Viðskipti innlent

Ummæli vekja furðu

Síminn hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Skarphéðins Berg, stjórnarfomanns Norðurljósa, um stafrænt sjónvarp í Fréttablaðinu í dag. Í yfirlýsingunni segir að það veki furðu að Skarphéðinn staðhæfi að kaup Símans á Skjá einum leiði til þess að ekki verði af samstarfi Norðurljósa við Símann í uppbyggingu stafræns stjónvarpsdreifikerfis. Er bent á að Norðurljós hafi slitið viðræðum við Símann í júní um stafræna dreifingu á efni Norðurljósa. Í yfirlýsingu segir ennfremur að Síminn hafi falast eftir efni enska boltans og Skjás eins vegna mikillar trú á stafrænni dreifingu gæðaefnis.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×