Viðskipti innlent

Tetra einskis virði

Ný skýrsla frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins kemst að þeirri niðurstöðu að fjarskiptafyrirtækið Tetra Ísland sé einskis virði og fyrirtækið í raun gjaldþrota. Tetra hefur átt í miklum greiðsluerfiðleikum en félagið rekur fjarskiptakerfi sem neyðarþjónusturnar á Íslandi notast við. Ekki hafa enn náðst samningar við dómsmálaráðuneytið en slíkir samningar eru ein forsenda þess að fyrirtækið standi undir rekstri. Nýverið var gjaldskrá félagsins hækkuð og samþykkti borgarráð að greiða 250 prósent hærra verð fyrir þjónustu félagsins en hingað til. Gengið hefur verið frá eigendaskiptum á fyrirtækinu og fara Lýsing og Landsbankinn nú með meirihluta í félaginu. Ný stjórn var kjörin í upphafi sumars og tók Jóakim Reynisson við stöðu framkvæmdastjóra félagsins af Jóni Pálssyni. Stærstu hluthafar í Tetra Íslandi ásamt Lýsingu og Landsbankanum eru Reykjavíkurborg og Landsvirkjun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×