Viðskipti innlent

Verslunarmenn lækka vexti

Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur ákveðið að bjóða upp ný húsnæðislán með 4,3 prósenta vöxtum. Þetta eru 0,1 prósentustigi lægri vextir en íbúðalán viðskiptabankanna og 0,05 prósentustigum lægra en vextir Íbúðalánasjóðs. Lánið getur numið allt að 65 prósentum af markaðsvirði húseignar, sem er lagabundið ákvæði um lífeyrissjóði, en ný lán viðskiptabankanna geta numið allt að 80 prósentum af fasteignamati. Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur jafnframt ákveðið að lækka vexti á eldri lánum um 0,6 prósentustig, eða niður í 4,53 prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×