Megum ekki detta í þunglyndi 13. október 2005 14:32 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var ekki upplitsdjarfur rétt eftir leik en eftir að hafa melt leikinn í nokkrar mínútur náðum við tali af honum. „Þetta var rosalega svekkjandi að því leyti að við vorum með tækifæri í höndunum mjög lengi að taka forystuna. Nýttum ekki færi á mikilvægum augnablikum og ég er eiginlega svekktari yfir því en að tapa svona stórt þótt það hafi verið sárt. Nú verðum við að einbeita okkur að því sem eftir er. Við megum ekki detta í þunglyndi yfir þessu. Þetta féll ekki okkar megin og ég er sársvekktur með það.“ Guðmundur er enn að glíma við það að liðið hans virðist ekki kunna að taka forystu í leikjum. „Við erum að spila við hörkulið og það er í sjálfu sér ekkert auðvelt að taka forystu og halda henni. Þetta þróaðist þannig að við unnum okkur inn og þetta var vel spilað en svo koma sóknir þar sem við erum annað hvort of fljótir á okkur eða við nýtum ekki fín færi sem við fáum. Þetta tvennt ræður úrslitum. Varnarleikurinn var mjög góður og markvarslan mjög fín og það er auðvitað jákvætt en við verðum að skoða þessi mál. Næsti leikur verður að vinnast ef við ætlum að komast áfram en við eigum enn tækifæri,“ sagði Guðmundur. „Þegar upp er staðið þá eru margir litlir þættir sem ráða því hvort þú sért yfir eða undir. Því miður er það svo að nokkur dómarapör hérna eru að dæma illa. Mér fannst þýska parið sem dæmdi fyrsta leikinn hjá okkur dæma illa. Skandinavarnir hafa verið að dæma vel og svona er þetta en ég ætla samt ekki að kenna dómurunum um.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var ekki upplitsdjarfur rétt eftir leik en eftir að hafa melt leikinn í nokkrar mínútur náðum við tali af honum. „Þetta var rosalega svekkjandi að því leyti að við vorum með tækifæri í höndunum mjög lengi að taka forystuna. Nýttum ekki færi á mikilvægum augnablikum og ég er eiginlega svekktari yfir því en að tapa svona stórt þótt það hafi verið sárt. Nú verðum við að einbeita okkur að því sem eftir er. Við megum ekki detta í þunglyndi yfir þessu. Þetta féll ekki okkar megin og ég er sársvekktur með það.“ Guðmundur er enn að glíma við það að liðið hans virðist ekki kunna að taka forystu í leikjum. „Við erum að spila við hörkulið og það er í sjálfu sér ekkert auðvelt að taka forystu og halda henni. Þetta þróaðist þannig að við unnum okkur inn og þetta var vel spilað en svo koma sóknir þar sem við erum annað hvort of fljótir á okkur eða við nýtum ekki fín færi sem við fáum. Þetta tvennt ræður úrslitum. Varnarleikurinn var mjög góður og markvarslan mjög fín og það er auðvitað jákvætt en við verðum að skoða þessi mál. Næsti leikur verður að vinnast ef við ætlum að komast áfram en við eigum enn tækifæri,“ sagði Guðmundur. „Þegar upp er staðið þá eru margir litlir þættir sem ráða því hvort þú sért yfir eða undir. Því miður er það svo að nokkur dómarapör hérna eru að dæma illa. Mér fannst þýska parið sem dæmdi fyrsta leikinn hjá okkur dæma illa. Skandinavarnir hafa verið að dæma vel og svona er þetta en ég ætla samt ekki að kenna dómurunum um.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira