Lífið snýst um hegðun 15. ágúst 2004 00:01 Hegðun er það sem lífið snýst um segir heimþekktur fræðimaður á sviði atferlisgreiningar sem staddur er hér á landi vegna stofnunar samtaka áhugafólks um atferlisgreiningu. Charles Catania var nemandi og samverkamaður B.F. Skinners sem jafnan er talinn faðir atferlisgreingar í heiminum og er einn þekktasti hugmyndafræðingur síðustu aldar á sviði sálarfræði. Í fjölda ára hefur Catania verið leiðandi nafn í atferlisfræðum í heiminum. Fræðunum hefur verið beitt með góðum árangri við kvillum eins og átröskun, einhverfu og athyglisbresti með ofvirkni, auk þess sem henni er nú í auknum mæli beitt í skólum og á vinnustöðum. Catania segir að það sem sé sérstakt við fólk sem stundi atferlisrannsóknir sé að það rannsaki atferli fólks, það mikilvægasta sem hægt sé að þekkja að þeirra mati. Atferlisfræðingar vilji vita hvað gerist þegar fók gerir eitthvað og framkallar afleiðingar, þ.e. eykur það tíðni atferlisins eða minnkar það? Þeir líta svo á að hegðun mótist af því sem hún leiði af sér. Mikilvægt er að nota atferlismótun rétt í aðstæðum sem margir þekkja, eins og til dæmis barnafólk sem tekur börn sín með í stórverslanir. Catania segir að ef maður sjái hegðun sem manni líkar ekki og hugsar: „Æ, ég hef styrkt þetta, ég ætti að hætta því“, þá eigi maður frekar að nota þessa styrkingu, sem er barninu mikilvæg, til einhvers betra. Foreldrið ætti t.d. að gefa barninu sælgætið í biðröðinni við kassann en passa næst að hafa eitthvað til að gefa barninu áður en í biðröðina er komið. Í stuttu máli fæst atferlisfræði við lífið sjálft að mati Catania. Hann segir að ef það sé einhver einföld innsýn í það sem við gerum, er það að við höfum áhyggjur af því sem á eftir kemur, þegar við gerum eitthvað. Heilsa Innlent Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hegðun er það sem lífið snýst um segir heimþekktur fræðimaður á sviði atferlisgreiningar sem staddur er hér á landi vegna stofnunar samtaka áhugafólks um atferlisgreiningu. Charles Catania var nemandi og samverkamaður B.F. Skinners sem jafnan er talinn faðir atferlisgreingar í heiminum og er einn þekktasti hugmyndafræðingur síðustu aldar á sviði sálarfræði. Í fjölda ára hefur Catania verið leiðandi nafn í atferlisfræðum í heiminum. Fræðunum hefur verið beitt með góðum árangri við kvillum eins og átröskun, einhverfu og athyglisbresti með ofvirkni, auk þess sem henni er nú í auknum mæli beitt í skólum og á vinnustöðum. Catania segir að það sem sé sérstakt við fólk sem stundi atferlisrannsóknir sé að það rannsaki atferli fólks, það mikilvægasta sem hægt sé að þekkja að þeirra mati. Atferlisfræðingar vilji vita hvað gerist þegar fók gerir eitthvað og framkallar afleiðingar, þ.e. eykur það tíðni atferlisins eða minnkar það? Þeir líta svo á að hegðun mótist af því sem hún leiði af sér. Mikilvægt er að nota atferlismótun rétt í aðstæðum sem margir þekkja, eins og til dæmis barnafólk sem tekur börn sín með í stórverslanir. Catania segir að ef maður sjái hegðun sem manni líkar ekki og hugsar: „Æ, ég hef styrkt þetta, ég ætti að hætta því“, þá eigi maður frekar að nota þessa styrkingu, sem er barninu mikilvæg, til einhvers betra. Foreldrið ætti t.d. að gefa barninu sælgætið í biðröðinni við kassann en passa næst að hafa eitthvað til að gefa barninu áður en í biðröðina er komið. Í stuttu máli fæst atferlisfræði við lífið sjálft að mati Catania. Hann segir að ef það sé einhver einföld innsýn í það sem við gerum, er það að við höfum áhyggjur af því sem á eftir kemur, þegar við gerum eitthvað.
Heilsa Innlent Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira