Kynjabundnir styrkir til náms 19. september 2004 00:01 Geta karlmenn ekki hjúkrað? Geta konur ekki lagt símalínur? Sumar starfstéttir eru mjög kynbundnar án þess að til þess liggi nokkuð annað en hefðbundnar ástæður. Félagsþjónustan í Reykjavík og Orkuveita Reykjavíkur veittu nú nýlega námsstyrki til háskólanáms. Félagsþjónustan veitti tvo styrki til náms í félagsráðgjöf en Orkuveitan styrkti fjóra efnilega nemendur í iðnnám og verkfræði. Það sem helsta athygli vekur við þessar styrkveitingar er að styrkurinn til félagsráðgjafanáms er eingöngu veittur karlmönnum en Orkuveitan styrkir eingöngu konur. "Upphafið að hvorutveggja í er jafnréttisstefnu Reykjavíkurborgar þar sem miðað var að því að jafna hlutfall kynjanna á vinnustöðum á vegum borgarinnar," segir Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar, sem situr jafnframt í úthlutunarnefnd Orkuveitunnar fyrir þessa styrki. "Árið 1997 setti Vatnsveitan í Reykjavík sér það markmið að vinna gegn kynjaskiptingu þar innanhúss. Þar voru kynjahlutföllin afar ójöfn og ekki útlit fyrir að þau breyttust á næstunni þar sem flestir starfsmenn sem ráðnir voru höfðu verkfræði- eða iðngreinapróf og afar fáar konur útskrifuðust úr þessum greinum. Því var gripið til þess ráðs að bjóða þessa styrki og hafa þeir mælst vel fyrir. Þessari hvatningaraðferð til að hreyfa við náms- og starfsvali kvenna hélt Orkuveitan svo áfram eftir að Vatnsveitan sameinaðist henni. Í fyrra var bætt við styrkjaflokki til kvenna sem eru að læra ýmsar iðngreinar. Markmiðið með slíkum styrkjum er að hvetja bæði stráka og stelpur til að velja óhefðbundið og vera bandamenn þeirra sem eru að ryðja brautina með sýnilegum og virkum hætti í staðinn fyrir að segja bara að það séu ekki til karlar eða konur til að gegna þessum störfum og láta þar við sitja," segir Hildur. Hallur Páll Jónsson, starfsmannastjóri Félagsþjónustunnar í Reykjavík, segir nauðsynlegt að hvetja karlmenn til að nema félagsráðgjöf. " 88% þeirra 1.200 starfsmanna sem hjá okkur starfa eru konur. Við ákváðum að byrja að leiðrétta þennan mun í ráðgjafastörfunum því stundum vilja skjólstæðingar okkar frekar skipta við annað kynið en hitt. Svo er oft betra ef bæði kynin geta haft afskipti af erfiðum málum sem koma til kasta félagsráðgjafa." segir hann. Styrkurinn hefur verið veittur undanfarin fjögur ár til að hvetja karla til að fara í nám í félagsráðgjöf í HÍ. Hann er hluti af starfsmanna- og jafnréttisstefnu Félagsþjónustunnar og markmiðið er að fá fleiri karlmenn til ráðgjafastarfa. Styrkþegar skuldbinda sig til að starfa hjá Félagsþjónustunni í að minnsta kosti eitt ár eftir að starfsréttindanámi lýkur. Styrkur þessi er kenndur við Þóri Kr. Þórisson, prófessor og fyrrum borgarfulltrúa, sem var brautryðjandi nútíma félagsþjónustu í Reykjavík. "Þessi styrkveiting eflir Félagsþjónustuna mjög, bæði inn á við þar sem hann stuðlar að jafnara kynjahlutfalli starfsmanna og líka út á við til að bæta þjónustuna," segir Hallur og vonast eftir fleiri karlmönnum til að veita félagslega ráðgjöf. Atvinna Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Geta karlmenn ekki hjúkrað? Geta konur ekki lagt símalínur? Sumar starfstéttir eru mjög kynbundnar án þess að til þess liggi nokkuð annað en hefðbundnar ástæður. Félagsþjónustan í Reykjavík og Orkuveita Reykjavíkur veittu nú nýlega námsstyrki til háskólanáms. Félagsþjónustan veitti tvo styrki til náms í félagsráðgjöf en Orkuveitan styrkti fjóra efnilega nemendur í iðnnám og verkfræði. Það sem helsta athygli vekur við þessar styrkveitingar er að styrkurinn til félagsráðgjafanáms er eingöngu veittur karlmönnum en Orkuveitan styrkir eingöngu konur. "Upphafið að hvorutveggja í er jafnréttisstefnu Reykjavíkurborgar þar sem miðað var að því að jafna hlutfall kynjanna á vinnustöðum á vegum borgarinnar," segir Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar, sem situr jafnframt í úthlutunarnefnd Orkuveitunnar fyrir þessa styrki. "Árið 1997 setti Vatnsveitan í Reykjavík sér það markmið að vinna gegn kynjaskiptingu þar innanhúss. Þar voru kynjahlutföllin afar ójöfn og ekki útlit fyrir að þau breyttust á næstunni þar sem flestir starfsmenn sem ráðnir voru höfðu verkfræði- eða iðngreinapróf og afar fáar konur útskrifuðust úr þessum greinum. Því var gripið til þess ráðs að bjóða þessa styrki og hafa þeir mælst vel fyrir. Þessari hvatningaraðferð til að hreyfa við náms- og starfsvali kvenna hélt Orkuveitan svo áfram eftir að Vatnsveitan sameinaðist henni. Í fyrra var bætt við styrkjaflokki til kvenna sem eru að læra ýmsar iðngreinar. Markmiðið með slíkum styrkjum er að hvetja bæði stráka og stelpur til að velja óhefðbundið og vera bandamenn þeirra sem eru að ryðja brautina með sýnilegum og virkum hætti í staðinn fyrir að segja bara að það séu ekki til karlar eða konur til að gegna þessum störfum og láta þar við sitja," segir Hildur. Hallur Páll Jónsson, starfsmannastjóri Félagsþjónustunnar í Reykjavík, segir nauðsynlegt að hvetja karlmenn til að nema félagsráðgjöf. " 88% þeirra 1.200 starfsmanna sem hjá okkur starfa eru konur. Við ákváðum að byrja að leiðrétta þennan mun í ráðgjafastörfunum því stundum vilja skjólstæðingar okkar frekar skipta við annað kynið en hitt. Svo er oft betra ef bæði kynin geta haft afskipti af erfiðum málum sem koma til kasta félagsráðgjafa." segir hann. Styrkurinn hefur verið veittur undanfarin fjögur ár til að hvetja karla til að fara í nám í félagsráðgjöf í HÍ. Hann er hluti af starfsmanna- og jafnréttisstefnu Félagsþjónustunnar og markmiðið er að fá fleiri karlmenn til ráðgjafastarfa. Styrkþegar skuldbinda sig til að starfa hjá Félagsþjónustunni í að minnsta kosti eitt ár eftir að starfsréttindanámi lýkur. Styrkur þessi er kenndur við Þóri Kr. Þórisson, prófessor og fyrrum borgarfulltrúa, sem var brautryðjandi nútíma félagsþjónustu í Reykjavík. "Þessi styrkveiting eflir Félagsþjónustuna mjög, bæði inn á við þar sem hann stuðlar að jafnara kynjahlutfalli starfsmanna og líka út á við til að bæta þjónustuna," segir Hallur og vonast eftir fleiri karlmönnum til að veita félagslega ráðgjöf.
Atvinna Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“