið þótt engin met hafi verið slegin sé tillit tekið til verðbólgu. Samt sem áður hafa efnahagssérfræðingar víða um heim áhyggjur af þróun mála. Á föstudaginn var verð hráolíu rúmlega 45 dalir á tunnuna. Hið háa verð er talið afleiðing óvissu um þróun stjórnmálaástandsins í Miðausturlöndum en aðgerðir skattayfirvalda gegn rússneska fyrirtækinu Yukos auka einnig á áhyggjur fjárfesta. Hækkun olíuverðs skilar sér til íslenskra neytenda í formi hærra bensínverðs. Þetta er þó ekki endilega alvarlegasta afleiðing þróunarinnar. Björn Rúnar Guðmundsson hjá greiningardeild Landsbanka Íslands segir bensínverð ekki vega mjög þungt í neysluverðsvísitölunni og að olíuverð hafi ekki jafnmikil áhrif í íslensku efnahagslífi eins og víða annars staðar. "Áhrifin af svona hækkun á olíu á almennt verðlag eru heldur minni hér á landi en víðast hvar erlendis vegna þess að við erum ekki með olíu í húsahitun. Það eru frekar þessi áhrif á atvinnulífið sem eru svipuð hér og annars staðar;" segir hann. Að sögn Björns Rúnars eru áhrifin mest á útgerðarfyrirtæki og félög sem starfa í flutningum með vörur og fólk. "Þetta er algjört lykilhráefni í þessum vestrænu hagkerfum þannig að iðnaðarframleiðslan er mjög viðkvæm fyrir olíuverði. Það er fátt sem er eins mikilvægt fyrir skammtímaþróunina eins og olíuverðið," segir Björn Rúnar. Á móti hækkun olíuverðs vegur að íslenska krónan er sterk um þessar mundir og Bandaríkjadalur veikur. Þetta þýðir að dalurinn er ódýr en öll viðskipti með olíu fara fram í þeim gjaldmiðli. "Mér sýnist til skamms tíma að sveiflurnar á olíuverði séu meiri en í genginu. Þó svo að þetta geti lagst á báðar hliðar eins og það hefur kannski gert upp á síðkastið," segir Björn Rúnar. Viðskipti Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hækkun olíuverðs hefur minni bein áhrif á neytendur á Íslandi en víða annars staðar. Áhrifin á atvinnustarfsemi eru hins vegar svipuð. Kostnaðarauki lendir á endanum á neytendum. Olíuverð á heimsmarkaði hefur haldið áfram að rísa á síðustu vikum og hefur aldrei verið hærra í Bandaríkjadölum talið þótt engin met hafi verið slegin sé tillit tekið til verðbólgu. Samt sem áður hafa efnahagssérfræðingar víða um heim áhyggjur af þróun mála. Á föstudaginn var verð hráolíu rúmlega 45 dalir á tunnuna. Hið háa verð er talið afleiðing óvissu um þróun stjórnmálaástandsins í Miðausturlöndum en aðgerðir skattayfirvalda gegn rússneska fyrirtækinu Yukos auka einnig á áhyggjur fjárfesta. Hækkun olíuverðs skilar sér til íslenskra neytenda í formi hærra bensínverðs. Þetta er þó ekki endilega alvarlegasta afleiðing þróunarinnar. Björn Rúnar Guðmundsson hjá greiningardeild Landsbanka Íslands segir bensínverð ekki vega mjög þungt í neysluverðsvísitölunni og að olíuverð hafi ekki jafnmikil áhrif í íslensku efnahagslífi eins og víða annars staðar. "Áhrifin af svona hækkun á olíu á almennt verðlag eru heldur minni hér á landi en víðast hvar erlendis vegna þess að við erum ekki með olíu í húsahitun. Það eru frekar þessi áhrif á atvinnulífið sem eru svipuð hér og annars staðar;" segir hann. Að sögn Björns Rúnars eru áhrifin mest á útgerðarfyrirtæki og félög sem starfa í flutningum með vörur og fólk. "Þetta er algjört lykilhráefni í þessum vestrænu hagkerfum þannig að iðnaðarframleiðslan er mjög viðkvæm fyrir olíuverði. Það er fátt sem er eins mikilvægt fyrir skammtímaþróunina eins og olíuverðið," segir Björn Rúnar. Á móti hækkun olíuverðs vegur að íslenska krónan er sterk um þessar mundir og Bandaríkjadalur veikur. Þetta þýðir að dalurinn er ódýr en öll viðskipti með olíu fara fram í þeim gjaldmiðli. "Mér sýnist til skamms tíma að sveiflurnar á olíuverði séu meiri en í genginu. Þó svo að þetta geti lagst á báðar hliðar eins og það hefur kannski gert upp á síðkastið," segir Björn Rúnar.
Viðskipti Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira