Nýt þess að keppa 18. ágúst 2004 00:01 KR-ingurinn Hjörtur Már Reynisson er ekki bara afburðasundmaður heldur einnig sleipur stærðfræðingur en hann stundar nám við háskólann í Reykjavík í stærðfræði. Það var gott hljóð í Hirti Má er við hittum hann eftir æfingu."Þetta er ótrúleg upplifun að vera hérna og voða gaman að vera hluti af þessu. Það er ákveðinn stemming hérna og mér líður eins og ég sé aftur orðinn krakki sem er á leið á sitt fyrsta Íslandsmeistaramót. Þetta lofar mjög góðu og laugin er mjög góð. Þetta er alveg frábær aðstaða hérna," sagði Hjörtur en það breytir engu fyrir hann þótt keppt sé í útilaug enda keppir hann í flugsundi og fær því ekki sólina í andlitið. "Það er passlegur hiti í lauginni og mér finnst fínt að vera í henni." Hjörtur hefur æft gríðarlega vel síðustu mánuði og það leynir sér ekki að hann er að nálgast sitt besta form. "Síðustu tvo til þrjá mánuði hef ég æft alveg eins og skepna. Ég æfði mest 12 sinnum í viku. Undirbúningur hefur gengið mjög vel og ekkert alvarlegt komið upp á hjá mér. Ég ætla að synda mjög hratt. Ég stefni á að byrja af fullum krafti og vona að ég haldi það út. Maður verður að taka áhættu og gefa sig allan í þetta," sagði Hjörtur sem mun synda 100 metra flugsund. Hjörtur er mikill keppnismaður og það að keppa á ÓL á ákaflega vel við hann. "Ég nýt þess að keppa mikið og sérstaklega við svona aðstæður. Svona tækifæri gefast ekki oft og því ætla ég að hafa gaman af þessu," sagði Hjörtur Már Reynisson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúraði Diogo Jota á fótinn sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Luka skaut Ísrael í kaf Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Sjá meira
KR-ingurinn Hjörtur Már Reynisson er ekki bara afburðasundmaður heldur einnig sleipur stærðfræðingur en hann stundar nám við háskólann í Reykjavík í stærðfræði. Það var gott hljóð í Hirti Má er við hittum hann eftir æfingu."Þetta er ótrúleg upplifun að vera hérna og voða gaman að vera hluti af þessu. Það er ákveðinn stemming hérna og mér líður eins og ég sé aftur orðinn krakki sem er á leið á sitt fyrsta Íslandsmeistaramót. Þetta lofar mjög góðu og laugin er mjög góð. Þetta er alveg frábær aðstaða hérna," sagði Hjörtur en það breytir engu fyrir hann þótt keppt sé í útilaug enda keppir hann í flugsundi og fær því ekki sólina í andlitið. "Það er passlegur hiti í lauginni og mér finnst fínt að vera í henni." Hjörtur hefur æft gríðarlega vel síðustu mánuði og það leynir sér ekki að hann er að nálgast sitt besta form. "Síðustu tvo til þrjá mánuði hef ég æft alveg eins og skepna. Ég æfði mest 12 sinnum í viku. Undirbúningur hefur gengið mjög vel og ekkert alvarlegt komið upp á hjá mér. Ég ætla að synda mjög hratt. Ég stefni á að byrja af fullum krafti og vona að ég haldi það út. Maður verður að taka áhættu og gefa sig allan í þetta," sagði Hjörtur sem mun synda 100 metra flugsund. Hjörtur er mikill keppnismaður og það að keppa á ÓL á ákaflega vel við hann. "Ég nýt þess að keppa mikið og sérstaklega við svona aðstæður. Svona tækifæri gefast ekki oft og því ætla ég að hafa gaman af þessu," sagði Hjörtur Már Reynisson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúraði Diogo Jota á fótinn sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Luka skaut Ísrael í kaf Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Sjá meira