Viðskipti innlent

Aukin sala minni hagnaður

Uppgjör breska matvælafyrirtækisins Geest var í samræmi við væntingar og afkomuviðvörun félagsins. Bakkavör á fimmtung í félaginu. Hagnaður félagsins lækkaði en salan jókst. Félagið er fjárhagslega mjög sterkt og dugir hagnaður þess fyrir afskriftir og fjármagnsliði til þess að greiða skuldir þess. Félagið tilkynnti einnig um kaup á fyrirtækinu Anglia Crown sem sérhæfir sig í tilbúnum mat fyrir sjúkrahús. Geest keypti einnig eigin hlutabréf á markaði og er stefnan sett á að kaupa allt að tíu prósent af eigin bréfum. Bakkavör má ekki gera yfirtökutilboð í Geest fyrr en í desember í fyrsta lagi. Talið er að yfirtaka verði reynd fljótlega upp úr áramótum. Hátt eigið fé Geest og digrir sjóðir Bakkavarar gerir að verkum að Bakkavör þarf líklega ekki að sækja sér hlutafé til kaupanna. Mikið svigrúm er því til skuldsetningar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×