
Sport
Áfall fyrir Bandaríkjamenn
Katie Smith, einn af lykilleikmönnum bandaríska kvennalandsliðsins í körfuknattleik, verður ekki meira með á Ólympíuleikunum vegna meiðsla. Smith reif liðþófa í leik við Kínverja sem Bandaríkjamenn unnu, 100-62. Smith meiddist upphaflega í leik í WNBA-deildinni og missti af opnunarleik liðsins í Aþenu. Diana Taurasi mun taka sæti hennar í liðinu en þjálfari liðsins, Van Chancellor, sagði hana vera í öflugu formi og tilbúna í slaginn. "Hún átti frábæran leik síðast og er búin að standa sig vel á æfingum" sagði Chancellor. Bandarísku stelpurnar stefna að sigri á þriðju Ólympíuleikunum í röð og mæta Grikkjum í fjórðungsúrslitum í kvöld.