Hefði stangast á við fjölmiðlalög 4. september 2004 00:01 Forsætisráðherra telur að kaup Símans á stórum hlut í Skjá einum hefðu brotið í bága við lög ef fjölmiðlafrumvarpið sem hann lagði fram í vor hefði orðið að lögum. Menntamálaráðherra tekur í sama streng. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur marga þingmenn flokksins vera andvíga þessum viðskiptum. Eins og fram kom í fréttum í gær þá hefur Landssíminn, sem er í eigu ríkisins, ákveðið að kaupa rúmlega fjórðungs hlut í Skjá einum. Davíð Oddsson, forsætisráðherra segist hafa heyrt af þessu fyrst í gærkvöld. Hann hafi ekki kynnt sér málið nánar, vegna veikindafjarvista, en honum sýnist, í ljósi þess að Síminn er með markaðsráðandi stöðu á fjarskiptamarkaði, að viðskiptin séu í andstöðu við fjölmiðlafrumvarpið sem ríkisstjórnin lagði fram í vor. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segir Símann vera sjálfstætt fyrirtæki og ekki hennar að blanda sér í málefni þess. Þetta sé í samræmi við gildandi lög, en annað mál hvort þetta sé í samræmi við fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í fljótu bragði sýnist henni sem það geri það ekki. Hún segir þó meginmálið nú að fá þá aðila sem fjölmiðlamálið snertir til að vinna að málinu í góðri sátt. Fjármálaráðherra sem fer með eignarhald ríkisins í Símanum segist ekki hafa verið hafður með í ráðum við viðskiptin, en segir ákvörðun stjórnenda símans vera viðskiptalegs eðlis, og gerir hann enga athugsemd við hana. Geir H. Haarde telur viðskiptin ekki ganga gegn stefnu sjálfstæðisflokksins í fjölmiðlamálinu. Hins vegar styrki það mástað þeirra sem vilji einkavæða fyrirtæki. Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins telur þessi viðskipti vera í andstöðu við stefnu Sjálfstæðisflokksins, og að kaup á svona stórum hluta í Skjá einum sé ekki í samræmi við þau stefnumið sem talað hafi verið fyrir í sumar í tengslum við fjölmiðlalögin. Hann telur fleiri flokksmenn sína á sama máli. Stjónvarpsstjóri Skjás eins, Magnús Ragnarsson, hafði sent inn umsókn um stöðu Þjóðleikhússtjóra til menntamálaráðuneytisins. Hann dró þá umsókn til baka í vikunni eftir að ljóst var að samningar Landssímans og Skjás eins væru í burðarliðnum. Þá má geta þess að Magnús var einarður stuðningsmaður fjölmiðlafrumvarpsins í vor sem kvað á um það að markaðsráðandi fyrirtækjum væri bannað að eiga hlut í ljósvakamiðlum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Sjá meira
Forsætisráðherra telur að kaup Símans á stórum hlut í Skjá einum hefðu brotið í bága við lög ef fjölmiðlafrumvarpið sem hann lagði fram í vor hefði orðið að lögum. Menntamálaráðherra tekur í sama streng. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur marga þingmenn flokksins vera andvíga þessum viðskiptum. Eins og fram kom í fréttum í gær þá hefur Landssíminn, sem er í eigu ríkisins, ákveðið að kaupa rúmlega fjórðungs hlut í Skjá einum. Davíð Oddsson, forsætisráðherra segist hafa heyrt af þessu fyrst í gærkvöld. Hann hafi ekki kynnt sér málið nánar, vegna veikindafjarvista, en honum sýnist, í ljósi þess að Síminn er með markaðsráðandi stöðu á fjarskiptamarkaði, að viðskiptin séu í andstöðu við fjölmiðlafrumvarpið sem ríkisstjórnin lagði fram í vor. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segir Símann vera sjálfstætt fyrirtæki og ekki hennar að blanda sér í málefni þess. Þetta sé í samræmi við gildandi lög, en annað mál hvort þetta sé í samræmi við fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í fljótu bragði sýnist henni sem það geri það ekki. Hún segir þó meginmálið nú að fá þá aðila sem fjölmiðlamálið snertir til að vinna að málinu í góðri sátt. Fjármálaráðherra sem fer með eignarhald ríkisins í Símanum segist ekki hafa verið hafður með í ráðum við viðskiptin, en segir ákvörðun stjórnenda símans vera viðskiptalegs eðlis, og gerir hann enga athugsemd við hana. Geir H. Haarde telur viðskiptin ekki ganga gegn stefnu sjálfstæðisflokksins í fjölmiðlamálinu. Hins vegar styrki það mástað þeirra sem vilji einkavæða fyrirtæki. Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins telur þessi viðskipti vera í andstöðu við stefnu Sjálfstæðisflokksins, og að kaup á svona stórum hluta í Skjá einum sé ekki í samræmi við þau stefnumið sem talað hafi verið fyrir í sumar í tengslum við fjölmiðlalögin. Hann telur fleiri flokksmenn sína á sama máli. Stjónvarpsstjóri Skjás eins, Magnús Ragnarsson, hafði sent inn umsókn um stöðu Þjóðleikhússtjóra til menntamálaráðuneytisins. Hann dró þá umsókn til baka í vikunni eftir að ljóst var að samningar Landssímans og Skjás eins væru í burðarliðnum. Þá má geta þess að Magnús var einarður stuðningsmaður fjölmiðlafrumvarpsins í vor sem kvað á um það að markaðsráðandi fyrirtækjum væri bannað að eiga hlut í ljósvakamiðlum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Sjá meira