Viðskipti innlent

Síminn á fund Samkeppnisstofnunar

Forsvarsmenn Landssímans og Samkeppnisstofnunar eiga fund í dag vegna kaupa Landssímans á fjórðungs hlut í Skjá einum. Það voru forsvarsmenn Landssímans sem óskuðu eftir fundinum. Og Vodofone og Norðurljós hafa farið fram á rannsókn Samkeppnisstofnunar á kaupunum og stöðu Landssímans á samkeppnismarkaði í kjölfar þeirra. Fulltrúar fyrirtækisins vilja ekki tjá sig um hvað verði rætt á fundinum, en vænta má að þar verði afstaða Landssímans útskýrð. Í tilkynningu frá Rannveigu Rist, stjórnarformanni Landssímans, segir að á næsta stjórnarfundi fyrirtækisins verði tekin fyrir ósk Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og hluthafa í Landssímanum, um að boðað verði til aukahluthafafundar vegna kaupanna. Hann telur að um verulega stefnubreytingu sé að ræða sem verði að bera undir hluthafa samkvæmt samþykktum félagsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×