Skoðun

Munum eftir bar­áttu kvenna alltaf og alls staðar

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þær ruddu brautina og sýndu fram á alvöru hugtaksins jafnrétti með því að taka til óspilltra málanna, halda ráðstefnu og skipuleggja kvennfrí eða kvennaverkfall eins og það var í raun.

Skoðun

Að klúðra með stæl í til­efni alþjóð­lega Mis­taka­dagsins

Ingrid Kuhlman skrifar

Ég mætti einu sinni á Teams-fund, tímanlega, með kaffi og allt, nema hvað, ég var í náttsloppnum. Myndavélin var á og ég fattaði það ekki fyrr en eftir ágætis samtal um starfsánægju. Þegar svona gerist er fyrsta hugsunin sjaldnast: „Þetta var góð reynsla“ heldur frekar „Getur jörðin vinsamlegast gleypt mig?“

Skoðun

Kvartað yfir er­lendum aðilum?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fróðlegt var að lesa grein Andrésar Péturssonar, fyrrverandi formanns Evrópusamtakanna, á Vísi fyrir helgi þar sem hann kvartaði sáran yfir því að „erlendir aðilar“ fengju að „vaða hér upp í fjölmiðlum gagnrýnislaust“ og fara með staðlausa stafi eins og hann orðaði það.

Skoðun

Þegar skynjun ráð­herra verður að lögum

Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Þrátt fyrir að sjávarútvegur hafi verið grunnatvinnuvegur þjóðarinnar um langt skeið er gangverkið þar ekki með öllum auðskilið. Það á sér eðlilegar skýringar og þeirra má leita í breyttri þjóðfélagsgerð; fólk hefur einfaldlega minni tengingu við atvinnugreinina en áður.

Skoðun

Frá torfkofum til tæki­færa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Pólitík er vettvangur hugmynda. Þegar ég hlusta á þá sem segja að hlutverk stjórnmálafólks sé fyrst og fremst að setja súrefnisgrímuna á okkur sem þjóð og láta aðra liggja milli hluta, skynja ég skammsýni og ótta. Og kannski líka ákveðna tækifærismennsku. Þrátt fyrir hávær orð hef ég ekki heyrt hvaða hugmyndir þessi sömu öfl hafa um áframhaldandi vöxt Íslands. Þeim virðist meira í mun að skapa andrúmsloft þar sem velgengni eins er á kostnað annars. En það er ekki þannig.

Skoðun

Rétt­hafar fram­tíðarinnar

Erna Mist skrifar

Á tímum margmiðlunar rennur fjölmiðlaumhverfið, hið pólitíska landslag og afþreyingariðnaðurinn saman í eitt. Hitamálin, hagsmunaágreiningarnir og hugtakaslagirnir spretta æ sjaldnar upp úr tilfinnanlegum veruleika og oftar upp úr hreinræktuðum smellibeitubisness, þar sem vettvangur manna stækkar eftir því sem viðrögðin sem þeir vekja ýkjast. Ný tegund af pólitíkusum koma fram á sjónarsviðið; þeir sem eru ekki bara stjórnmálamenn heldur hugmyndafræðilegir viðskiptamenn í hagkerfi athyglinnar.

Skoðun

Er ís­lenskt sam­fé­lag barnvænt?

Salvör Nordal skrifar

Á síðustu mánuðum hafa ítrekað borist fréttir um þann mikla vanda sem ríkir í málefnum barna. Um nokkurn tíma hefur ríkt neyðarástand í barnaverndarmálum, barnaverndartilkynningum fjölgar, og líkt og komið hefur fram í fréttum undanfarið hafa foreldrar í einhverjum tilvikum farið með börn sín til útlanda til að nálgast sérhæfða meðferð.

Skoðun

Á­kall til for­sætis­ráð­herra - konur í skugga heil­brigðis­kerfisins

Auður Gestsdóttir skrifar

Sjúkratryggingar Íslands ákváðu nýverið að stöðva niðurgreiðslu á vökvagjöfum við POTS með þeim rökum að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða. Þrátt fyrir ítrekað ákall til Ölmu Möller heilbrigðisráðherra hefur hún tekið skýra afstöðu með ákvörðuninni og bregst með því pólitískri ábyrgð sinni gagnvart hópi sem þegar stendur höllum fæti innan heilbrigðiskerfisins.

Skoðun

Fálmandi í myrkrinu?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Eins og flestir sem fylgjast með fréttum vita, þá var nýlega tekið margfrægt viðtal við núverandi (og nýjan) menntamálaráðherra, Guðmund Inga Kristinsson, um nýjar hugmyndir um nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskólakerfið. Á Ísland eru nú 27 ríkisreknir framhaldsskólar, en umrætt viðtal var á RÚV, í Kastljósinu. 

Skoðun

Milljarðar af al­manna­fé í rekstur Fjöl­skyldu- og húsdýragarðsins

Friðjón R. Friðjónsson skrifar

Bein framlög borgarbúa til reksturs Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa numið rúmum 3,6 milljörðum síðustu tíu árin, núvirt. Núvirt framlag Reykvíkinga til garðsins stefnir í tæpa 7 milljarða frá aldamótum. Það getur ekki þótt góð nýting fjármuna borgarbúa að rekstur garðsins sé með svo miklum halla að það hlaupi á hundruðum milljóna ár hvert.

Skoðun

Göngu­deild gigtar - með þér í liði!

Pétur Jónsson skrifar

Gigtarsjúkdómar eru margvíslegir og oft flóknir og geta herjað á fólk á öllum aldri, jafnt fullorðna sem börn. Þeir algengustu valda mestum einkennum frá stoðkerfi á meðan aðrir sjaldgæfari ráðast meira á húð og innri líffæri.

Skoðun

Börn og steinefnadrykkir: Yfir­lýsing frá næringarfræðingum

Hópur næringarfræðinga skrifar

Flest getum við verið sammála um að allri markaðssetningu sem snýr að börnum þurfi að fylgjast vandlega með, þá sérstaklega þegar um er að ræða fæðubótarefni. Undanfarið hefur steinefnadrykkur ætlaður börnum verið áberandi á samfélagsmiðlum, þar sem jafnvel börn eru nýtt til þess að auglýsa vöruna af hálfu áhrifavalda. 

Skoðun

Fá­menn sveitar­fé­lög eru öflug og vel rekin sveitar­fé­lög

Haraldur Þór Jónsson skrifar

Í Bændablaðinu þann 9. október 2025 er grein eftir Innviðaráðherra undir fyrirsögninni “Stærri og öflugri sveitarfélög”. Þar segir Innviðaráðherra orðrétt í inngangi greinarinnar: “Við viljum öll búa í samfélagi þar sem grunnstoðirnar eru sterkar, þar sem börnin okkar ganga í góða skóla, samgöngur eru greiðar og stjórnsýsla skilvirk og þjónustar íbúum sínum. Þetta er forsenda fyrir jöfnum búsetuskilyrðum og jákvæðri byggðaþróun um land allt.“

Skoðun

Margar ís­lenskur

Sigurjón Njarðarson skrifar

Ég tilheyri því örbroti mannkyns sem hef íslensku að móðurmáli. Það er út af fyrir sig stórmerkilegt og ekki síst bara soldið skemmtilegt. Við sem tilheyrum þessu örbroti erum flest, held ég, nokkuð montin af þessari sérstöðu okkar og finnst mikilvægt að leggja rækt við málið. Jafnvel þótt að stundum sé það óttalegt bras, rándýrt og frekar óhagkvæmt stundum.

Skoðun

Er Vega­gerðin við völd á Ís­landi?

Gauti Kristmannsson og Lilja S. Jónsdóttir skrifa

Sumum kynni að finnast þetta vera furðuleg spurning, við erum jú með Alþingi og ríkisstjórn í umboði þess og borgarstjórn í Reykjavík og sveitarstjórnir um allt land. En Vegagerðin var að senda frá sér litla fréttatilkynningu á vef sínum með sinni eigin spurningu: „Sundabraut: Brú eða göng?“ 

Skoðun

Frá lög­reglunni yfir á geð­deildina

Sigurður Árni Reynisson skrifar

Það er ákveðin þversögn í íslensku samfélagi sem við ræðum sjaldan af fullri hreinskilni. Við tölum mikið um löggæslu og heilbrigðiskerfi, en í raun mætast þessar tvær stoðir samfélagsins mjög oft á sama stað í sömu aðstæðum og er birtingarmyndin jafnan manneskjur sem hafa misst tökin á eigin lífi.

Skoðun

Lukkudagar lífsins

Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar

„Ef ég fengi að gera eitthvað skemmtilegt í kvöld, þá myndi ég fara út í göngutúr með regnhlíf og teyga að mér birkiilminn og gróðurinn.“

Skoðun

Heims­veldið má vera evrópskt

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tveir fyrrverandi þingmenn á þingi Evrópusambandsins heimsóttu Ísland nýverið. Boðskapur annars þeirra, Guys Verhofstadt, var að Ísland ætti að ganga í sambandið sem aftur ætti að verða að heimsveldi. Hinn, Daniel Hannan, taldi það ekki fýslegt fyrir land og þjóð

Skoðun

Lax­ness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ!

Helgi Sæmundur Helgason skrifar

Í tilefni umræðu síðustu daga um veika stöðu verka Halldórs Laxness og Íslendingasagna í framhaldsskólum langar mig fyrir hönd íslenskudeildar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla að koma nokkrum atriðum á framfæri.

Skoðun

Hvað á Sel­foss sam­eigin­legt með Róm, Ber­lín, Prag og París?

Axel Sigurðsson skrifar

Allar þessar borgir eru árborgir – byggðar við S-laga hlykkju við ár. Vatnið tengir saman fólk, skapar líf og hefur frá öndverðu verið grunnur að samfélögum. Selfoss er okkar árborg – og hún er á hraðri siglingu inn í framtíðina. En Árborg er meira en Selfoss. 

Skoðun

„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sann­gjarnara og stöðugra leikskólastarfi

Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Það er fátt sem skiptir foreldra ungra barna meira máli en vita að börnin þeirra séu örugg og þeim vel sinnt í góðu faglegu umhverfi á leikskóla. Nýlega samþykkti borgarráð drög að tillögum til umbóta á náms- og starfsumhverfi leikskóla ásamt því að hefja víðtækt samráðsferli við foreldra, starfsfólk og leikskólastjóra.

Skoðun

Eflum geð­heilsu alla daga

Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Í dag er 10. október, alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur. Mér verður hugsað um 30 ár tilbaka, þegar við héldum fyrst upp á þennan dag.

Skoðun

Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast?

Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Alþjóðlegi gigtardagurinn er sunnudaginn 12. október. Slagorðið í ár er „Láttu drauma þína rætast“ (Achieve Your Dreams), sem hvetur okkur öll til að skapa tækifæri fyrir öll til að fylgja draumum sínum, óháð heilsufarslegum hindrunum. Í tengslum við þennan dag, 9. október 1976 eða fyrir 49 árum, var Gigtarfélag Íslands stofnað.

Skoðun

Drif­kraftur bata – Alþjóð­legi geðheil­brigðis­dagurinn

Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar

Aðgengi að opinberri geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi þarf að vera meira. Í dag, á Alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi, stöndum við frammi fyrir þeirri einföldu en erfiðu staðreynd að kerfið okkar nær ekki utan um fjölbreytileikann sem raunverulega þarf.

Skoðun

Lordinn lýgur!

Andrés Pétursson skrifar

Það er mjög eðilegt að skiptar skoðanir séu á því hvort Íslandi væri betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Það er líka eðlilegt að hreinskilin umræða fari fram um hvers konar samningur sé í boði ákveði Íslendingar að ganga til viðræðna við sambandið. Það er hins vegar ekki eðlilegt að erlendir aðilar fái að vaða hér upp í fjölmiðlum gagnrýnislaust og farið með staðlausa stafi um hvers konar samningur sé í boði.

Skoðun