Stríðsherrann 16. september 2004 00:01 Er það líklegt, að Bush Bandaríkjaforseti nái meiri hluta atkvæða í forsetakosningunum þar vestra í nóvember? Það er ekki gott að segja. En jafnvel þótt hann tapaði eins og síðast, þá gæti hann samt setið áfram í Hvíta húsinu eftir kosningar. Það gæti gerzt á ýmsa vegu. Bush gæti náð meiri hluta í kjörráðinu eins og síðast, þótt hann fengi minni hluta atkvæða á landsvísu. Atkvæðavægi í kjörráðinu er ójafnt eftir svæðum og dregur taum fámennra dreifbýlisríkja inni í miðju landi, þar sem Bush nýtur mests fylgis. Fjölmenn og þéttbýl ríki með ströndum eins Kalifornía og New York, þar sem Bush nýtur minni hylli, hafa færri kjörmenn en fólksfjöldi þeirra gefur tilefni til. Repúblíkanar hafa sumir stært sig af því, að Bush sigraði síðast, ekki bara í Hæstarétti með 5 atkvæðum gegn 4, heldur einnig í ferkílómetrum. Sýslurnar, sem studdu hann, eru 6,3 milljónir ferkílómetra að flatarmáli, en sýslurnar, sem studdu Gore, frambjóðanda demókrata, eru aðeins ein og hálf milljón ferkílómetra. Sem sagt, segja þessir menn: landið sigraði! Kosningabarátta repúblíkana gerir út á misvægi atkvæðaréttarins. Það gæti einnig gerzt, að atkvæði falli jöfn í kjörráðinu, og þá kemur til kasta þingsins. Þá hefur hvert ríki eitt atkvæði, þau eru 50, og þingmenn fámennra ríkja munu þá geta tekið höndum saman og tryggt Bush sigur. Falli atkvæði jöfn, 25 gegn 25, tekur forseti þingsins af skarið, og hann er enginn annar en varaforsetinn, Dick Cheney. Þetta er samt ekki allt. Repúblíkanar virtust vinna ólögmætan sigur í Flórída 2000 með því að svipta fjölda blökkufólks atkvæðisrétti með röngu, og þeir sýna engin merki þess, að þeir ætli ekki að reyna að endurtaka leikinn nú í haust, enda er bróðir forsetans hæstráðandi í ríkinu nú eins og þá og skellir skollaeyrum við tillögum um skárra skipulag. Við þetta bætast nýjar reglur, sem hvetja bandaríska hermenn erlendis til að faxa – já, faxa! – atkvæðin sín til varnarmálaráðuneytisins í Washington; ráðuneytið lofar að koma atkvæðunum í kjörkassana. Þá stendur til að nota nýjar tölvukjörvélar í nokkrum ríkjum – vélar, sem skilja engin verksummerki eftir sig, enga skjalfestingu, svo að endurtalning atkvæða verður ógerleg. Fyrirtækið, sem framleiðir vélarnar, er nátengt forsetanum og flokki hans. Það er því ekki að ófyrirsynju, að ýmsir demókratar og aðrir eru uggandi um ástand og horfur lýðræðis í landi sínu. Það virðist vera full þörf fyrir erlendar eftirlitsnefndir til að fylgjast með kosningunum. Hvernig gat það gerzt, að mikill hluti Bandaríkjamanna þurfi nú rétt fyrir kosningar að hafa þungar áhyggjur af ranglátri kjördæmaskipan? – og jafnvel útbreiddu kosningasvindli í þokkabót. Um það hafa verið skrifaðar margar bækur að undanförnu. Ein þeirra lýsir þróun mála í Kansas inni í miðju landi, og kenningin þar er þessi: repúblíkönum tókst að koma því inn hjá fjöldanum öllum af fátæku fólki, sem áður fylgdi demókrötum að málum, að fóstureyðingar séu helzta þjóðarböl Bandaríkjanna. Þetta er hagfirring á hæsta stigi: efnahagsmál skipta engu máli, félagsmálin eru öllum málum æðri. Repúblíkanar hafa eftir þessu háð heilagt stríð gegn fóstureyðingum, sem eru þó að því er séð verður hvorki fleiri né færri þar vestra en þær voru, áður en krossferðin hófst. Það virðist henta repúblíkönum vel að heyja löng og helzt óvinnandi stríð. Þeir safna um sig fylgi fólks, sem er andvígt fóstureyðingum, og hvað fær fólkið fyrir sinn snúð? Skattalækkanir handa auðmönnum og ört breikkandi bil milli ríkra og fátækra – og ríkishallarekstur og rautt blek eins langt og augun eygja fram í tímann. Ég er stríðsforseti, segir Bush. Hann missti það út úr sér um daginn, að auðvitað væri það ekki vinnandi vegur að hafa sigur í stríðinu gegn hryðjuverkum. Menn hans báru ummælin til baka í snatri daginn eftir. Þetta var samt alveg rétt hjá forsetanum. Menn sigrast ekki á hryðjuverkum, ekki frekar en menn sigrast á vondu veðri: menn klæða það af sér. Bandarískir repúblíkanar virðast gera út á óvinnandi stríð til að afla fylgis við óskyld mál og til að hlaða undir auðmenn og einkavini. Álit Bandaríkjanna í Evrópu og annars staðar um heiminn hefur dvínað undangengin misseri. Sigri Bush í nóvember, getur farið svo, að Evrópa hugleiði að hafna Bandaríkjunum sem boðlegri forustuþjóð hins frjálsa heims og ætli Evrópusambandinu að fylla skarðið. Það mun kalla á aukið samstarf Evrópuþjóðanna í varnarmálum e.t.v. án aðildar Bandaríkjanna og utan vettvangs Atlantshafsbandalagsins og kalla þá um leið á aukna vígvæðingu í Evrópu. Þýzkaland mun þá þurfa að hervæðast að nýju. Því myndu Þjóðverjar sjálfir og aðrir þó helzt vilja komast hjá í lengstu lög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Er það líklegt, að Bush Bandaríkjaforseti nái meiri hluta atkvæða í forsetakosningunum þar vestra í nóvember? Það er ekki gott að segja. En jafnvel þótt hann tapaði eins og síðast, þá gæti hann samt setið áfram í Hvíta húsinu eftir kosningar. Það gæti gerzt á ýmsa vegu. Bush gæti náð meiri hluta í kjörráðinu eins og síðast, þótt hann fengi minni hluta atkvæða á landsvísu. Atkvæðavægi í kjörráðinu er ójafnt eftir svæðum og dregur taum fámennra dreifbýlisríkja inni í miðju landi, þar sem Bush nýtur mests fylgis. Fjölmenn og þéttbýl ríki með ströndum eins Kalifornía og New York, þar sem Bush nýtur minni hylli, hafa færri kjörmenn en fólksfjöldi þeirra gefur tilefni til. Repúblíkanar hafa sumir stært sig af því, að Bush sigraði síðast, ekki bara í Hæstarétti með 5 atkvæðum gegn 4, heldur einnig í ferkílómetrum. Sýslurnar, sem studdu hann, eru 6,3 milljónir ferkílómetra að flatarmáli, en sýslurnar, sem studdu Gore, frambjóðanda demókrata, eru aðeins ein og hálf milljón ferkílómetra. Sem sagt, segja þessir menn: landið sigraði! Kosningabarátta repúblíkana gerir út á misvægi atkvæðaréttarins. Það gæti einnig gerzt, að atkvæði falli jöfn í kjörráðinu, og þá kemur til kasta þingsins. Þá hefur hvert ríki eitt atkvæði, þau eru 50, og þingmenn fámennra ríkja munu þá geta tekið höndum saman og tryggt Bush sigur. Falli atkvæði jöfn, 25 gegn 25, tekur forseti þingsins af skarið, og hann er enginn annar en varaforsetinn, Dick Cheney. Þetta er samt ekki allt. Repúblíkanar virtust vinna ólögmætan sigur í Flórída 2000 með því að svipta fjölda blökkufólks atkvæðisrétti með röngu, og þeir sýna engin merki þess, að þeir ætli ekki að reyna að endurtaka leikinn nú í haust, enda er bróðir forsetans hæstráðandi í ríkinu nú eins og þá og skellir skollaeyrum við tillögum um skárra skipulag. Við þetta bætast nýjar reglur, sem hvetja bandaríska hermenn erlendis til að faxa – já, faxa! – atkvæðin sín til varnarmálaráðuneytisins í Washington; ráðuneytið lofar að koma atkvæðunum í kjörkassana. Þá stendur til að nota nýjar tölvukjörvélar í nokkrum ríkjum – vélar, sem skilja engin verksummerki eftir sig, enga skjalfestingu, svo að endurtalning atkvæða verður ógerleg. Fyrirtækið, sem framleiðir vélarnar, er nátengt forsetanum og flokki hans. Það er því ekki að ófyrirsynju, að ýmsir demókratar og aðrir eru uggandi um ástand og horfur lýðræðis í landi sínu. Það virðist vera full þörf fyrir erlendar eftirlitsnefndir til að fylgjast með kosningunum. Hvernig gat það gerzt, að mikill hluti Bandaríkjamanna þurfi nú rétt fyrir kosningar að hafa þungar áhyggjur af ranglátri kjördæmaskipan? – og jafnvel útbreiddu kosningasvindli í þokkabót. Um það hafa verið skrifaðar margar bækur að undanförnu. Ein þeirra lýsir þróun mála í Kansas inni í miðju landi, og kenningin þar er þessi: repúblíkönum tókst að koma því inn hjá fjöldanum öllum af fátæku fólki, sem áður fylgdi demókrötum að málum, að fóstureyðingar séu helzta þjóðarböl Bandaríkjanna. Þetta er hagfirring á hæsta stigi: efnahagsmál skipta engu máli, félagsmálin eru öllum málum æðri. Repúblíkanar hafa eftir þessu háð heilagt stríð gegn fóstureyðingum, sem eru þó að því er séð verður hvorki fleiri né færri þar vestra en þær voru, áður en krossferðin hófst. Það virðist henta repúblíkönum vel að heyja löng og helzt óvinnandi stríð. Þeir safna um sig fylgi fólks, sem er andvígt fóstureyðingum, og hvað fær fólkið fyrir sinn snúð? Skattalækkanir handa auðmönnum og ört breikkandi bil milli ríkra og fátækra – og ríkishallarekstur og rautt blek eins langt og augun eygja fram í tímann. Ég er stríðsforseti, segir Bush. Hann missti það út úr sér um daginn, að auðvitað væri það ekki vinnandi vegur að hafa sigur í stríðinu gegn hryðjuverkum. Menn hans báru ummælin til baka í snatri daginn eftir. Þetta var samt alveg rétt hjá forsetanum. Menn sigrast ekki á hryðjuverkum, ekki frekar en menn sigrast á vondu veðri: menn klæða það af sér. Bandarískir repúblíkanar virðast gera út á óvinnandi stríð til að afla fylgis við óskyld mál og til að hlaða undir auðmenn og einkavini. Álit Bandaríkjanna í Evrópu og annars staðar um heiminn hefur dvínað undangengin misseri. Sigri Bush í nóvember, getur farið svo, að Evrópa hugleiði að hafna Bandaríkjunum sem boðlegri forustuþjóð hins frjálsa heims og ætli Evrópusambandinu að fylla skarðið. Það mun kalla á aukið samstarf Evrópuþjóðanna í varnarmálum e.t.v. án aðildar Bandaríkjanna og utan vettvangs Atlantshafsbandalagsins og kalla þá um leið á aukna vígvæðingu í Evrópu. Þýzkaland mun þá þurfa að hervæðast að nýju. Því myndu Þjóðverjar sjálfir og aðrir þó helzt vilja komast hjá í lengstu lög.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun