Fer í Pósthúsið frá Íslandspósti 15. september 2004 00:01 Einar Þorsteinsson er hættur sem forstjóri Íslandspósts, þar sem hann hefur starfað frá stofnun fyrirtækisins. "Ég tókst það verkefni á hendur að breyta póstinum úr ríkisstofnun með tapi í arðbært þjónustufyrirtæki." Íslandspóstur hefur skilað hagnaði tvö undanfarin ár og stefnir á methagnað í ár. Einari fannst því tími kominn til þess að breyta til. "Íslandspóstur er á nokkuð beinni braut og ég er þannig þenkjandi sjálfur að ég held að sem stjórnandi hafi maður sinn tíma á hverjum stað. Maður hættir að vera frjór ef maður er alltaf að fást við sömu verkefnin, þannig að mér fannst tímapunkturinn góður núna." Verkefnið er að byggja upp nýtt dreifingarfyrirtæki sem er í eigu Fréttar ehf., Einars sjálfs og fleiri aðila. "Pósthúsið mun það heita. Ég sé gríðarleg tækifæri á þessum markaði. Menn tala um að bréfið sé að deyja. Ég hef aldrei verið sammála því. Ég sé fyrir mér nýja notkun á bréfinu. Ég lít á fjöldadreifingu, fjölpóst eða hvað menn vilja kalla þetta sem nýja tegund af pósti." Einar segir að utan eignarhalds ríkisins, sem hann telji heftandi, séu miklir möguleikar á samlegð í dreifingu ýmiss konar efnis. Einar segir Íslandspóst hafa verið í samkeppni á ýmsum sviðum, en fyrirtækið hefur enn sem komið er einkarétt á dreifingu bréfa upp að 100 gramma þyngd. "Þessi réttur mun fara. Evrópusambandið hefur sagt að í síðasta lagi verði hann afnuminn 2009. Ég hef trú á að hann fari fyrr. Ég hef sagt það sem forstjóri Íslandspósts að einkarétturinn hefti, vegna þess að hann kemur í veg fyrir að menn þrói nýja hluti og mæti nýjum þörfum." Einar segir að Pósthúsið muni dreifa öllu því sem talið verður spennandi og arðbært að dreifa. "Grunnurinn að þessu verður dreifikerfi Fréttablaðsins, þar sem er gríðarlegur fjöldi af fólki sem sinnir dreifingunni. Þar er góður grunnur sem hægt er að byggja á. Með því að þróa þann grunn, bæta við nýjum vörum og útvíkka sig í ýmsar áttir er hægt að ná langt." Einar segir að með því að leggja þennan grunn við reynslu sína og þekkingu á póstrekstri ættu að liggja þar mörg góð tækifæri. Einar lærði vélvirkjun og hélt síðan áfram tækninámi. Hann lauk síðan prófi í vélaverkfræði og því næst meistaragráðu í rekstrarverkfræði. "Ég byrjaði í grunninum og hef unnið með öllum þáttum, alla leið í gegn. Það tækifæri gefst hér að bretta upp ermar og vinna til þess að ná þessari uppbyggingu." Pósthúsið ætlar að vera tilbúið þegar sendibréfið verður frjálst, hvort sem það verður 2007, þegar einkarétturinn verður afnuminn í Bretlandi, eða 2009, þegar síðasta útkall Evrópusambandsins gellur. "Aðalatriðið er að við ætlum að byggja fyrirtækið upp jafnt og þétt, en við verðum tilbúin þegar þar að kemur." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira
Einar Þorsteinsson er hættur sem forstjóri Íslandspósts, þar sem hann hefur starfað frá stofnun fyrirtækisins. "Ég tókst það verkefni á hendur að breyta póstinum úr ríkisstofnun með tapi í arðbært þjónustufyrirtæki." Íslandspóstur hefur skilað hagnaði tvö undanfarin ár og stefnir á methagnað í ár. Einari fannst því tími kominn til þess að breyta til. "Íslandspóstur er á nokkuð beinni braut og ég er þannig þenkjandi sjálfur að ég held að sem stjórnandi hafi maður sinn tíma á hverjum stað. Maður hættir að vera frjór ef maður er alltaf að fást við sömu verkefnin, þannig að mér fannst tímapunkturinn góður núna." Verkefnið er að byggja upp nýtt dreifingarfyrirtæki sem er í eigu Fréttar ehf., Einars sjálfs og fleiri aðila. "Pósthúsið mun það heita. Ég sé gríðarleg tækifæri á þessum markaði. Menn tala um að bréfið sé að deyja. Ég hef aldrei verið sammála því. Ég sé fyrir mér nýja notkun á bréfinu. Ég lít á fjöldadreifingu, fjölpóst eða hvað menn vilja kalla þetta sem nýja tegund af pósti." Einar segir að utan eignarhalds ríkisins, sem hann telji heftandi, séu miklir möguleikar á samlegð í dreifingu ýmiss konar efnis. Einar segir Íslandspóst hafa verið í samkeppni á ýmsum sviðum, en fyrirtækið hefur enn sem komið er einkarétt á dreifingu bréfa upp að 100 gramma þyngd. "Þessi réttur mun fara. Evrópusambandið hefur sagt að í síðasta lagi verði hann afnuminn 2009. Ég hef trú á að hann fari fyrr. Ég hef sagt það sem forstjóri Íslandspósts að einkarétturinn hefti, vegna þess að hann kemur í veg fyrir að menn þrói nýja hluti og mæti nýjum þörfum." Einar segir að Pósthúsið muni dreifa öllu því sem talið verður spennandi og arðbært að dreifa. "Grunnurinn að þessu verður dreifikerfi Fréttablaðsins, þar sem er gríðarlegur fjöldi af fólki sem sinnir dreifingunni. Þar er góður grunnur sem hægt er að byggja á. Með því að þróa þann grunn, bæta við nýjum vörum og útvíkka sig í ýmsar áttir er hægt að ná langt." Einar segir að með því að leggja þennan grunn við reynslu sína og þekkingu á póstrekstri ættu að liggja þar mörg góð tækifæri. Einar lærði vélvirkjun og hélt síðan áfram tækninámi. Hann lauk síðan prófi í vélaverkfræði og því næst meistaragráðu í rekstrarverkfræði. "Ég byrjaði í grunninum og hef unnið með öllum þáttum, alla leið í gegn. Það tækifæri gefst hér að bretta upp ermar og vinna til þess að ná þessari uppbyggingu." Pósthúsið ætlar að vera tilbúið þegar sendibréfið verður frjálst, hvort sem það verður 2007, þegar einkarétturinn verður afnuminn í Bretlandi, eða 2009, þegar síðasta útkall Evrópusambandsins gellur. "Aðalatriðið er að við ætlum að byggja fyrirtækið upp jafnt og þétt, en við verðum tilbúin þegar þar að kemur."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira