Daðrað í rauntíma 15. september 2004 00:01 Það er best að segja það strax að þeir sem vilja skotbardaga, bílaeltingarleiki og tæknibrellur í bíó er ekki ráðlagt að sjá Before Sunset, nema þá að viðkomandi séu reiðubúnir að leggja allar sínar væntingar sem þeir hafa haft til kvikmynda til hliðar, og opna hug sinn fyrir allt öðruvísi kvikmyndalist en þeirri sem hæfir best poppi og kóki. Það er ólíklegt að slíkt gerist í stórum stíl. Ég var einn í bíó. Before Sunset fjallar um bandaríska rithöfundinn Jesse og frönsku stúlkuna Celine og er framhald myndarinnar Before Sunrise eftir sama leikstjóra. Í þeirri mynd hittust Jesse og Celine í lest í sunnanverðri Evrópu og tókust með þeim ákaflega rómantísk skyndikynni. Í Before Sunset eru liðin níu ár frá þeim kynnum og Jesse hefur skrifað skáldsögu sem byggir á reynslunni. Í upphafi myndarinnar svarar hann spurningum um bókina eftir upplestur í bókabúð í París, þar sem myndin gerist, og er skemmst frá því að segja að í einu horninu á meðal áheyrenda sinna sér Jesse Celine. Honum bregður. Hún hefur breyst. Hann tekur hana tali og þau fara á kaffihús. Hann hefur tæpa tvo tíma þangað til hann á að taka flugið aftur til Bandaríkjanna. Myndin gerist í rauntíma. Byrjar í bókabúðinni. Þau ganga um borgina. Þau daðra. Rifja upp. Setjast niður. Gantast. Reykja. Fara í siglingu. Fara á trúnó. Fara undan í flæmingi. Tala í gátum. Reyna að halda haus. Ástin, og aðrar eldheitar tilfinningar -- vonbrigði, biturleiki, ótti og angist -- kraumar undir niðri. Hvert einasta skref er myndað. Það er engin tónlist, engin förðun og ef þetta er ekki dogma eins og það gerist best þá veit ég ekki hvað. Lars von Trier? Niðurstaða: Þó svo mynd um tvær heimspekilega sinnaðar manneskjur að daðra í París í rauntíma hljómi óneitanlega dálítið tilgerðarlegt, þá tekst leikstjóranum að búa til ótrúlega góða mynd fyrir þá sem hafa áhuga á manneskjum í allri sinni dýpt, tilraunakenndri kvikmyndalist og afspyrnugóðum leik. Snilld. Guðmundur SteingrímssonBefore SunsetLeikstjóri: Richard LinklaterLeikarar: Ethan Hawke, Julie DelpyBandaríkin 2004. Bíó og sjónvarp Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Það er best að segja það strax að þeir sem vilja skotbardaga, bílaeltingarleiki og tæknibrellur í bíó er ekki ráðlagt að sjá Before Sunset, nema þá að viðkomandi séu reiðubúnir að leggja allar sínar væntingar sem þeir hafa haft til kvikmynda til hliðar, og opna hug sinn fyrir allt öðruvísi kvikmyndalist en þeirri sem hæfir best poppi og kóki. Það er ólíklegt að slíkt gerist í stórum stíl. Ég var einn í bíó. Before Sunset fjallar um bandaríska rithöfundinn Jesse og frönsku stúlkuna Celine og er framhald myndarinnar Before Sunrise eftir sama leikstjóra. Í þeirri mynd hittust Jesse og Celine í lest í sunnanverðri Evrópu og tókust með þeim ákaflega rómantísk skyndikynni. Í Before Sunset eru liðin níu ár frá þeim kynnum og Jesse hefur skrifað skáldsögu sem byggir á reynslunni. Í upphafi myndarinnar svarar hann spurningum um bókina eftir upplestur í bókabúð í París, þar sem myndin gerist, og er skemmst frá því að segja að í einu horninu á meðal áheyrenda sinna sér Jesse Celine. Honum bregður. Hún hefur breyst. Hann tekur hana tali og þau fara á kaffihús. Hann hefur tæpa tvo tíma þangað til hann á að taka flugið aftur til Bandaríkjanna. Myndin gerist í rauntíma. Byrjar í bókabúðinni. Þau ganga um borgina. Þau daðra. Rifja upp. Setjast niður. Gantast. Reykja. Fara í siglingu. Fara á trúnó. Fara undan í flæmingi. Tala í gátum. Reyna að halda haus. Ástin, og aðrar eldheitar tilfinningar -- vonbrigði, biturleiki, ótti og angist -- kraumar undir niðri. Hvert einasta skref er myndað. Það er engin tónlist, engin förðun og ef þetta er ekki dogma eins og það gerist best þá veit ég ekki hvað. Lars von Trier? Niðurstaða: Þó svo mynd um tvær heimspekilega sinnaðar manneskjur að daðra í París í rauntíma hljómi óneitanlega dálítið tilgerðarlegt, þá tekst leikstjóranum að búa til ótrúlega góða mynd fyrir þá sem hafa áhuga á manneskjum í allri sinni dýpt, tilraunakenndri kvikmyndalist og afspyrnugóðum leik. Snilld. Guðmundur SteingrímssonBefore SunsetLeikstjóri: Richard LinklaterLeikarar: Ethan Hawke, Julie DelpyBandaríkin 2004.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira