Vextir þeir hæstu í Evrópu 30. ágúst 2004 00:01 Þrátt fyrir vaxtalækkanir fullyrðir formaður Neytendasamtakanna að vextir á lánum til íbúðarkaupa hér á landi séu þeir hæstu í Evrópu. Hann kennir verðtryggingu um. Fáir draga í efa kosti þess að vextir af lánum Íbúðalánasjóðs fara lækkandi og að viðskiptabankarnir bjóða lán til húsnæðiskaupa og endurfjármögnunar. Neytendasamtökin telja þessi kjör þó enn ekki sambærileg við það sem gerist í nágrannalöndunum. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakann, segir að taka verði tillit til þess að Ísland sé nánast eina landið í heiminum þar sem verðtrygging tíkist. Jóhannes telur að vextir á Íslandi séu hæstir í Evrópu ef litið er til þess að verðtryggingin bætist ofan á 4,4 % vexti. Jóhannes tekur sem dæmi að íbúðalán í Noregi beri tveggja prósenta vexti og í Danmörku fjögurra til fimm prósenta vexti. Þar er verðtrygging ekki til staðar og reyndar eru verðtryggð húsnæðislán afar sjaldséð nema í löndum sem hafa átt við langvarandi verðbólgu að stríða, eins og til dæmis Mexíkó og Brasilía. Verðtrygging fjármagns var heimiluð hér á landi árið1979 með það að markmiði að verja lánsfé og sparifé frá því að brenna upp í verðbólgu, og enn tíðkast verðtryggingin. Ólafur segir að það verði að endurskoða verðtrygginguna þegar allar forsendur fyrir henni séu brostnar. Fjármál heimilanna hafa einnig bent á að afnám verðtryggingar á íbúðalán sé löngu tímabært, enda íbúðalán öruggustu lánin á markaðinum með fyrsta veðrétt í fasteign. Tekið er dæmi um 8 milljóna króna lán, til fjörutíu ára, annars vegar verðtryggt með sex prósenta raunvöxtum og hins vegar óverðtryggt með 8,65 prósenta nafnvöxtum. Gert er ráð fyrir að verðbólgan sé að jafnaði 2,5 prósent. Greiðslubyrðin er vissulega þyngri í byrjun á óverðtryggða láninu, en dæmið snýst við eftir rúm 12 ár. Ráðgjafastofan kemst að þeirri niðurstöðu að þegar upp sé staðið nemi heildarkosnaður lántakanda, vegna verðtryggingarinnar, 7,5 milljónum króna. Og það - þrátt fyrir að óverðtryggða lánið beri mun hærri vexti. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira
Þrátt fyrir vaxtalækkanir fullyrðir formaður Neytendasamtakanna að vextir á lánum til íbúðarkaupa hér á landi séu þeir hæstu í Evrópu. Hann kennir verðtryggingu um. Fáir draga í efa kosti þess að vextir af lánum Íbúðalánasjóðs fara lækkandi og að viðskiptabankarnir bjóða lán til húsnæðiskaupa og endurfjármögnunar. Neytendasamtökin telja þessi kjör þó enn ekki sambærileg við það sem gerist í nágrannalöndunum. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakann, segir að taka verði tillit til þess að Ísland sé nánast eina landið í heiminum þar sem verðtrygging tíkist. Jóhannes telur að vextir á Íslandi séu hæstir í Evrópu ef litið er til þess að verðtryggingin bætist ofan á 4,4 % vexti. Jóhannes tekur sem dæmi að íbúðalán í Noregi beri tveggja prósenta vexti og í Danmörku fjögurra til fimm prósenta vexti. Þar er verðtrygging ekki til staðar og reyndar eru verðtryggð húsnæðislán afar sjaldséð nema í löndum sem hafa átt við langvarandi verðbólgu að stríða, eins og til dæmis Mexíkó og Brasilía. Verðtrygging fjármagns var heimiluð hér á landi árið1979 með það að markmiði að verja lánsfé og sparifé frá því að brenna upp í verðbólgu, og enn tíðkast verðtryggingin. Ólafur segir að það verði að endurskoða verðtrygginguna þegar allar forsendur fyrir henni séu brostnar. Fjármál heimilanna hafa einnig bent á að afnám verðtryggingar á íbúðalán sé löngu tímabært, enda íbúðalán öruggustu lánin á markaðinum með fyrsta veðrétt í fasteign. Tekið er dæmi um 8 milljóna króna lán, til fjörutíu ára, annars vegar verðtryggt með sex prósenta raunvöxtum og hins vegar óverðtryggt með 8,65 prósenta nafnvöxtum. Gert er ráð fyrir að verðbólgan sé að jafnaði 2,5 prósent. Greiðslubyrðin er vissulega þyngri í byrjun á óverðtryggða láninu, en dæmið snýst við eftir rúm 12 ár. Ráðgjafastofan kemst að þeirri niðurstöðu að þegar upp sé staðið nemi heildarkosnaður lántakanda, vegna verðtryggingarinnar, 7,5 milljónum króna. Og það - þrátt fyrir að óverðtryggða lánið beri mun hærri vexti.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira