Kristinn H. fallinn í ónáð 28. september 2004 00:01 Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki sitja í þingnefndum fyrir hönd flokksins í vetur. Þingflokkur framsóknarmanna ákvað það í gærkvöld. Kristinn sat í fjórum nefndum á vegum flokksins á liðnum þingvetri, þar á meðal sem formaður í iðnaðarnefnd þingsins. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, sagði að loknum fundi í gær, að þingmenn flokksins treystu Kristni ekki lengur til að fara með með trúnaðarstörf í þingnefndum. Aðspurður um hvað hafi valdið þessum trúnaðarbresti sagði Hjálmar að þar væri ekki um einhvern einn atburð að ræða. ,,Þetta hefur byggst upp á löngum tíma, byrjaði sem samstarfsörðugleikar en síðan brast hver strengurinn á fætur öðrum þangað til algjör trúnaðarbrestur var orðin rauninn. Þetta var eins og hjá hjónum sem áttuðu sig á því að ástin, traustið og vináttan voru farin." Aðspurður hvort þetta veikti ekki stöðu Framsóknarflokksins í stjórnarsamstarfinu sagði Hjálmar að fámenn en sterk liðsheild væri betri en veik og fjölmenn. Kristinn H. Gunnarsson segist ekki vera hættur í þingflokknum eftir atburði gærkvöldsins. ,,Þingflokkurinn fann ekki að störfum mínum í þingnefndunum. Þetta eru frekar viðbrögð við sjálfstæði mínu í tveimur málum, fjölmiðlamálinu og Íraksmálinu. Forystunni líkar ekki að þingmenn setji fram skoðanir sem fylgja ekki þeirra línu. Sér í lagi held ég að þeim hafi sárnað það þegar ég upplýsti að þátttaka Íslendinga í hópi hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu hafi ekki verið borin undir þingflokkinn. Kristinn segir að þessi breytta staða í þingflokknum og afstaða sín verði rædd á vettvangi flokksins. Framundan séu fundir kjördæmasambanda, miðstjórnar og flokksþing. Á fundi þingflokksins í gærkvöld var ákveðið að Birkir J. Jónsson tæki við formennsku af Hjálmari í iðnaðarnefnd og varaformennsku í sjávarútvegsnefnd. Dagný Jónsdóttir tók við varaformennsku af Kristni í efnahags- og viðskiptanefnd og Hjálmar Árnason tók sæti hans sem varaformaður samgöngunefndar. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, var falin formennska í félagsmálanefnd og varaformennska í utanríkismálanefnd og heilbrigðis- og trygginganefnd. Sjá fréttaskýringu Guðmundar H. Guðmundssonar Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki sitja í þingnefndum fyrir hönd flokksins í vetur. Þingflokkur framsóknarmanna ákvað það í gærkvöld. Kristinn sat í fjórum nefndum á vegum flokksins á liðnum þingvetri, þar á meðal sem formaður í iðnaðarnefnd þingsins. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, sagði að loknum fundi í gær, að þingmenn flokksins treystu Kristni ekki lengur til að fara með með trúnaðarstörf í þingnefndum. Aðspurður um hvað hafi valdið þessum trúnaðarbresti sagði Hjálmar að þar væri ekki um einhvern einn atburð að ræða. ,,Þetta hefur byggst upp á löngum tíma, byrjaði sem samstarfsörðugleikar en síðan brast hver strengurinn á fætur öðrum þangað til algjör trúnaðarbrestur var orðin rauninn. Þetta var eins og hjá hjónum sem áttuðu sig á því að ástin, traustið og vináttan voru farin." Aðspurður hvort þetta veikti ekki stöðu Framsóknarflokksins í stjórnarsamstarfinu sagði Hjálmar að fámenn en sterk liðsheild væri betri en veik og fjölmenn. Kristinn H. Gunnarsson segist ekki vera hættur í þingflokknum eftir atburði gærkvöldsins. ,,Þingflokkurinn fann ekki að störfum mínum í þingnefndunum. Þetta eru frekar viðbrögð við sjálfstæði mínu í tveimur málum, fjölmiðlamálinu og Íraksmálinu. Forystunni líkar ekki að þingmenn setji fram skoðanir sem fylgja ekki þeirra línu. Sér í lagi held ég að þeim hafi sárnað það þegar ég upplýsti að þátttaka Íslendinga í hópi hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu hafi ekki verið borin undir þingflokkinn. Kristinn segir að þessi breytta staða í þingflokknum og afstaða sín verði rædd á vettvangi flokksins. Framundan séu fundir kjördæmasambanda, miðstjórnar og flokksþing. Á fundi þingflokksins í gærkvöld var ákveðið að Birkir J. Jónsson tæki við formennsku af Hjálmari í iðnaðarnefnd og varaformennsku í sjávarútvegsnefnd. Dagný Jónsdóttir tók við varaformennsku af Kristni í efnahags- og viðskiptanefnd og Hjálmar Árnason tók sæti hans sem varaformaður samgöngunefndar. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, var falin formennska í félagsmálanefnd og varaformennska í utanríkismálanefnd og heilbrigðis- og trygginganefnd. Sjá fréttaskýringu Guðmundar H. Guðmundssonar
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira