Fjárhagsvandi ekki mál kennara 29. september 2004 00:01 Getur verið að sveitarstjórnir landsins noti kennara til að þrýsta á ríkið um að leysa fjárhagsvanda þeirra? Að því spyr Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ. "Ég kalla ríkisstjórnina og forsvarsmenn sveitarfélaganna til ábyrgðar á verkfalli kennara. Þó að ASÍ semji ekki um neinar launahækkanir er ekki rétt að tala um að kennarar eigi að vera langt undir öðru háskólamenntuðu fólki í launum. Það nær ekki nokkurri átt," segir Hilmar. 2% raunlaunahækkun í boði Hilmar skorar á sveitarfélög að grípa fram fyrir hendur launanefndar sveitarfélaganna og semja við sína kennara: "Ef eitt sveitarfélag keyrði sig út úr og gerði skynsamlegan samning við kennara vænti ég þess að önnur sveitarfélög tækju samninginn upp." Hilmar segir ríkisstjórnina óábyrga í kjaradeilu kennara við sveitarfélögin. Sama sé að segja um forystu SambandS íslenskra sveitarfélaga: "Þeir vísa á lágt setta embættismenn eins og Birgi Björn Sigurjónsson. Hann er formaður kjaraviðræðunefndar. Ég get ekki ímyndað mér að hann eigi að ráða því hver kjör kennara eigi að vera. Það hljóta að vera þeir sem eru kosnir til að stýra sveitarfélögunum." Hilmar segir að hækki sveitarfélögin launin ekki meir en boðið hafi verið verði flótti úr stétt kennara: "Átján prósenta launahækkun er allt of lág. Í þá tölu verður að deila með þeim árafjölda sem launahækkunin á að ná til. Ef reiknað er með verðbólgunni erum við að tala um eitt til tvö prósent í launahækkun. Það er óviðunandi." Ríkið hefur ráð Hilmar segir sveitarfélögin hafa haft nægan tíma til umhugsunar um hvernig koma ætti til móts við kennara. "Kjarasamningar kennara voru lausir í vor. Það hlýtur hver maður að sjá að kennarar þurfa verulega launahækkun. Ef sveitarfélögin hafa ekki efni á hækkunum get ég ekki séð annað en að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, sem nýta ekki skattstofninn, geti hækkað skattana," segir Hallur og vitnar í orð Sigurgeirs Sigurðssonar, fyrrum bæjarstjóra Seltjarnarness, á landsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri: "Hann lýsti því yfir að menn ættu ekki að karpa við ríkið um málið. Sveitarstjórnir ættu einfaldlega að hækka skattana ef meiri pening þyrfti í skólamálin." Hilmar bendir á að þau sveitarfélög sem hafi ekki ráð til skattahækkana geti leitað í jöfnunarsjóð sveitarfélaganna. Þar sé einnig komin leiðin sem stjórnvöld geti nýtt til aðstoðar: "Það er mjög einfalt. Ef okkar ágæti nýi forsætisráðherra teldi að sér kæmi kjaradeilan við þyrfti ekki annað en að auka framlag ríkisins í jöfnunarsjóðinn og láta sveitarfélögin fá meiri pening." Laun kennara lækkuðu Hilmar segir að auka- og yfirvinna kennara hafi þurrkast út þegar kennarar sömdu um meiri vinnu innan grunnskólanna í síðustu kjarasamningum. "Skólarnir fengu enga peninga frá sveitarfélögunum til að kaupa þá viðbótaraukavinnu sem þurfti. Raunlaun kennara hafa því lækkað," segir Hilmar: "Þess vegna eru kennarar svo reiðir. Þeir fá minna í launaumslagið en þeir fengu áður, fyrir sömu vinnu innan skólans." Hilmar segir síðasta kjarasamning grunnskólakennara hafa verið tímamótasamning. Flestir skólastjórar séu mjög ánægðir með hann. "Þar var vinnuskylda kennara færð inn í skólana og störfum bætt á þá. Við skólastjórar erum mjög ánægðir að hafa kennarana meira í skólanum," segir Hilmar. "Launapotturinn var líka nýmæli. Nú var hægt að borga mönnum fyrir ábyrgð. Það sem svo gerist var að framkvæmdin á samningum stóðst ekki. Hún var ekki eins og þeim var kynnt á fundunum þegar kjarasamningurinn var samþykktur. Þar var sagt að yfirvinna myndi ekki minnka þar sem grunnskólarnir fengju launapott frá sveitarfélögunum til að kaupa yfirvinnu. Það hefur ekki gengið eftir," segir Hilmar. "Skóli eins og hjá mér þar sem nánast einungis eru yngri bekkir býður ekki upp á neina yfirvinnu." Vaknið til ábyrgðar Hilmar spyr hvar sveitarstjórnarmenn sem kosnir hafi verið af fólkinu í landinu séu og hvað þeir vilji gera: "Hvar er Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkur og fyrrum formaður Kennarasambands Íslands? Hvar er Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar og fyrrum starfsmaður Kennarasambandsins? Í sveitarfélagi þeirra starfar stærsti hluti kennara. Til hvaða ráða vilja þau grípa?" Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Getur verið að sveitarstjórnir landsins noti kennara til að þrýsta á ríkið um að leysa fjárhagsvanda þeirra? Að því spyr Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ. "Ég kalla ríkisstjórnina og forsvarsmenn sveitarfélaganna til ábyrgðar á verkfalli kennara. Þó að ASÍ semji ekki um neinar launahækkanir er ekki rétt að tala um að kennarar eigi að vera langt undir öðru háskólamenntuðu fólki í launum. Það nær ekki nokkurri átt," segir Hilmar. 2% raunlaunahækkun í boði Hilmar skorar á sveitarfélög að grípa fram fyrir hendur launanefndar sveitarfélaganna og semja við sína kennara: "Ef eitt sveitarfélag keyrði sig út úr og gerði skynsamlegan samning við kennara vænti ég þess að önnur sveitarfélög tækju samninginn upp." Hilmar segir ríkisstjórnina óábyrga í kjaradeilu kennara við sveitarfélögin. Sama sé að segja um forystu SambandS íslenskra sveitarfélaga: "Þeir vísa á lágt setta embættismenn eins og Birgi Björn Sigurjónsson. Hann er formaður kjaraviðræðunefndar. Ég get ekki ímyndað mér að hann eigi að ráða því hver kjör kennara eigi að vera. Það hljóta að vera þeir sem eru kosnir til að stýra sveitarfélögunum." Hilmar segir að hækki sveitarfélögin launin ekki meir en boðið hafi verið verði flótti úr stétt kennara: "Átján prósenta launahækkun er allt of lág. Í þá tölu verður að deila með þeim árafjölda sem launahækkunin á að ná til. Ef reiknað er með verðbólgunni erum við að tala um eitt til tvö prósent í launahækkun. Það er óviðunandi." Ríkið hefur ráð Hilmar segir sveitarfélögin hafa haft nægan tíma til umhugsunar um hvernig koma ætti til móts við kennara. "Kjarasamningar kennara voru lausir í vor. Það hlýtur hver maður að sjá að kennarar þurfa verulega launahækkun. Ef sveitarfélögin hafa ekki efni á hækkunum get ég ekki séð annað en að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, sem nýta ekki skattstofninn, geti hækkað skattana," segir Hallur og vitnar í orð Sigurgeirs Sigurðssonar, fyrrum bæjarstjóra Seltjarnarness, á landsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri: "Hann lýsti því yfir að menn ættu ekki að karpa við ríkið um málið. Sveitarstjórnir ættu einfaldlega að hækka skattana ef meiri pening þyrfti í skólamálin." Hilmar bendir á að þau sveitarfélög sem hafi ekki ráð til skattahækkana geti leitað í jöfnunarsjóð sveitarfélaganna. Þar sé einnig komin leiðin sem stjórnvöld geti nýtt til aðstoðar: "Það er mjög einfalt. Ef okkar ágæti nýi forsætisráðherra teldi að sér kæmi kjaradeilan við þyrfti ekki annað en að auka framlag ríkisins í jöfnunarsjóðinn og láta sveitarfélögin fá meiri pening." Laun kennara lækkuðu Hilmar segir að auka- og yfirvinna kennara hafi þurrkast út þegar kennarar sömdu um meiri vinnu innan grunnskólanna í síðustu kjarasamningum. "Skólarnir fengu enga peninga frá sveitarfélögunum til að kaupa þá viðbótaraukavinnu sem þurfti. Raunlaun kennara hafa því lækkað," segir Hilmar: "Þess vegna eru kennarar svo reiðir. Þeir fá minna í launaumslagið en þeir fengu áður, fyrir sömu vinnu innan skólans." Hilmar segir síðasta kjarasamning grunnskólakennara hafa verið tímamótasamning. Flestir skólastjórar séu mjög ánægðir með hann. "Þar var vinnuskylda kennara færð inn í skólana og störfum bætt á þá. Við skólastjórar erum mjög ánægðir að hafa kennarana meira í skólanum," segir Hilmar. "Launapotturinn var líka nýmæli. Nú var hægt að borga mönnum fyrir ábyrgð. Það sem svo gerist var að framkvæmdin á samningum stóðst ekki. Hún var ekki eins og þeim var kynnt á fundunum þegar kjarasamningurinn var samþykktur. Þar var sagt að yfirvinna myndi ekki minnka þar sem grunnskólarnir fengju launapott frá sveitarfélögunum til að kaupa yfirvinnu. Það hefur ekki gengið eftir," segir Hilmar. "Skóli eins og hjá mér þar sem nánast einungis eru yngri bekkir býður ekki upp á neina yfirvinnu." Vaknið til ábyrgðar Hilmar spyr hvar sveitarstjórnarmenn sem kosnir hafi verið af fólkinu í landinu séu og hvað þeir vilji gera: "Hvar er Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkur og fyrrum formaður Kennarasambands Íslands? Hvar er Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar og fyrrum starfsmaður Kennarasambandsins? Í sveitarfélagi þeirra starfar stærsti hluti kennara. Til hvaða ráða vilja þau grípa?"
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir