Sekt og ábyrgð 12. september 2004 00:01 Sjónarmið - Hafliði Helgason Hver einasta manneskja glímir við breyskleika í gegnum lífið. Í slíkri glímu þroskast fólk. Þessi glíma er ekki hin sama hjá hverjum og einum. Sumir glíma við stærri bresti meðan aðrir takast á við minniháttar ósiði sem þó getur reynst erfitt að losa sig við. Fyrrum aðalgjaldkeri Símans tjáði sig um dóm yfir sér og félögum sínum í grein í Fréttablaðinu í gær. Hann hefur mátt þola mikinn harm vegna gjörða sinna. Afstaða hans til eigin brots bendir til heilbrigðrar iðrunar þess sem hefur brotið af sér og lært af misgjörðum sínum. Aðalgjaldkerinn er ósáttur við dóma sem félagar hans fengu fyrir aðild að brotunum. Þeim dómum hefur verið áfrýjað og því ekkert fullyrt um endanlega niðurstöðu þeirra hlutar í 250 milljón króna fjárdrætti gjaldkerans. Grein aðalgjaldkerans vekur hins vegar upp margar og þarfar spurningar um sekt og ábyrgð. Vanræksla er fullgilt réttarfarshugtak. Meistaranum sem tekur að sér húsbyggingu ber að ganga úr skugga um að rétt sé byggt. Þar er ekki hægt að skýla sér á bak við vanþekkingu. Þekkingin er forsenda þess að taka að sér verkið. Sama gildir um framkvæmdastjóra og stjórnarmenn fyrirtækja. Þeim ber að hafa ákveðna þekkingu og fínum titlum og háum launum fylgir einnig ábyrgð og eftirlitsskylda. Í dómi héraðsdóms yfir meintum vitorðsmönnum er enda sagt að þeim hafi mátt vera ljóst að ekki væri heimild fyrir þeim fjármunum sem runnu til fyrirtækja þeirra. Það er með öðrum orðum skylda þess sem tekur að sér framkvæmdastjórn að ganga úr skugga um að fjármunir sem falla af himnum ofan séu heiðarlega fengnir. Undan þeirri ábyrgð eiga menn ekki að skorast. Það er hins vegar skiljanlegt að aðalgjaldkerinn fyrrverandi eigi erfitt með að horfa upp á ógæfu annarra af hans völdum. Afstaða hans til eigin brota og vilji hans til að taka á sig ábyrgð af gjörðum annarra er virðingarverð. En hún þarf ekki að vera rétt. Allt eins gæti ábyrgðin af þessari ógæfu legið hjá þeim sem tóku þátt í gleðinni, án þess að spyrna við fótum. Eftirgrennslan þeirra sem tóku við fjármununum hefðu getað stöðvað brotin á fyrstu stigum meðan enn var aftur snúið. Sé sú raunin, þá er gjaldkerinn í iðrun sinni stærri manneskja en þeir sem kannast ekki við hlut sinn og skilja félaga sinn eftir einan með ábyrgðina. Aðalgjaldkerinn telur að umfjöllun fjölmiðla hafi haft áhrif á dómsniðurstöðu. Það eru alvarlegar ásakanir. Dómurinn er vissulega þungur, ekki síst þegar borið er saman við dóma sem lúta að líkamsmeiðingum og sálarmorðum. Í kynferðisbrotamálum er margt sem bendir til þess að gap sé milli almenningsálits og dómstóla. Sá háværi þrýstingur hefur ekki haft teljandi áhrif á slíka dóma. Af því verður ekki ráðið að dómstólar láti undan fjölmiðlum og almenningi við ákvörðun refsinga. Hitt er annað að hvert og eitt okkar hefur þá siðferðisskyldu að auka ekki á þjáningu og böl umfram það sem nauðsynlegt er. Það gildir um fjölmiðla sem og alla aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Hafliði Helgason Hver einasta manneskja glímir við breyskleika í gegnum lífið. Í slíkri glímu þroskast fólk. Þessi glíma er ekki hin sama hjá hverjum og einum. Sumir glíma við stærri bresti meðan aðrir takast á við minniháttar ósiði sem þó getur reynst erfitt að losa sig við. Fyrrum aðalgjaldkeri Símans tjáði sig um dóm yfir sér og félögum sínum í grein í Fréttablaðinu í gær. Hann hefur mátt þola mikinn harm vegna gjörða sinna. Afstaða hans til eigin brots bendir til heilbrigðrar iðrunar þess sem hefur brotið af sér og lært af misgjörðum sínum. Aðalgjaldkerinn er ósáttur við dóma sem félagar hans fengu fyrir aðild að brotunum. Þeim dómum hefur verið áfrýjað og því ekkert fullyrt um endanlega niðurstöðu þeirra hlutar í 250 milljón króna fjárdrætti gjaldkerans. Grein aðalgjaldkerans vekur hins vegar upp margar og þarfar spurningar um sekt og ábyrgð. Vanræksla er fullgilt réttarfarshugtak. Meistaranum sem tekur að sér húsbyggingu ber að ganga úr skugga um að rétt sé byggt. Þar er ekki hægt að skýla sér á bak við vanþekkingu. Þekkingin er forsenda þess að taka að sér verkið. Sama gildir um framkvæmdastjóra og stjórnarmenn fyrirtækja. Þeim ber að hafa ákveðna þekkingu og fínum titlum og háum launum fylgir einnig ábyrgð og eftirlitsskylda. Í dómi héraðsdóms yfir meintum vitorðsmönnum er enda sagt að þeim hafi mátt vera ljóst að ekki væri heimild fyrir þeim fjármunum sem runnu til fyrirtækja þeirra. Það er með öðrum orðum skylda þess sem tekur að sér framkvæmdastjórn að ganga úr skugga um að fjármunir sem falla af himnum ofan séu heiðarlega fengnir. Undan þeirri ábyrgð eiga menn ekki að skorast. Það er hins vegar skiljanlegt að aðalgjaldkerinn fyrrverandi eigi erfitt með að horfa upp á ógæfu annarra af hans völdum. Afstaða hans til eigin brota og vilji hans til að taka á sig ábyrgð af gjörðum annarra er virðingarverð. En hún þarf ekki að vera rétt. Allt eins gæti ábyrgðin af þessari ógæfu legið hjá þeim sem tóku þátt í gleðinni, án þess að spyrna við fótum. Eftirgrennslan þeirra sem tóku við fjármununum hefðu getað stöðvað brotin á fyrstu stigum meðan enn var aftur snúið. Sé sú raunin, þá er gjaldkerinn í iðrun sinni stærri manneskja en þeir sem kannast ekki við hlut sinn og skilja félaga sinn eftir einan með ábyrgðina. Aðalgjaldkerinn telur að umfjöllun fjölmiðla hafi haft áhrif á dómsniðurstöðu. Það eru alvarlegar ásakanir. Dómurinn er vissulega þungur, ekki síst þegar borið er saman við dóma sem lúta að líkamsmeiðingum og sálarmorðum. Í kynferðisbrotamálum er margt sem bendir til þess að gap sé milli almenningsálits og dómstóla. Sá háværi þrýstingur hefur ekki haft teljandi áhrif á slíka dóma. Af því verður ekki ráðið að dómstólar láti undan fjölmiðlum og almenningi við ákvörðun refsinga. Hitt er annað að hvert og eitt okkar hefur þá siðferðisskyldu að auka ekki á þjáningu og böl umfram það sem nauðsynlegt er. Það gildir um fjölmiðla sem og alla aðra.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun