Arðbær fjárfesting 5. september 2004 00:01 Forstjóri Símans segir kaupin á sýningarréttinum á ensku knattspyrnunni og fjórðungshlut í Skjá einum vera arðsama fjárfestingu en neitar að upplýsa hversu dýru verði hún hafi verið keypt. Samkeppnisstofnun ætlar að skoða viðskipti Símans og Skjás eins. Sem kunnugt er keypti Síminn fjórðungshlut Skjás eins í fyrradag og sýningarréttinn á enska fótboltanum. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans segir að Síminn hafi yfir afar góðu dreifikerfi að ráða sem fyrirtækið vilji nýta betur. Síminn hafi mikinn áhuga á að dreifa stafrænt fyrir aðrar sjónvarpsstöðvar og að þá komist háhraðasambandið víðar til landsbyggðarinnar. Í þeim tilgangi hefði því verið fest kaup á góðu efni til að dreifa á kerfi Símans. Þetta væri því fyrst og fremst arðsöm fjárfesting oggert til að nýta betur eignir Símans. Eitt af yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar er að selja Símann á næstunni. Brynjólfur segir ástæðuna fyrir því að ráðist sé í þessi viðskipti núna þá að stjórnendur vilji hafa virði eignanna sem mest, og virðið muni aukast með þessum aðgerðum. Hann vildi ekki gefa upp kaupverðið en sagði ekki ólíklegt að það yrði gefið upp síðar. Aðspurður að því hver hagur Símans væri að eiga útsendingarrét af útlenskum fótbolta sagði Brynjólfur að fótbolinn væri eftirsótt efni, mikið hefði verið keppt um þetta mál og það kæmi til með að auka útbreiðslu á neti Símans og áhuga á því að fá Símann til að dreifa sjónvarpsefni. Aðdragandinn að þessum viðskiptum er um tveir og hálfur mánuður. Brynjólfur segir að þegar Stöð 2 sleit viðræðum við Símann í júnímánuði hafi þurft að ákveða hvernig væri hægt að tryggja gott efni fyrir kerfi Símans og það hefði endað með þessum kaupum. Brynjólfur segir að hann og stjórn Símans hafi tekið ákvörðun um þessi viðskipti, og að fjármálaráðherra sem fer með 99% hlut ríkisins í Símanum hafi hvergi komið þar nærri. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, sem m.a. rekur Stöð 2, ætlar að setja sig í samband við Samkeppnisstofnun á morgun og biðja hana um að athuga hvort það samræmist samkeppnislögum að Síminn noti fé frá öðrum deildum fyrirtækisins til að standa í sjónvarpsrekstri. Guðmundur Sigurðsson hjá Samkeppnisstofnun staðfesti í samtali við fréttastofu í dag, að stofnunin ætlaði að taka viðskipti Símans og Skjás eins til skoðunar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Sjá meira
Forstjóri Símans segir kaupin á sýningarréttinum á ensku knattspyrnunni og fjórðungshlut í Skjá einum vera arðsama fjárfestingu en neitar að upplýsa hversu dýru verði hún hafi verið keypt. Samkeppnisstofnun ætlar að skoða viðskipti Símans og Skjás eins. Sem kunnugt er keypti Síminn fjórðungshlut Skjás eins í fyrradag og sýningarréttinn á enska fótboltanum. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans segir að Síminn hafi yfir afar góðu dreifikerfi að ráða sem fyrirtækið vilji nýta betur. Síminn hafi mikinn áhuga á að dreifa stafrænt fyrir aðrar sjónvarpsstöðvar og að þá komist háhraðasambandið víðar til landsbyggðarinnar. Í þeim tilgangi hefði því verið fest kaup á góðu efni til að dreifa á kerfi Símans. Þetta væri því fyrst og fremst arðsöm fjárfesting oggert til að nýta betur eignir Símans. Eitt af yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar er að selja Símann á næstunni. Brynjólfur segir ástæðuna fyrir því að ráðist sé í þessi viðskipti núna þá að stjórnendur vilji hafa virði eignanna sem mest, og virðið muni aukast með þessum aðgerðum. Hann vildi ekki gefa upp kaupverðið en sagði ekki ólíklegt að það yrði gefið upp síðar. Aðspurður að því hver hagur Símans væri að eiga útsendingarrét af útlenskum fótbolta sagði Brynjólfur að fótbolinn væri eftirsótt efni, mikið hefði verið keppt um þetta mál og það kæmi til með að auka útbreiðslu á neti Símans og áhuga á því að fá Símann til að dreifa sjónvarpsefni. Aðdragandinn að þessum viðskiptum er um tveir og hálfur mánuður. Brynjólfur segir að þegar Stöð 2 sleit viðræðum við Símann í júnímánuði hafi þurft að ákveða hvernig væri hægt að tryggja gott efni fyrir kerfi Símans og það hefði endað með þessum kaupum. Brynjólfur segir að hann og stjórn Símans hafi tekið ákvörðun um þessi viðskipti, og að fjármálaráðherra sem fer með 99% hlut ríkisins í Símanum hafi hvergi komið þar nærri. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, sem m.a. rekur Stöð 2, ætlar að setja sig í samband við Samkeppnisstofnun á morgun og biðja hana um að athuga hvort það samræmist samkeppnislögum að Síminn noti fé frá öðrum deildum fyrirtækisins til að standa í sjónvarpsrekstri. Guðmundur Sigurðsson hjá Samkeppnisstofnun staðfesti í samtali við fréttastofu í dag, að stofnunin ætlaði að taka viðskipti Símans og Skjás eins til skoðunar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Sjá meira