Lífið

Hreiðurgerð á haustin

"Ég tek eftir því að margar konur fara í hreiðurgerð á haustin og vilja skreyta hjá sér með plöntum," segir Helga Helgadóttir í Gróðrarstöðinni Birkihlíð í Kópavogi. "Eldri konurnar vilja hafa mikið af blómstrandi blómum en yngri konurnar sígrænar plöntur. Hinsvegar virðist áhugi á blómstrandi inniplöntum vera að aukast og áhugi á plöntum almennt." Hún segir fólk ekki alltaf velja sér blóm eftir útliti því þær aðstæður sem blómið verður í skipti máli. Orkedían henti til að mynda ekki í suðurglugga því hún þolir ekki beint sólarljós en að öðru leyti geti hún verið hvar sem er og sé tiltölulega auðveld meðferðar. Fyrir þá sem ekki hafa græna fingur eru kaktusar alltaf góðir auk þykkblöðunga og ficusa. Þeir sem eru ekki mikið heima hjá sér þurfa ekki að örvænta yfir að plönturnar þorni upp því algengara er að fólk ofvökvi blómin. Ef planta er öfvökvuð þá liggja ræturnar í vatninu svo lengi og eiga það til að þrána og plantan deyr. Hún segir fólk vera duglegt að spyrjast fyrir um umhirðu plöntunnar sem það er að kaupa. Til að teygja sumarið inn á haustið segir Helga það tilvalið að kippa bara inn sumarblómunum um leið og það fer að spá næturfrosti. "Bara að muna að vökva þau þar sem rigningin sér ekki um það," segir Helga





Fleiri fréttir

Sjá meira


×