Bankarnir brjóta lög 10. september 2004 00:01 Alþýðusamband Íslands segir að bankarnir brjóti lög þegar þeir krefjast gjalds af fólki sem vill greiða íbúðalán sín upp áður en lánstíma lýkur. Þá líkir sambandið því við átthagafjötra að lántakandi verði að vera í viðskiptum við bankann áratugum saman til að halda góðum vöxtum á íbúðalánum sínum. Alþýðusamband Íslands segir jákvætt að íbúðalánakjör færist nær því sem gerist í nágrannalöndum okkar. Fólk verði hins vegar að vega vel og meta kostina sem í boði eru og hafa í huga að það sé alltaf hætta á að kjörin færist í fyrri horf vegna fákeppni á bankamarkaði. Tilvist Íbúðalánasjóðs skipti því sköpum til að veita bönkunum aðhald. ASÍ bendir á tvennt sem það telur orka tvímælis í tilboðum bankanna. Í fyrsta lagi er það uppgreiðslugjaldið sem bankarnir ætla að taka ef lánið er greitt upp áður en lánstíma lýkur. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir sambandið telja það óheimilt með hliðsjón af lögum um neytendalán að bankarnir taki þetta gjald. ASÍ hyggst skrifa bönkunum bréf þess efnis á næstu dögum. Ólafur Darri segir að í kjölfarið komi til greina að leita álits hjá Samkeppnisstofnun og Fjármálaeftirlitinu. Í öðru lagi gerir sambandið athugasemdir við ströng skilyrði um að lántakandinn sé í viðskiptum við bankann. Þessu megi líkja við átthagafjötra sem fólk verður að taka með í reikninginn. Menn séu að taka ákvörðun um að festa sig í allt að fjörutíu ár og og ef þeir vilji færa viðskipti sín fyrir þann tíma, þurfi þeir að sæta því að lánakjörin hækki verulega. Hús og heimili Innlent Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Alþýðusamband Íslands segir að bankarnir brjóti lög þegar þeir krefjast gjalds af fólki sem vill greiða íbúðalán sín upp áður en lánstíma lýkur. Þá líkir sambandið því við átthagafjötra að lántakandi verði að vera í viðskiptum við bankann áratugum saman til að halda góðum vöxtum á íbúðalánum sínum. Alþýðusamband Íslands segir jákvætt að íbúðalánakjör færist nær því sem gerist í nágrannalöndum okkar. Fólk verði hins vegar að vega vel og meta kostina sem í boði eru og hafa í huga að það sé alltaf hætta á að kjörin færist í fyrri horf vegna fákeppni á bankamarkaði. Tilvist Íbúðalánasjóðs skipti því sköpum til að veita bönkunum aðhald. ASÍ bendir á tvennt sem það telur orka tvímælis í tilboðum bankanna. Í fyrsta lagi er það uppgreiðslugjaldið sem bankarnir ætla að taka ef lánið er greitt upp áður en lánstíma lýkur. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir sambandið telja það óheimilt með hliðsjón af lögum um neytendalán að bankarnir taki þetta gjald. ASÍ hyggst skrifa bönkunum bréf þess efnis á næstu dögum. Ólafur Darri segir að í kjölfarið komi til greina að leita álits hjá Samkeppnisstofnun og Fjármálaeftirlitinu. Í öðru lagi gerir sambandið athugasemdir við ströng skilyrði um að lántakandinn sé í viðskiptum við bankann. Þessu megi líkja við átthagafjötra sem fólk verður að taka með í reikninginn. Menn séu að taka ákvörðun um að festa sig í allt að fjörutíu ár og og ef þeir vilji færa viðskipti sín fyrir þann tíma, þurfi þeir að sæta því að lánakjörin hækki verulega.
Hús og heimili Innlent Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira