Glæsilegur árangur í Aþenu 26. september 2004 00:01 Íslensku keppendurnir gerðu heldur betur góða hluti á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu. Þeir hafa nú lokið keppni og koma heim með ein gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun og er það glæsilegur árangur svo ekki sé meira sagt. Jón Oddur Halldórsson vann til silfurverðlauna um helgina í 200 metra hlaupi í flokki T-35. Hann hljóp vegalengdina á 27.27 sekúndum og bætti þar með eigið Íslandsmet um 35/100 úr sekúndu og setti um leið Norðurlandamet. Sigurvegari varð Teboho Mokgalagadi, en hann kemur frá Suður-Afríku. Hann kom í mark á nýju Ólympíumeti, 26.80. Kristín Rós Hákonardóttir varð í fjórða sæti í 50 metra skriðsundi í S-7 flokki en hún kom í mark á 35.47 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um 17/100 úr sekúndu. Hin bandaríska, Erin Popovich, sigraði á 34.34 sekúndum og bætti eigið heimsmet um 8/100 úr sekúndu og voru þetta þriðju gullverðlaun hennar á leikunum. Fréttablaðið sló á þráðinn til Ólafs Magnússonar, en hann er framkvæmdastjóri Íþróttasambands fatlaðra. "Þetta er án efa besti árangur sem við höfum náð á Ólympíuleikum hingað til, ég tala nú ekki um með tilliti til þess fjölda þátttakenda sem við sendum. Þeir voru þrír að þessu sinni en hafa oft verið á bilinu fimm til tíu. Við getum því ekki verið annað en ánægð með eitt gull og þrjú silfur og í ofanálag eitt Heimsmet og eitt Norðurlandamet. Það er vel hlúð að keppendum okkar enda eiga þeir það svo sannarlega skilið og við finnum fyrir miklum meðbyr hjá almenningi og þykir vænt um það og þökkum fyrir þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur." Fréttablaðið heyrði einnig hljóðið í Sveini Áka Lúðvíkssyni, aðalfararstjóra íslenska hópsins og formanni Íþróttasambands fatlaðra. "Við erum alveg í skýjunum með þennan árangur. Við erum auðvitað á Ólympíuleikum og það er aldrei hægt að búast fyrirfram við sigri þar. Það voru 136 þjóðir sem tóku þátt í leikunum, þannig að það er ekki hægt að ganga að neinu gefnu. Við vorum hins vegar búin að gera okkur ákveðnar vonir og það er óhætt að segja að þær hafi ræst," segir Sveinn og bætir því við að öll framkvæmd Grikkjanna hafi verið til fyrirmyndar. "Það er ekki annað hægt en að hrósa þeim, allt skipulag hefur verið til sóma og þessir Ólympíuleikar hafa verið hið besta mál á allan hátt," sagði Sveinn Áki Lúðvíksson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira
Íslensku keppendurnir gerðu heldur betur góða hluti á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu. Þeir hafa nú lokið keppni og koma heim með ein gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun og er það glæsilegur árangur svo ekki sé meira sagt. Jón Oddur Halldórsson vann til silfurverðlauna um helgina í 200 metra hlaupi í flokki T-35. Hann hljóp vegalengdina á 27.27 sekúndum og bætti þar með eigið Íslandsmet um 35/100 úr sekúndu og setti um leið Norðurlandamet. Sigurvegari varð Teboho Mokgalagadi, en hann kemur frá Suður-Afríku. Hann kom í mark á nýju Ólympíumeti, 26.80. Kristín Rós Hákonardóttir varð í fjórða sæti í 50 metra skriðsundi í S-7 flokki en hún kom í mark á 35.47 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um 17/100 úr sekúndu. Hin bandaríska, Erin Popovich, sigraði á 34.34 sekúndum og bætti eigið heimsmet um 8/100 úr sekúndu og voru þetta þriðju gullverðlaun hennar á leikunum. Fréttablaðið sló á þráðinn til Ólafs Magnússonar, en hann er framkvæmdastjóri Íþróttasambands fatlaðra. "Þetta er án efa besti árangur sem við höfum náð á Ólympíuleikum hingað til, ég tala nú ekki um með tilliti til þess fjölda þátttakenda sem við sendum. Þeir voru þrír að þessu sinni en hafa oft verið á bilinu fimm til tíu. Við getum því ekki verið annað en ánægð með eitt gull og þrjú silfur og í ofanálag eitt Heimsmet og eitt Norðurlandamet. Það er vel hlúð að keppendum okkar enda eiga þeir það svo sannarlega skilið og við finnum fyrir miklum meðbyr hjá almenningi og þykir vænt um það og þökkum fyrir þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur." Fréttablaðið heyrði einnig hljóðið í Sveini Áka Lúðvíkssyni, aðalfararstjóra íslenska hópsins og formanni Íþróttasambands fatlaðra. "Við erum alveg í skýjunum með þennan árangur. Við erum auðvitað á Ólympíuleikum og það er aldrei hægt að búast fyrirfram við sigri þar. Það voru 136 þjóðir sem tóku þátt í leikunum, þannig að það er ekki hægt að ganga að neinu gefnu. Við vorum hins vegar búin að gera okkur ákveðnar vonir og það er óhætt að segja að þær hafi ræst," segir Sveinn og bætir því við að öll framkvæmd Grikkjanna hafi verið til fyrirmyndar. "Það er ekki annað hægt en að hrósa þeim, allt skipulag hefur verið til sóma og þessir Ólympíuleikar hafa verið hið besta mál á allan hátt," sagði Sveinn Áki Lúðvíksson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira