Gjaldeyrislánin hefðu borgað sig 31. ágúst 2004 00:01 Töluvert ódýrara hefði verið að taka lán í erlendum gjaldmiðli heldur en að taka verðtryggð íslensk lán á bestu kjörum fyrir tíu árum síðan. Þetta er niðurstaða fimm viðskiptafræðinema í Háskólanum á Bifröst. Í rannsókninni er borið saman hver afdrif láns hefðu orðið ef það hefði verið tekið árið 1994. Borið er saman hver staða þess væri hefði verið notast við bestu lánakjör á innlendum markaði og ef notast hefði verið við gjaldeyrislán. Í gjaldeyrislánum felst ákveðin gengisáhætta en engin verðtrygging. Við það bætist að vextir erlendis eru mun lægri heldur en hér á landi. Niðurstaðan er sú að á síðustu tíu árum hefði það borgað sig að taka gengisáhættuna frekar en þá áhættu sem fylgir verðtryggingunni. Lægri vextir erlendis vega upp á móti gengissveiflu. Að sögn Elvu Bjarkar Barkardóttur, eins höfundar verkefnisins, virðist sem hin nýju lánskjör bankanna, sem kynnt voru í síðustu viku með 4,4 prósent vöxtum til langs tíma með verðtryggingu, séu ekki heldur betri kostur en erlend og óverðtryggð gjaldeyrislán. Hún leggur þó áherslu á að fólk verði að geta staðist sveiflur í afborgunum vegna breytinga á gengi. Hjálmar Blöndal, sem einnig átti þátt í verkefninu, segir að helsta niðurstaða vinnuhópsins sé sú að verðbólgan á Íslandi sé há og það geri verðtryggð lán dýr. Hann segir að útlit sé fyrir að verðbólga verði áfram há á Íslandi sérstaklega vegna mikilla framkvæmda í landinu og því sé líklegt að lán í erlendri mynt verði enn um sinn hagkvæmari kostur fyrir íslenska neytendur. "Krónan virðist í nokkuð góðri stöðu og þess vegna er ljóst að okkar mati að í dag er mun hentugra að taka lán í erlendri mynt. því fylgir hins vegar sú kvöð að menn þurfa að fylgjast vel með lánunum sínum. Menn geta gert það upp við sig hvort það borgi sig að fylgjast með lánunum sínum einn dag í mánuði og greiða nokkur hundruð þúsund krónum minna í vexti," segir Hjálmar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Töluvert ódýrara hefði verið að taka lán í erlendum gjaldmiðli heldur en að taka verðtryggð íslensk lán á bestu kjörum fyrir tíu árum síðan. Þetta er niðurstaða fimm viðskiptafræðinema í Háskólanum á Bifröst. Í rannsókninni er borið saman hver afdrif láns hefðu orðið ef það hefði verið tekið árið 1994. Borið er saman hver staða þess væri hefði verið notast við bestu lánakjör á innlendum markaði og ef notast hefði verið við gjaldeyrislán. Í gjaldeyrislánum felst ákveðin gengisáhætta en engin verðtrygging. Við það bætist að vextir erlendis eru mun lægri heldur en hér á landi. Niðurstaðan er sú að á síðustu tíu árum hefði það borgað sig að taka gengisáhættuna frekar en þá áhættu sem fylgir verðtryggingunni. Lægri vextir erlendis vega upp á móti gengissveiflu. Að sögn Elvu Bjarkar Barkardóttur, eins höfundar verkefnisins, virðist sem hin nýju lánskjör bankanna, sem kynnt voru í síðustu viku með 4,4 prósent vöxtum til langs tíma með verðtryggingu, séu ekki heldur betri kostur en erlend og óverðtryggð gjaldeyrislán. Hún leggur þó áherslu á að fólk verði að geta staðist sveiflur í afborgunum vegna breytinga á gengi. Hjálmar Blöndal, sem einnig átti þátt í verkefninu, segir að helsta niðurstaða vinnuhópsins sé sú að verðbólgan á Íslandi sé há og það geri verðtryggð lán dýr. Hann segir að útlit sé fyrir að verðbólga verði áfram há á Íslandi sérstaklega vegna mikilla framkvæmda í landinu og því sé líklegt að lán í erlendri mynt verði enn um sinn hagkvæmari kostur fyrir íslenska neytendur. "Krónan virðist í nokkuð góðri stöðu og þess vegna er ljóst að okkar mati að í dag er mun hentugra að taka lán í erlendri mynt. því fylgir hins vegar sú kvöð að menn þurfa að fylgjast vel með lánunum sínum. Menn geta gert það upp við sig hvort það borgi sig að fylgjast með lánunum sínum einn dag í mánuði og greiða nokkur hundruð þúsund krónum minna í vexti," segir Hjálmar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent