Arndís Björg átti Trabant 24. ágúst 2004 00:01 Arndís Björg Sigurgeirsdóttir er eigandi bókabúðarinnar Iðu og verstu kaup sem hún hefur gert eru einnig þau bestu. "Árið 1983 vorum við að kaupa okkur íbúð og þar sem okkur vantaði alltaf peninga skiptum við niður bílum og fengum okkur stöðugt ódýrari bíl uns við enduðum í Trabant Station. Trabantinn var ólíkur öllum öðrum bílum og hafði stærstu sál sem um getur í bíl. Þegar maður sest inn í Trabant eru engin þægindi heldur bara brýnustu nauðsynjar. Undir húddinu er heldur ekkert nema það sem á að vera þar og ég man eftir að hafa hugsað með skelfingu "hvar er vélin?" fyrst þegar ég leit ofan í húddið. Hann eyddi afar litlu og var með varatank svo bensínlaus varð maður aldrei. Rúðuþurrkurnar voru með sjö hraðastillingum og ef hvassara varð en tvö vindstig fuku þær upp. Bíllinn fór allt, sama hvernig viðraði en kom kannski ekki alltaf í heilu lagi á áfangastað og stundum duttu hlutir af honum á ferðinni, spoilerar og svoleiðis smotterí. Startarinn bilaði einu sinni og við störtuðum bílnum lengi vel með skrúfjárni því við höfðum ekki efni á að láta gera við hann. Það mátti alveg sjást á þessum bíl svo hann var stundum nokkuð laskaður. Trabantar eru reyndar úr einhverju sérkennilegu trefjaplasti svo þeir beyglast ekki heldur brotna svo þegar einhver keyrði á mann þá braut hann bílinn. Gírarnir voru ekki merktir svo það varð að keyra bílinn eftir tilfinningu. Ég sé mikið eftir þessum bíl og mæli með því að Trabant verði settur aftur í sölu. Mig minnir því miður að nú sé bannað að flytja þá inn. Það er kannski ekki mjög gott að vera á brothættum bíl í umferðinni... Og veistu af hverju hann heitir Trabant? Það er af því að hann segir nafnið sitt sjálfur. Þegar Trabant nálgast heyrist: Trabbabbbbabbannt!" Fjármál Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Arndís Björg Sigurgeirsdóttir er eigandi bókabúðarinnar Iðu og verstu kaup sem hún hefur gert eru einnig þau bestu. "Árið 1983 vorum við að kaupa okkur íbúð og þar sem okkur vantaði alltaf peninga skiptum við niður bílum og fengum okkur stöðugt ódýrari bíl uns við enduðum í Trabant Station. Trabantinn var ólíkur öllum öðrum bílum og hafði stærstu sál sem um getur í bíl. Þegar maður sest inn í Trabant eru engin þægindi heldur bara brýnustu nauðsynjar. Undir húddinu er heldur ekkert nema það sem á að vera þar og ég man eftir að hafa hugsað með skelfingu "hvar er vélin?" fyrst þegar ég leit ofan í húddið. Hann eyddi afar litlu og var með varatank svo bensínlaus varð maður aldrei. Rúðuþurrkurnar voru með sjö hraðastillingum og ef hvassara varð en tvö vindstig fuku þær upp. Bíllinn fór allt, sama hvernig viðraði en kom kannski ekki alltaf í heilu lagi á áfangastað og stundum duttu hlutir af honum á ferðinni, spoilerar og svoleiðis smotterí. Startarinn bilaði einu sinni og við störtuðum bílnum lengi vel með skrúfjárni því við höfðum ekki efni á að láta gera við hann. Það mátti alveg sjást á þessum bíl svo hann var stundum nokkuð laskaður. Trabantar eru reyndar úr einhverju sérkennilegu trefjaplasti svo þeir beyglast ekki heldur brotna svo þegar einhver keyrði á mann þá braut hann bílinn. Gírarnir voru ekki merktir svo það varð að keyra bílinn eftir tilfinningu. Ég sé mikið eftir þessum bíl og mæli með því að Trabant verði settur aftur í sölu. Mig minnir því miður að nú sé bannað að flytja þá inn. Það er kannski ekki mjög gott að vera á brothættum bíl í umferðinni... Og veistu af hverju hann heitir Trabant? Það er af því að hann segir nafnið sitt sjálfur. Þegar Trabant nálgast heyrist: Trabbabbbbabbannt!"
Fjármál Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira