Menning

C vítamín liðkar liðina

Margir þjást af liðagigt eða stirðleika og óþægindum í liðamótum. Nú hefur komið í ljós að C vítamín sem kemur beint úr fæðunni getur reynst fyrirbyggjandi gegn sjúkdómum og óþægindum í liðum. Rannsókn sem gerð var við Manchesterháskóla í Bretlandi á þróun fjölliðagigt leiddi í ljós að þeir sem fengu nóg C vítamín úr ávöxtum og grænmeti voru þrisvar sinnum ólíklegri til að fá fjölliðagigt en þeir sem fengu lítið sem ekkert C vítamín úr fæðunni. Hér er því komin enn ein ástæða til að háma í sig ávexti og grænmeti sérstaklega þó C vítamínríkustu tegundirnar sem eru tómatar, grænt grænmeti eins og brokkólí, græn paprika og spínat, og sítrusávextir eins og appelsínur og greip.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×