Hönnun í kartöflugeymslu 6. september 2004 00:01 "Byggingin myndi ekki haggast í sprengingu enda er þetta upphaflega sprengjugeymsla úr heimsstyrjöldinni síðari" segir Kristinn Brynjólfsson innanhússarkitekt um gömlu kartöflugeymslurnar við Rafstöðvarveg í Reykjavík. "Veggirnir eru hnausþykkir og fær fátt stjakað við þeim enda er byggingarefnið járnbent steinsteypa," segir Kristinn. Sjö sjálfstæðar einingar mynda bygginguna sem er samanlagt um 1500 fermetrar og er heildarþyngd stálsins rúmlega 254 þúsund kíló. Þykkt bárað stálbogavirki liggur ofan á veggjunum sem fest er saman með yfir 36.000 öflugum stálboltum. "Sambærileg efnisnotkun á sér varla hliðstæðu nú á tímum," segir Kristinn um þessa merku byggingu sem á sér sérstaka sögu og fór frá því að hýsa sprengjur í að geyma kartöflur borgarbúa. "Bandaríkjamenn settu hana upp í Hvalfirðinum en eftir stríð var hún öll tekin í sundur alveg til minnstu skrúfu og flutt í heild sinni á núverandi stað. Upp frá því gegndi hún hlutverki kartöflugeymslu í áratugi, en hingað kom fólk á hverju hausti með uppskeruna og geymdi yfir veturinn," segir Kristinn sem heillaðist af sérstöðu byggingarinnar og ætlar henni nú nýtt hlutverk og með því heldur sérstök saga hennar áfram. "Hér á að rísa hönnunar- og listamiðstöð með lifandi og skapandi umhverfi, þar sem haft er að leiðarljósi að starfsemin í húsunum styðji hver aðra," segir Kristinn sem sjálfur ætlar að reka verslunina Desform í húsinu þar sem hann selur eigin hönnun og framleiðslu á sófum. "Breytingar verða gerðar á útliti og umhverfi byggingarinnar sem mun gera hana að aðlaðandi stað til að heimsækja. Mikill metnaður er lagður í listrænar útfærslur húss og lóðar þar sem sérstaðan verður dregin fram með vönduðum frágangi sem myndar andstæður við grófleikann sem fyrir er," segir Kristinn sem áætlar að starfsemin verði komin í gang í apríl á næsta ári. "Hér verða ekki lengur geymdar neinar sprengjur en ég get lofað að samt sem áður verður mikil dýnamík í húsinu," segir Kristinn. Hús og heimili Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingi Bauer og VÆB menn reyndu að semja sumarsmell á staðnum Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Sjá meira
"Byggingin myndi ekki haggast í sprengingu enda er þetta upphaflega sprengjugeymsla úr heimsstyrjöldinni síðari" segir Kristinn Brynjólfsson innanhússarkitekt um gömlu kartöflugeymslurnar við Rafstöðvarveg í Reykjavík. "Veggirnir eru hnausþykkir og fær fátt stjakað við þeim enda er byggingarefnið járnbent steinsteypa," segir Kristinn. Sjö sjálfstæðar einingar mynda bygginguna sem er samanlagt um 1500 fermetrar og er heildarþyngd stálsins rúmlega 254 þúsund kíló. Þykkt bárað stálbogavirki liggur ofan á veggjunum sem fest er saman með yfir 36.000 öflugum stálboltum. "Sambærileg efnisnotkun á sér varla hliðstæðu nú á tímum," segir Kristinn um þessa merku byggingu sem á sér sérstaka sögu og fór frá því að hýsa sprengjur í að geyma kartöflur borgarbúa. "Bandaríkjamenn settu hana upp í Hvalfirðinum en eftir stríð var hún öll tekin í sundur alveg til minnstu skrúfu og flutt í heild sinni á núverandi stað. Upp frá því gegndi hún hlutverki kartöflugeymslu í áratugi, en hingað kom fólk á hverju hausti með uppskeruna og geymdi yfir veturinn," segir Kristinn sem heillaðist af sérstöðu byggingarinnar og ætlar henni nú nýtt hlutverk og með því heldur sérstök saga hennar áfram. "Hér á að rísa hönnunar- og listamiðstöð með lifandi og skapandi umhverfi, þar sem haft er að leiðarljósi að starfsemin í húsunum styðji hver aðra," segir Kristinn sem sjálfur ætlar að reka verslunina Desform í húsinu þar sem hann selur eigin hönnun og framleiðslu á sófum. "Breytingar verða gerðar á útliti og umhverfi byggingarinnar sem mun gera hana að aðlaðandi stað til að heimsækja. Mikill metnaður er lagður í listrænar útfærslur húss og lóðar þar sem sérstaðan verður dregin fram með vönduðum frágangi sem myndar andstæður við grófleikann sem fyrir er," segir Kristinn sem áætlar að starfsemin verði komin í gang í apríl á næsta ári. "Hér verða ekki lengur geymdar neinar sprengjur en ég get lofað að samt sem áður verður mikil dýnamík í húsinu," segir Kristinn.
Hús og heimili Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingi Bauer og VÆB menn reyndu að semja sumarsmell á staðnum Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið