Brassar skeinuhættir 23. ágúst 2004 00:01 Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því brasilíska í dag í leik um níunda sætið á Ólympíuleikunum í Aþenu. Brasilíumenn voru taldir með slakasta liðið í B-riðli en komu öllum á óvart þegar þeir lögðu Egypta að velli 26-22 og tryggðu sér þar með rétt til að leika um níunda sætið. Stefán Arnaldsson, handknattleiksdómari, dæmdi tvo leiki hjá Brasilíumönnum í riðlakeppninni -- gegn Frökkum og Grikkjum. Stefán segir Brasilíumenn vera með skemmtilegt lið. "Þetta er eina liðið sem mér finnst hafa tekið framförum meðan á keppni hefur staðið. Þetta er lið sem gefst ekki upp og spilar allt til enda," segir Stefán. Hættulegustu leikmenn Brasilíu eru Adalberto Silva, sem hefur skorað nítján mörk á Ólympíuleikunum og Bruno Souza, sem er markahæstur Brasilíumanna með 22 mörk. Souza hefur leikið með Göppingen í Þýskalandi en íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Sigtryggsson lék þar einnig um tíma. "Þetta er ungt og skemmtilegt lið sem spilar hraðan bolta. Það spilar oftast 5-1 vörn eða framliggjandi 6-0 vörn og bindur sig ekki mjög fast við ákveðnar stöður," segir Stefán og er ekki frá því að Brasilía geti veitt Íslendingum harða keppni. "Þeir geta orðið okkur skeinuhættir ef við förum ekki að öllu með gát. Íslenska liðið er að svekkja sig á árangrinum á meðan Brassarnir eru ánægðir með árangurinn hjá sér. Á venjulegum degi ættum við að vinna þá en það getur allt gerst. Strákarnir okkar verða að rífa sig upp og klára þetta mót. Við erum með betri menn í öllum stöðum," segir Stefán. Stefán hefur aðeins fylgst með öðrum liðum á Ólympíuleikunum en segir erfitt að spá fyrir um hvaða lið á eftir að fara alla leið. "Ég sá báða tapleikina hjá Þjóðverjum og þeir virka ekki eins sterkir og áður. Króatarnir eru mjög seigir enda ríkjandi heimsmeistarar. Annars tel ég að þessi tvö lið ásamt Frökkum og jafnvel Spánverjum eigi eftir að leika til úrslita. Þetta eru jöfn lið og það er alltaf spurning um dagsformið," segir Stefán Arnaldsson handknattleiksdómari. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því brasilíska í dag í leik um níunda sætið á Ólympíuleikunum í Aþenu. Brasilíumenn voru taldir með slakasta liðið í B-riðli en komu öllum á óvart þegar þeir lögðu Egypta að velli 26-22 og tryggðu sér þar með rétt til að leika um níunda sætið. Stefán Arnaldsson, handknattleiksdómari, dæmdi tvo leiki hjá Brasilíumönnum í riðlakeppninni -- gegn Frökkum og Grikkjum. Stefán segir Brasilíumenn vera með skemmtilegt lið. "Þetta er eina liðið sem mér finnst hafa tekið framförum meðan á keppni hefur staðið. Þetta er lið sem gefst ekki upp og spilar allt til enda," segir Stefán. Hættulegustu leikmenn Brasilíu eru Adalberto Silva, sem hefur skorað nítján mörk á Ólympíuleikunum og Bruno Souza, sem er markahæstur Brasilíumanna með 22 mörk. Souza hefur leikið með Göppingen í Þýskalandi en íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Sigtryggsson lék þar einnig um tíma. "Þetta er ungt og skemmtilegt lið sem spilar hraðan bolta. Það spilar oftast 5-1 vörn eða framliggjandi 6-0 vörn og bindur sig ekki mjög fast við ákveðnar stöður," segir Stefán og er ekki frá því að Brasilía geti veitt Íslendingum harða keppni. "Þeir geta orðið okkur skeinuhættir ef við förum ekki að öllu með gát. Íslenska liðið er að svekkja sig á árangrinum á meðan Brassarnir eru ánægðir með árangurinn hjá sér. Á venjulegum degi ættum við að vinna þá en það getur allt gerst. Strákarnir okkar verða að rífa sig upp og klára þetta mót. Við erum með betri menn í öllum stöðum," segir Stefán. Stefán hefur aðeins fylgst með öðrum liðum á Ólympíuleikunum en segir erfitt að spá fyrir um hvaða lið á eftir að fara alla leið. "Ég sá báða tapleikina hjá Þjóðverjum og þeir virka ekki eins sterkir og áður. Króatarnir eru mjög seigir enda ríkjandi heimsmeistarar. Annars tel ég að þessi tvö lið ásamt Frökkum og jafnvel Spánverjum eigi eftir að leika til úrslita. Þetta eru jöfn lið og það er alltaf spurning um dagsformið," segir Stefán Arnaldsson handknattleiksdómari.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira