Ungt fólk lifir um efni fram 1. september 2004 00:01 Að ungt fólk á Norðurlöndum lifi um efni fram er niðurstaða rannsóknar sem kynnt var á norrænni ráðstefnu sem nýlokið er hér á landi. Hún náði til fólks á aldrinum 18-29 ára í Noregi, Danmörku, Finnlandi og á Íslandi, en reyndar bara 32 einstaklinga. Lítill munur var á skuldasöfnuninni milli landa en hins vegar voru íslensku þátttakendurnir opnari að ræða sín fjármál en hinir sem virtust skammast sín meira fyrir stöðu sína. Gróa Másdóttir vann þetta verkefni fyrir Íslands hönd og var ánægð með hópinn sem þátt tók hér á landi. "Það voru ólíkir einstaklingar sem bjuggu við ólíkar aðstæður," segir hún og heldur áfram. "Þeir voru allir með skuldir á bakinu, sumir með neysluskuldir eins og símreikninga, kreditkortahala og tölvulán upp í stærri skuldir eins og húsnæðislán. Sumir voru með skuldir sem einhverjir aðrir höfðu komið þeim í. Flestir höfðu skapað sér þessar aðstæður sjálfir." Gróa telur engar fíkniefnaskuldir hafa verið í spilinu hjá hennar viðmælendum. "Sumir höfðu verið óheppnir með sín fjármál en einstaka hafði fulla stjórn á útgjöldunum og sýndi fram á að það væri hægt að skulda en lifa samt -- án þunglyndis. Til þess að standa í skilum þyrfti samt að spara og neita sér um ýmsa hluti eins og bara kaffihúsaferðir. Þeir sem sagt skáru niður til að mæta auknum útgjöldum," segir hún og tekur undir að slíka einstaklinga þyrfti að virkja til kennslu. "Það hefur sýnt sig að ungt fólk er móttækilegt og jákvætt fyrir fræðslu en það virðist bara vera skortur á leiðbeinendum um þessi mál innan skólakerfisins. Fólkið sem ég talaði við hafði ekki fengið neina tilsögn um þessi efni í grunnskóla. Því fannst bankar og fleiri stofnanir sýna ónóga ábyrgð í kynningum á kortum og ýmsum gylliboðum. Afleiðingarnar væru ekki teknar með í reikninginn og ungt fólk væri óduglegt að spyrja." Fjármál Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
Að ungt fólk á Norðurlöndum lifi um efni fram er niðurstaða rannsóknar sem kynnt var á norrænni ráðstefnu sem nýlokið er hér á landi. Hún náði til fólks á aldrinum 18-29 ára í Noregi, Danmörku, Finnlandi og á Íslandi, en reyndar bara 32 einstaklinga. Lítill munur var á skuldasöfnuninni milli landa en hins vegar voru íslensku þátttakendurnir opnari að ræða sín fjármál en hinir sem virtust skammast sín meira fyrir stöðu sína. Gróa Másdóttir vann þetta verkefni fyrir Íslands hönd og var ánægð með hópinn sem þátt tók hér á landi. "Það voru ólíkir einstaklingar sem bjuggu við ólíkar aðstæður," segir hún og heldur áfram. "Þeir voru allir með skuldir á bakinu, sumir með neysluskuldir eins og símreikninga, kreditkortahala og tölvulán upp í stærri skuldir eins og húsnæðislán. Sumir voru með skuldir sem einhverjir aðrir höfðu komið þeim í. Flestir höfðu skapað sér þessar aðstæður sjálfir." Gróa telur engar fíkniefnaskuldir hafa verið í spilinu hjá hennar viðmælendum. "Sumir höfðu verið óheppnir með sín fjármál en einstaka hafði fulla stjórn á útgjöldunum og sýndi fram á að það væri hægt að skulda en lifa samt -- án þunglyndis. Til þess að standa í skilum þyrfti samt að spara og neita sér um ýmsa hluti eins og bara kaffihúsaferðir. Þeir sem sagt skáru niður til að mæta auknum útgjöldum," segir hún og tekur undir að slíka einstaklinga þyrfti að virkja til kennslu. "Það hefur sýnt sig að ungt fólk er móttækilegt og jákvætt fyrir fræðslu en það virðist bara vera skortur á leiðbeinendum um þessi mál innan skólakerfisins. Fólkið sem ég talaði við hafði ekki fengið neina tilsögn um þessi efni í grunnskóla. Því fannst bankar og fleiri stofnanir sýna ónóga ábyrgð í kynningum á kortum og ýmsum gylliboðum. Afleiðingarnar væru ekki teknar með í reikninginn og ungt fólk væri óduglegt að spyrja."
Fjármál Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira