Tap gegn Suður-Kóreu 20. ágúst 2004 00:01 Það hefur verið mikil vinnsla í íslenska liðinu í fyrstu þrem leikjunum á ÓL og liðið virkaði á köflum gegn Suður-Kóreu eins og það væri að verða bensínlaust. Sú barátta og grimmd sem einkenndi leik liðsins í fyrstu leikjunum var ekki til staðar í gær. Vaknar því óneitanlega sú spurning hvort liðið sé að verða bensínlaust. Þeirri spurningu verður svarað í leiknum gegn Rússum. Leikurinn fór fram kl. 9.30 að staðartíma og það var ekki margt um manninn í Pavilion-höllinni þegar leikurinn byrjaði. Liðin virkuðu bæði mjög þreytt til að byrja með enda léku Kóreubúarnir ákaflega hægt. Þeir náðu þó 2-0 forystu en þá rankaði íslenska liðið við sér, skoraði þrjú mörk í röð og tók forystuna. Það hélt þeirri forystu allt þar til tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Í stöðunni 11-11 komu fjögur mörk frá Kóreumönnum í röð og þeir héldu þriggja marka forystu í leikhléi, 16-13. Íslenska liðið var síðan í stanslausum eltingarleik í síðari hálfleik. Þrisvar sinnum náði það að minnka muninn í eitt mark en þá stigu Kóreumenn á bensínið á ný, enda virtist nóg vera á tanknum þeirra, og náðu 3-4 marka forystu á ný. Þetta er saga síðari hálfleiksins og Kórea vann sanngjarnan fjögurra marka sigur þegar upp var staðið. Ólafur Stefánsson var yfirburðamaður í íslenska liðinu í leiknum þótt hann hefði verið nokkuð seinn í gang. Hann sýndi vilja til þess að vinna leikinn en því miður virtust félagar hans ekki finna þann neista sem Ólafur hafði í síðari hálfleiknum. Sigfús komst vel frá sínu sem og Garcia í sókninni en hann var afleitur í vörninni. Aðrir leikmenn voru langt frá sínu besta. Róbert var heillum horfinn á línunni og náði ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu gegn Slóvenum. Guðjón Valur náði aldrei takti við leikinn og ekki heldur Snorri Steinn. Þegar þessir lykilmenn ná sér ekki á strik er ekki við góðu að búast. Eitt helsta áhyggjuefnið er þó markvarslan. Hún hefur verið langt frá því að vera viðunandi á þessu móti og virðist sem Guðmundur þjálfari hafi veðjað á vitlaust par til þess að fara til Aþenu. Það verður ekkert tekið frá Kóreumönnum í þessum leik enda eru þeir með skemmtilegt og léttleikandi lið. Þeir eru samt ekkert betri en íslenska liðið og með álíka leik og gegn Slóvenum hefði þessi leikur unnist. Svo virðist sem Slóvenaleikurinn hafi verið undantekning frá reglunni því íslenska liðið var farið að glíma við sömu gömlu draugana í gær sem eru markvarsla, nýting dauðafæra og að ráða ekki við að leiða leiki. Þessa drauga þarf að hrekja á brott hið fyrsta því annars er ekki hægt að búast við hagstæðum úrslitum gegn Rússum. henry@frettabladid.is Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Það hefur verið mikil vinnsla í íslenska liðinu í fyrstu þrem leikjunum á ÓL og liðið virkaði á köflum gegn Suður-Kóreu eins og það væri að verða bensínlaust. Sú barátta og grimmd sem einkenndi leik liðsins í fyrstu leikjunum var ekki til staðar í gær. Vaknar því óneitanlega sú spurning hvort liðið sé að verða bensínlaust. Þeirri spurningu verður svarað í leiknum gegn Rússum. Leikurinn fór fram kl. 9.30 að staðartíma og það var ekki margt um manninn í Pavilion-höllinni þegar leikurinn byrjaði. Liðin virkuðu bæði mjög þreytt til að byrja með enda léku Kóreubúarnir ákaflega hægt. Þeir náðu þó 2-0 forystu en þá rankaði íslenska liðið við sér, skoraði þrjú mörk í röð og tók forystuna. Það hélt þeirri forystu allt þar til tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Í stöðunni 11-11 komu fjögur mörk frá Kóreumönnum í röð og þeir héldu þriggja marka forystu í leikhléi, 16-13. Íslenska liðið var síðan í stanslausum eltingarleik í síðari hálfleik. Þrisvar sinnum náði það að minnka muninn í eitt mark en þá stigu Kóreumenn á bensínið á ný, enda virtist nóg vera á tanknum þeirra, og náðu 3-4 marka forystu á ný. Þetta er saga síðari hálfleiksins og Kórea vann sanngjarnan fjögurra marka sigur þegar upp var staðið. Ólafur Stefánsson var yfirburðamaður í íslenska liðinu í leiknum þótt hann hefði verið nokkuð seinn í gang. Hann sýndi vilja til þess að vinna leikinn en því miður virtust félagar hans ekki finna þann neista sem Ólafur hafði í síðari hálfleiknum. Sigfús komst vel frá sínu sem og Garcia í sókninni en hann var afleitur í vörninni. Aðrir leikmenn voru langt frá sínu besta. Róbert var heillum horfinn á línunni og náði ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu gegn Slóvenum. Guðjón Valur náði aldrei takti við leikinn og ekki heldur Snorri Steinn. Þegar þessir lykilmenn ná sér ekki á strik er ekki við góðu að búast. Eitt helsta áhyggjuefnið er þó markvarslan. Hún hefur verið langt frá því að vera viðunandi á þessu móti og virðist sem Guðmundur þjálfari hafi veðjað á vitlaust par til þess að fara til Aþenu. Það verður ekkert tekið frá Kóreumönnum í þessum leik enda eru þeir með skemmtilegt og léttleikandi lið. Þeir eru samt ekkert betri en íslenska liðið og með álíka leik og gegn Slóvenum hefði þessi leikur unnist. Svo virðist sem Slóvenaleikurinn hafi verið undantekning frá reglunni því íslenska liðið var farið að glíma við sömu gömlu draugana í gær sem eru markvarsla, nýting dauðafæra og að ráða ekki við að leiða leiki. Þessa drauga þarf að hrekja á brott hið fyrsta því annars er ekki hægt að búast við hagstæðum úrslitum gegn Rússum. henry@frettabladid.is
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti