Ameríski draumurinn á Íslandi 13. september 2004 00:01 Kenneth Peterson kom fyrst til Íslands haustið 1995 eftir að hafa hitt fulltrúa iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins á ráðstefnu í Bandaríkjunum um álmál. Voru honum kynntir möguleikarnir á byggingu álvers á Grundartanga en leit hafði staðið um skeið að áhugasömum fjárfestum. Hlutirnir gengu hratt fyrir sig, einu og hálfu ári síðar var fyrsta skóflustungan tekin og straumi var hleypt á kerin sumarið 1998. Tæpum sex árum síðar seldi Peterson álverið til bandaríska álfyrirtækisins Century Aluminum. Menn úr viðskiptalífinu bera honum vel söguna og segja gott að eiga við hann viðskipti. Hann er áhugasamur um land og þjóð og hefur ferðast með fjölskyldu sinni um Ísland. Peterson hefur að undanförnu dregið sig smátt og smátt út úr álheimum og fært sig í ríkari mæli yfir í veröld fjarskiptanna. Glöggur og skjótur til ákvarðana Kenneth Peterson er rétt rúmlega fimmtugur lögfræðingur. Hann nam lög við Willamette-lagaháskólann í Salem í Oregon-ríki í Bandaríkjunum og rak lögmannsstofu fyrstu árin eftir útskrift. Afskipti hans af álbræðslu hófust 1987 þegar hann keypti álver í Washington-ríki en rekstur þess hafði verið brösóttur og lokun blasti við. Peterson tókst að koma rekstrinum á réttan kjöl og í framhaldinu keypti hann eða stofnsetti nokkur málmvinnslufyrirtæki í fjórum ríkjum Bandaríkjanna. Um miðjan síðasta áratug afréð Peterson að reisa sér nýtt álver og stóð valið lengst af á milli Íslands og Venesúela. Nokkur atriði réðu því að Ísland varð fyrir valinu. Hagstætt umhverfi og festa í þjóðfélaginu höfðu mikið að segja en ekki síður sú staðreynd að íslensk stjórnvöld voru einkar áhugasöm um verkefnið og skjót til ákvarðana. Finnur Ingólfsson, sem var iðnaðar- og viðskiptaráðherra á þessum tíma, ber Peterson vel söguna. Segir hann glöggan og vinna hratt og vel. "Það var allt öðru vísi að tala við hann en aðra sem við höfðum kynnst áður. Þetta gekk mjög hratt og við lögðum okkur fram um að vinna og hugsa eins og hann." Það var annars forvitnilegt að fylgjast með fréttum af samningaviðræðunum á sínum tíma og á þeim mátti glögglega sjá að bönd Finns og Petersons styrktust með hverjum fundinum. Í upphafi nefndi Finnur hann jafnan fullu nafni en þegar leið á viðræðurnar talaði hann um Kenneth. Undir það síðasta lét ráðherra nægja að kalla viðsemjanda sinn Ken og þegar svo var komið mátti öllum vera ljóst að málið var í höfn. Þessi kraftmikli og snaggaralegi kaupsýslumaður hefur skipt um kúrs í viðskiptum. Áður áttu álframleiðsla og tengdar greinar hug hans allan en fjarskiptin hafa náð yfirhöndinni. Eignir hans á álmarkaði eru því sem næst hverfandi en umsvifin í síma- og annarri fjarskiptaþjónustu talsverð. Á hann hluti í félögum sem starfa beggja vegna Atlantsála og raunar í Ástralíu líka, auk sæstrengs sem liggur milli Bandaríkjanna og Bretlands. Hugsar um hagnaðinn Sala Petersons á álverinu á Grundartanga fyrr á þessu ári kom Finni Ingólfssyni ekki á óvart. "Það kom oft upp í samningaviðræðunum að hann myndi ekki eiga álverið um aldur og ævi. Þetta var fjárfesting og hann hugsar fyrst og fremst um að græða peninga. Þarna sá hann gott tækifæri og greip það." Það kom Finni heldur ekki á óvart þegar Peterson festi fé í fjarskiptafyrirtækinu Halló. "Honum fannst mjög gott að starfa í íslensku viðskiptaumhverfi og ég áttaði mig fljótlega á að vel gæti verið að hann tæki þátt í fleiri verkefnum en álverinu." Peterson keypti stóran hlut í símafélaginu Halló - Frjáls fjarskipti fyrir sléttum fjórum árum og voru þá uppi áform um umsvif á erlendri grundu. Af þeim varð ekki en félagið sameinaðist nokkru síðar Íslandssíma, sem enn síðar sameinaðist Tali og úr varð Og Vodafone. Norðurljós, móðurfélag Fréttar ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins, keyptu hlut Petersons í Og Vodafone á föstudag fyrir rúma fimm milljarða. Þá var hermt að hann hefði hagnast um fimm milljarða við sölu álversins í vor. Má því segja að hann sé með fullar hendur fjár. Bjarni Þorvarðarson starfar hjá fyrirtæki Petersons en þeirra leiðir lágu fyrst saman þegar unnið var að fjármögnun Norðuráls. Vann Bjarni þá hjá FBA, sem kom að verkinu. Síðar veitti hann fjárfestingarsjóðnum Talentu forstöðu og í gegnum þau störf hitti hann Peterson á ný, þá vegna viðskipta með hlutabréf í Halló - Frjálsum fjarskiptum. Fór svo að Bjarni réðist til fyrirtækis Petersons. Í ljósi þess að stefnan á þeim bænum er að fjárfesta í verkefnum og fyrirtækjum á sviði fjarskipta verður að telja harla ólíklegt að Kenneth Peterson láti að sér kveða á Íslandi á næstunni. "Það gefur auga leið að fjárfestingartækifærin á íslenska fjarskiptamarkaðnum eru afar takmörkuð," segir Bjarni Þorvarðarson. "Hér eru tvö stór og öflug fyrirtæki. Við áttum í öðru þeirra og höfum því ekki verið að leita að öðrum tækifærum á Íslandi." Sem kunnugt er hyggjast stjórnvöld selja Símann en líkurnar á að Peterson kaupi eru hverfandi. "Það væri skrítið ef við seldum Og Vodafone til að kaupa Símann, sérstaklega á því verði sem nefnt hefur verið. Þá held ég að við hefðum bara haldið í Og Vodafone," segir Bjarni. Þó að flest bendi til að Kenneths sögu Peterson í íslensku viðskiptalífi sé lokið er allt eins víst að áhrifa hans muni áfram gæta hér. Hann hefur borið hróður landsins út um heimsbyggðina og Finnur Ingólfsson veit að á hann er hlustað. "Hann hefur kynnt okkur betur en við sjálf getum gert og það má segja að hann sé sendiherra okkar í leitinni að erlendum fjárfestum." Það er því hugsanlegt að einhverjir útlendingar fjárfesti hér fyrir hans orð í framtíðinni. Viðskipti Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Kenneth Peterson kom fyrst til Íslands haustið 1995 eftir að hafa hitt fulltrúa iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins á ráðstefnu í Bandaríkjunum um álmál. Voru honum kynntir möguleikarnir á byggingu álvers á Grundartanga en leit hafði staðið um skeið að áhugasömum fjárfestum. Hlutirnir gengu hratt fyrir sig, einu og hálfu ári síðar var fyrsta skóflustungan tekin og straumi var hleypt á kerin sumarið 1998. Tæpum sex árum síðar seldi Peterson álverið til bandaríska álfyrirtækisins Century Aluminum. Menn úr viðskiptalífinu bera honum vel söguna og segja gott að eiga við hann viðskipti. Hann er áhugasamur um land og þjóð og hefur ferðast með fjölskyldu sinni um Ísland. Peterson hefur að undanförnu dregið sig smátt og smátt út úr álheimum og fært sig í ríkari mæli yfir í veröld fjarskiptanna. Glöggur og skjótur til ákvarðana Kenneth Peterson er rétt rúmlega fimmtugur lögfræðingur. Hann nam lög við Willamette-lagaháskólann í Salem í Oregon-ríki í Bandaríkjunum og rak lögmannsstofu fyrstu árin eftir útskrift. Afskipti hans af álbræðslu hófust 1987 þegar hann keypti álver í Washington-ríki en rekstur þess hafði verið brösóttur og lokun blasti við. Peterson tókst að koma rekstrinum á réttan kjöl og í framhaldinu keypti hann eða stofnsetti nokkur málmvinnslufyrirtæki í fjórum ríkjum Bandaríkjanna. Um miðjan síðasta áratug afréð Peterson að reisa sér nýtt álver og stóð valið lengst af á milli Íslands og Venesúela. Nokkur atriði réðu því að Ísland varð fyrir valinu. Hagstætt umhverfi og festa í þjóðfélaginu höfðu mikið að segja en ekki síður sú staðreynd að íslensk stjórnvöld voru einkar áhugasöm um verkefnið og skjót til ákvarðana. Finnur Ingólfsson, sem var iðnaðar- og viðskiptaráðherra á þessum tíma, ber Peterson vel söguna. Segir hann glöggan og vinna hratt og vel. "Það var allt öðru vísi að tala við hann en aðra sem við höfðum kynnst áður. Þetta gekk mjög hratt og við lögðum okkur fram um að vinna og hugsa eins og hann." Það var annars forvitnilegt að fylgjast með fréttum af samningaviðræðunum á sínum tíma og á þeim mátti glögglega sjá að bönd Finns og Petersons styrktust með hverjum fundinum. Í upphafi nefndi Finnur hann jafnan fullu nafni en þegar leið á viðræðurnar talaði hann um Kenneth. Undir það síðasta lét ráðherra nægja að kalla viðsemjanda sinn Ken og þegar svo var komið mátti öllum vera ljóst að málið var í höfn. Þessi kraftmikli og snaggaralegi kaupsýslumaður hefur skipt um kúrs í viðskiptum. Áður áttu álframleiðsla og tengdar greinar hug hans allan en fjarskiptin hafa náð yfirhöndinni. Eignir hans á álmarkaði eru því sem næst hverfandi en umsvifin í síma- og annarri fjarskiptaþjónustu talsverð. Á hann hluti í félögum sem starfa beggja vegna Atlantsála og raunar í Ástralíu líka, auk sæstrengs sem liggur milli Bandaríkjanna og Bretlands. Hugsar um hagnaðinn Sala Petersons á álverinu á Grundartanga fyrr á þessu ári kom Finni Ingólfssyni ekki á óvart. "Það kom oft upp í samningaviðræðunum að hann myndi ekki eiga álverið um aldur og ævi. Þetta var fjárfesting og hann hugsar fyrst og fremst um að græða peninga. Þarna sá hann gott tækifæri og greip það." Það kom Finni heldur ekki á óvart þegar Peterson festi fé í fjarskiptafyrirtækinu Halló. "Honum fannst mjög gott að starfa í íslensku viðskiptaumhverfi og ég áttaði mig fljótlega á að vel gæti verið að hann tæki þátt í fleiri verkefnum en álverinu." Peterson keypti stóran hlut í símafélaginu Halló - Frjáls fjarskipti fyrir sléttum fjórum árum og voru þá uppi áform um umsvif á erlendri grundu. Af þeim varð ekki en félagið sameinaðist nokkru síðar Íslandssíma, sem enn síðar sameinaðist Tali og úr varð Og Vodafone. Norðurljós, móðurfélag Fréttar ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins, keyptu hlut Petersons í Og Vodafone á föstudag fyrir rúma fimm milljarða. Þá var hermt að hann hefði hagnast um fimm milljarða við sölu álversins í vor. Má því segja að hann sé með fullar hendur fjár. Bjarni Þorvarðarson starfar hjá fyrirtæki Petersons en þeirra leiðir lágu fyrst saman þegar unnið var að fjármögnun Norðuráls. Vann Bjarni þá hjá FBA, sem kom að verkinu. Síðar veitti hann fjárfestingarsjóðnum Talentu forstöðu og í gegnum þau störf hitti hann Peterson á ný, þá vegna viðskipta með hlutabréf í Halló - Frjálsum fjarskiptum. Fór svo að Bjarni réðist til fyrirtækis Petersons. Í ljósi þess að stefnan á þeim bænum er að fjárfesta í verkefnum og fyrirtækjum á sviði fjarskipta verður að telja harla ólíklegt að Kenneth Peterson láti að sér kveða á Íslandi á næstunni. "Það gefur auga leið að fjárfestingartækifærin á íslenska fjarskiptamarkaðnum eru afar takmörkuð," segir Bjarni Þorvarðarson. "Hér eru tvö stór og öflug fyrirtæki. Við áttum í öðru þeirra og höfum því ekki verið að leita að öðrum tækifærum á Íslandi." Sem kunnugt er hyggjast stjórnvöld selja Símann en líkurnar á að Peterson kaupi eru hverfandi. "Það væri skrítið ef við seldum Og Vodafone til að kaupa Símann, sérstaklega á því verði sem nefnt hefur verið. Þá held ég að við hefðum bara haldið í Og Vodafone," segir Bjarni. Þó að flest bendi til að Kenneths sögu Peterson í íslensku viðskiptalífi sé lokið er allt eins víst að áhrifa hans muni áfram gæta hér. Hann hefur borið hróður landsins út um heimsbyggðina og Finnur Ingólfsson veit að á hann er hlustað. "Hann hefur kynnt okkur betur en við sjálf getum gert og það má segja að hann sé sendiherra okkar í leitinni að erlendum fjárfestum." Það er því hugsanlegt að einhverjir útlendingar fjárfesti hér fyrir hans orð í framtíðinni.
Viðskipti Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira