Engar kvaðir vegna dreifikerfisins 12. september 2004 00:01 Gríðarlega kostnaðarsamt yrði fyrir Landssímann að byggja upp dreifikerfi vegna GSM og gagnaflutninga um allt land. Rannveig Rist, stjórnarformaður Landssímans, segir kostnaðinn hlaupa á mörgum milljörðum króna og að engar slíkar kvaðir séu á fyrirtækinu í dag. Evróputilskipanir leyfa ekki að símafyrirtækjum séu sett slík skilyrði. Þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra þann 15. september breytist forystan í einkavæðingarnefnd og framsóknarmenn taka við. Þegar síðast var reynt að selja Símann stóð til að selja allt grunnnetið en nú gæti það breyst enda eru framsóknarmenn ekki á eitt sáttir um það. Margir framsóknarmenn eru ósáttir við að fyrirtækið verði selt án þess að lokið sé við uppbyggingu dreifikerfisins og segja að það hafi í raun verið skilyrði fyrir einkavæðingunni. Þar er margt undir, meðal annars GSM-kerfið, ADSL, ISDN og ljósleiðari. Uppbygging slíks kerfis um allt land myndi kosta marga milljarða. Rannveig Rist stjórnarformaður segir að sala Símans sé alfarið á könnu einkavæðinganefndar en hún segir það fyrst og fremst pólitíska ákvörðun hvort leggja eigi allt dreifikerfið á staði þar sem það svarar ekki kostnaði. Engar slíkar kvaðir séu á fyrirtækinu í dag nema hvað varðar venjulega heimilissíma og gagnaflutninga innan ákveðinna marka, en það sé svo gott sem uppfyllt eða 99,6 prósent. Hún segir Landssímann þó vinna stöðugt að því að bæta kerfið. Þar séu þó engin tímamörk. Nefnd á vegum samgönguráðherra og Fjarskiptastofnunar vinnur að því meðal annars að reikna út hvaða kostnaður yrði því samfara að leggja grunnnetið um allt land. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu heimila tilskipanir frá Evrópusambandinu ekki að setja svokallaðar alþjónustukvaðir á símafyrirtæki sem ná yfir alla gagnaflutninga og GSM-kerfið. Ríkið getur því ekki sett slíkar kvaðir heldur einungis beitt áhrifum sínum sem hluthafi. Samkvæmt því getur ríkið ekki látið slíkar kvaðir fylgja fyrirtækinu til nýs eiganda. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Gríðarlega kostnaðarsamt yrði fyrir Landssímann að byggja upp dreifikerfi vegna GSM og gagnaflutninga um allt land. Rannveig Rist, stjórnarformaður Landssímans, segir kostnaðinn hlaupa á mörgum milljörðum króna og að engar slíkar kvaðir séu á fyrirtækinu í dag. Evróputilskipanir leyfa ekki að símafyrirtækjum séu sett slík skilyrði. Þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra þann 15. september breytist forystan í einkavæðingarnefnd og framsóknarmenn taka við. Þegar síðast var reynt að selja Símann stóð til að selja allt grunnnetið en nú gæti það breyst enda eru framsóknarmenn ekki á eitt sáttir um það. Margir framsóknarmenn eru ósáttir við að fyrirtækið verði selt án þess að lokið sé við uppbyggingu dreifikerfisins og segja að það hafi í raun verið skilyrði fyrir einkavæðingunni. Þar er margt undir, meðal annars GSM-kerfið, ADSL, ISDN og ljósleiðari. Uppbygging slíks kerfis um allt land myndi kosta marga milljarða. Rannveig Rist stjórnarformaður segir að sala Símans sé alfarið á könnu einkavæðinganefndar en hún segir það fyrst og fremst pólitíska ákvörðun hvort leggja eigi allt dreifikerfið á staði þar sem það svarar ekki kostnaði. Engar slíkar kvaðir séu á fyrirtækinu í dag nema hvað varðar venjulega heimilissíma og gagnaflutninga innan ákveðinna marka, en það sé svo gott sem uppfyllt eða 99,6 prósent. Hún segir Landssímann þó vinna stöðugt að því að bæta kerfið. Þar séu þó engin tímamörk. Nefnd á vegum samgönguráðherra og Fjarskiptastofnunar vinnur að því meðal annars að reikna út hvaða kostnaður yrði því samfara að leggja grunnnetið um allt land. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu heimila tilskipanir frá Evrópusambandinu ekki að setja svokallaðar alþjónustukvaðir á símafyrirtæki sem ná yfir alla gagnaflutninga og GSM-kerfið. Ríkið getur því ekki sett slíkar kvaðir heldur einungis beitt áhrifum sínum sem hluthafi. Samkvæmt því getur ríkið ekki látið slíkar kvaðir fylgja fyrirtækinu til nýs eiganda.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira