Viðskipti innlent

Samherji kaupir meiri kvóta

Útgerðarfélagið Samherji á Akureyri hefur eignast umþaðbil tuttugu þúsund tonna kvóta í heildarkvóta Evrópusambandsins, eftir kaup í þýskum og breskum útvegsfyrirtækjum í gær fyrir rösklega tvo milljarða króna. Þetta er aðeins fimm þúsund tonna minni kvóti, í þorskígildum talið, en félagið á í íslenska kvótanum, en Samehrji á mestan kvóta allra íslenskra útvegsfyrirtækja hér við land. Samherji á nú í fjórum útgerðarfyrirtækjum í Evrópusambandinu, og þar af á hann eitt þeirra alveg, eftir viðbótarkaup í gær. Þá jók Samherji eignarhlut sinn í Síldarvinnslunni í Neskaupstað í gær um 3,6 prósent, eða upp í liðlega 37 prósent, og greiddi um 260 milljónir króna fyrir og festi kaup á notuðu uppsjávarfiskveiðiskipi frá Hjaltlandi, sem á að leysa Oddeyrina af hólmi. Stjórn Samherja samþykkti öll þessi kaup á fundi sínum í gær. Samherji er þar með orðinn meira en tvöfalt stærri en næst stærsta útvegsfyrirtæki hér á landi, í veiðiheimildum talið, sem er HB-Grandi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×