Samkeppnisyfirvöld skoða kaupin 7. september 2004 00:01 Samkeppnisyfirvöld skoða nú kaup Símans á sýningarrétti enska boltans og fjórðungshlut í Skjá einum. Stöð tvö ítrekaði í gær tveggja ára gamla kvörtun sína til samkeppnisyfirvalda vegna breiðvarps Símans. Samkeppnisráð tók ákvörðun árið 1998 í svokölluðu breiðvarpsmáli. Þá var mælt fyrir um fjárhagslegan aðskilnað breiðvarpsins og annarar starfsemi Landssímans. Stöð 2 kvartaði hins vegar fyrir tveimur árum yfir því að aðskilnaðurinn væri ekki augljós. Rannsókn fór í gang en í millitíðinni tók Samkeppnisráð ákvörðun um að forgangsraða verkefnum stofnunarinnar vegna anna; olíumálin og fleiri stór mál voru sett á oddinn. Öðrum var tilkynnt um að talsverð bið yrði á afgreiðslu þeirra mála. Þar á meðal var Stöð 2. Í gær ítrekaði Stöð 2 kvörtun sína vegna fyrra málsins með hliðsjón af kaupum Landssímans á hlut í Skjá einum og enska boltanum. Samkeppnisyfirvöld eru einnig að skoða samrunann að eigin frumkvæði og þá með hliðsjón af samrunaákvæði samkeppnislaga. Landssíminn hefur óskað eftir fundi með stofnuninni á fimmtudag til að ræða markmið kaupanna og viðhorf fyrirtækisins. Guðmundur Sigurðsson hjá Samkeppnisstofnun segir að reynt verði að leggja mat á það hvort þetta sé samruni í skilningi samrunaákvæðis samkeppnislaga. Ef um það er að ræða samkvæmt lögunum verður lagt mat á hvort þetta hafi samþjöppun í för með sér á þeim mörkuðum þar sem áhrifanna gætir, og hvort samþjöppunin kunni að vera skaðleg fyrir samkeppnina. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Samkeppnisyfirvöld skoða nú kaup Símans á sýningarrétti enska boltans og fjórðungshlut í Skjá einum. Stöð tvö ítrekaði í gær tveggja ára gamla kvörtun sína til samkeppnisyfirvalda vegna breiðvarps Símans. Samkeppnisráð tók ákvörðun árið 1998 í svokölluðu breiðvarpsmáli. Þá var mælt fyrir um fjárhagslegan aðskilnað breiðvarpsins og annarar starfsemi Landssímans. Stöð 2 kvartaði hins vegar fyrir tveimur árum yfir því að aðskilnaðurinn væri ekki augljós. Rannsókn fór í gang en í millitíðinni tók Samkeppnisráð ákvörðun um að forgangsraða verkefnum stofnunarinnar vegna anna; olíumálin og fleiri stór mál voru sett á oddinn. Öðrum var tilkynnt um að talsverð bið yrði á afgreiðslu þeirra mála. Þar á meðal var Stöð 2. Í gær ítrekaði Stöð 2 kvörtun sína vegna fyrra málsins með hliðsjón af kaupum Landssímans á hlut í Skjá einum og enska boltanum. Samkeppnisyfirvöld eru einnig að skoða samrunann að eigin frumkvæði og þá með hliðsjón af samrunaákvæði samkeppnislaga. Landssíminn hefur óskað eftir fundi með stofnuninni á fimmtudag til að ræða markmið kaupanna og viðhorf fyrirtækisins. Guðmundur Sigurðsson hjá Samkeppnisstofnun segir að reynt verði að leggja mat á það hvort þetta sé samruni í skilningi samrunaákvæðis samkeppnislaga. Ef um það er að ræða samkvæmt lögunum verður lagt mat á hvort þetta hafi samþjöppun í för með sér á þeim mörkuðum þar sem áhrifanna gætir, og hvort samþjöppunin kunni að vera skaðleg fyrir samkeppnina.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira