Hallar undan fæti í lýðræðisumræðu 30. september 2004 00:01 "Upp á síðkastið hefur hallað undan fæti varðandi lýðræðislega umræðu og frjáls skoðanaskipti í Framsóknarflokknum. Þingflokkurinn hefur gengið mjög hart fram gagnvart Kristni H. Gunnarssyni fyrir að vera ekki á sömu línu og þingflokkurinn," segir Einar Pálsson, sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknarflokksins í Árborg. "Það er mikill hiti í mönnum vegna þessa. Kristinn er eini talsmaður stórs hluta almennra flokksmanna. Öll umræða og frjáls skoðanaskipti eru forsenda og grundvöllur þess lýðræðis sem við teljum okkur búa við. Það er óhæft að flokkur í ríkisstjórn ætli að kæfa niður alla umræðu," segir Einar. "Ég hef verulegar áhyggjur af því ef þetta eru skilaboðin sem þingflokkurinn er að senda sveitarstjórnarmönnum Framsóknarflokksins um allt landi. Er þetta dagskipunin, að nú eigum við að hreinsa úr öllum ráðum og nefndum þá sem eru ekki sammála flokksforystunni?" spyr Einar. "Þetta hefur ekki verið hugsað til enda. Eigum við bara að henda mönnum á dyr?" spyr hann jafnframt. Einar segist hafa orðið var við verulegar áhyggjur meðal flokksmanna. Hann bendir á að til að mynda hafi Íraksmálið ekki verið rætt innan flokksins, heldur hafi einungis verið tilkynnt um ákvörðunina eftir að hún hafi verið tekin. "Ég lít þannig á, að nema annað komi fram og kalla ég eftir svörum frá þingmönnum Framsóknarflokksins um þetta, eigum við að gera eins og Stalín gamli? Er þetta það lýðræði sem menn eru að kalla eftir?" spyr hann. Hann segir að það sé alvarlegt mál ef það sé orðin viðtekin venja að allir sem hafa einhverja skoðun verði teknir úr sambandi. "Það verður einungis ein lína, flokkslínan, sem kemur bara frá einum eða tveimur mönnum. Þá er engin þörf fyrir landsfund. Það þarf bara senda tilkynningar og láta vita hvaða ákvörðunum á að fylgja," segir Einar. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
"Upp á síðkastið hefur hallað undan fæti varðandi lýðræðislega umræðu og frjáls skoðanaskipti í Framsóknarflokknum. Þingflokkurinn hefur gengið mjög hart fram gagnvart Kristni H. Gunnarssyni fyrir að vera ekki á sömu línu og þingflokkurinn," segir Einar Pálsson, sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknarflokksins í Árborg. "Það er mikill hiti í mönnum vegna þessa. Kristinn er eini talsmaður stórs hluta almennra flokksmanna. Öll umræða og frjáls skoðanaskipti eru forsenda og grundvöllur þess lýðræðis sem við teljum okkur búa við. Það er óhæft að flokkur í ríkisstjórn ætli að kæfa niður alla umræðu," segir Einar. "Ég hef verulegar áhyggjur af því ef þetta eru skilaboðin sem þingflokkurinn er að senda sveitarstjórnarmönnum Framsóknarflokksins um allt landi. Er þetta dagskipunin, að nú eigum við að hreinsa úr öllum ráðum og nefndum þá sem eru ekki sammála flokksforystunni?" spyr Einar. "Þetta hefur ekki verið hugsað til enda. Eigum við bara að henda mönnum á dyr?" spyr hann jafnframt. Einar segist hafa orðið var við verulegar áhyggjur meðal flokksmanna. Hann bendir á að til að mynda hafi Íraksmálið ekki verið rætt innan flokksins, heldur hafi einungis verið tilkynnt um ákvörðunina eftir að hún hafi verið tekin. "Ég lít þannig á, að nema annað komi fram og kalla ég eftir svörum frá þingmönnum Framsóknarflokksins um þetta, eigum við að gera eins og Stalín gamli? Er þetta það lýðræði sem menn eru að kalla eftir?" spyr hann. Hann segir að það sé alvarlegt mál ef það sé orðin viðtekin venja að allir sem hafa einhverja skoðun verði teknir úr sambandi. "Það verður einungis ein lína, flokkslínan, sem kemur bara frá einum eða tveimur mönnum. Þá er engin þörf fyrir landsfund. Það þarf bara senda tilkynningar og láta vita hvaða ákvörðunum á að fylgja," segir Einar.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira