Lifa í öðrum veruleika 28. september 2004 00:01 Fyrir nokkrum mánuðum hitti ég skólastjóra úti á landi. Ég var að halda tóbaksvarnarfyrirlestra fyrir unglingana í skólanum hans. Hann sagðist ekki hafa svo miklar áhyggjur af reykingum í sínum skóla og það fannst mér ánægjulegt að heyra. Hins vegar sagði hann að upp væri að koma nýr hópur sem væri ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af. Ungir strákar 11 til 15 ára sem litu á skólann sem afplánun en færu síðan heim til sín og spiluðu tölvuleiki í marga klukkutíma í dag. Skólastjórinn sagði að þeir lifðu einfaldlega í öðrum veruleika, töluðu um lítið annað en tölvuleiki, ættu erfitt með einbeitingu og sýndu mörg einkenni, líkamleg og andleg, sem ástæða væri til að hafa verulegar áhyggjur af. Samkvæmt því sem skólastjórinn sagði stefnir í alvarlegt ástand, jafnt fyrir skóla, heimili og atvinnulífið á Íslandi þegar að fram líða stundir. Eitthvað verður að gera. Ekki þýðir að skella skuldinni á kennara eða stjórnvöld í þessu máli. Það eru foreldrar sem ættu að hjálpa börnum sínum að stjórna á tölvunotkun sinni. Þessi grein er því hvatning til foreldra sem vilja leiðbeina börnum sínum í uppbyggilega átt og nýta tímann sem myndast í kennaraverkfallinu til að finna uppbyggilegar lausnir. Þeir sem finna lausnir eru hvattir til að deila þeim með lesendum Fréttablaðsins! Heilsa Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Fyrir nokkrum mánuðum hitti ég skólastjóra úti á landi. Ég var að halda tóbaksvarnarfyrirlestra fyrir unglingana í skólanum hans. Hann sagðist ekki hafa svo miklar áhyggjur af reykingum í sínum skóla og það fannst mér ánægjulegt að heyra. Hins vegar sagði hann að upp væri að koma nýr hópur sem væri ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af. Ungir strákar 11 til 15 ára sem litu á skólann sem afplánun en færu síðan heim til sín og spiluðu tölvuleiki í marga klukkutíma í dag. Skólastjórinn sagði að þeir lifðu einfaldlega í öðrum veruleika, töluðu um lítið annað en tölvuleiki, ættu erfitt með einbeitingu og sýndu mörg einkenni, líkamleg og andleg, sem ástæða væri til að hafa verulegar áhyggjur af. Samkvæmt því sem skólastjórinn sagði stefnir í alvarlegt ástand, jafnt fyrir skóla, heimili og atvinnulífið á Íslandi þegar að fram líða stundir. Eitthvað verður að gera. Ekki þýðir að skella skuldinni á kennara eða stjórnvöld í þessu máli. Það eru foreldrar sem ættu að hjálpa börnum sínum að stjórna á tölvunotkun sinni. Þessi grein er því hvatning til foreldra sem vilja leiðbeina börnum sínum í uppbyggilega átt og nýta tímann sem myndast í kennaraverkfallinu til að finna uppbyggilegar lausnir. Þeir sem finna lausnir eru hvattir til að deila þeim með lesendum Fréttablaðsins!
Heilsa Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira