Dansinn er góð líkamsrækt 30. ágúst 2004 00:01 Helga Hauksdóttir, sjúkraliði og nuddfræðingur, dansar sér til ánægju og yndisauka og telur hikstalaust að dansinn sé einhver besta líkamsrækt sem hugsast getur. "Þetta byrjaði með því að ég skráði mig á helgarnámskeið hjá félagsskapnum Komið og dansið fyrir fjórum árum," segir Helga. "Ég kunni ekkert að dansa og fannst alltaf að það væri hálf flókið að fara að læra dans, en þessi námskeið eru byggð þannig upp að allir geti haft gaman af þeim. Ég húkkaðist alveg og hef verið í dansinum síðan. Þetta er svo góð hreyfing og ekki skemmir fyrir hvað þetta er skemmtilegt." Helga dansar að meðaltali þrisvar í viku yfir vetrartímann, fer á námskeið og böll í Drafnarfellinu og lætur sig svo ekki vanta á góða dansleiki um helgar þegar þannig liggur á henni. "Það er ekki nóg með að hreyfingin sé góð heldur er svo mikil gleði og kátína í dansinum. Þarna kynnist maður fullt af skemmtilegu fólki sem nýtur þess að hittast og það er ekki síst mikilvægt í heilsurækt að hafa gaman af því sem maður er að gera." Helga byrjaði að hjóla nú í byrjun sumars og segist vera alveg heilluð af hjólreiðunum. "Það er útiveran og hreina loftið sem er svo frábært," segir Helga, sem hjólar á hverjum degi og stundar að auki jóga sér til heilsubótar. "Mér finnst þetta allt jafn skemmtilegt. Fólk þarf að velja sér líkamsrækt sem er ekki kvöð og pressa. Það er svo mikilvægt að hlæja og njóta og þar er nú til dæmis dansinn aldeilis málið." Heilsa Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Helga Hauksdóttir, sjúkraliði og nuddfræðingur, dansar sér til ánægju og yndisauka og telur hikstalaust að dansinn sé einhver besta líkamsrækt sem hugsast getur. "Þetta byrjaði með því að ég skráði mig á helgarnámskeið hjá félagsskapnum Komið og dansið fyrir fjórum árum," segir Helga. "Ég kunni ekkert að dansa og fannst alltaf að það væri hálf flókið að fara að læra dans, en þessi námskeið eru byggð þannig upp að allir geti haft gaman af þeim. Ég húkkaðist alveg og hef verið í dansinum síðan. Þetta er svo góð hreyfing og ekki skemmir fyrir hvað þetta er skemmtilegt." Helga dansar að meðaltali þrisvar í viku yfir vetrartímann, fer á námskeið og böll í Drafnarfellinu og lætur sig svo ekki vanta á góða dansleiki um helgar þegar þannig liggur á henni. "Það er ekki nóg með að hreyfingin sé góð heldur er svo mikil gleði og kátína í dansinum. Þarna kynnist maður fullt af skemmtilegu fólki sem nýtur þess að hittast og það er ekki síst mikilvægt í heilsurækt að hafa gaman af því sem maður er að gera." Helga byrjaði að hjóla nú í byrjun sumars og segist vera alveg heilluð af hjólreiðunum. "Það er útiveran og hreina loftið sem er svo frábært," segir Helga, sem hjólar á hverjum degi og stundar að auki jóga sér til heilsubótar. "Mér finnst þetta allt jafn skemmtilegt. Fólk þarf að velja sér líkamsrækt sem er ekki kvöð og pressa. Það er svo mikilvægt að hlæja og njóta og þar er nú til dæmis dansinn aldeilis málið."
Heilsa Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira