Heimsmet í samneyslu 3. október 2004 00:01 Hækkandi skattbyrði og lakari samkeppnisstaða eru meðal þess sem leiða mun af vaxandi samneyslu Íslendinga að mati Samtaka iðnaðararins. Opinber umsvif eru óvíða meiri en á Íslandi en sem hlufall af þjóðarframleiðslu er samneyslan tæp þrjátíu prósent. Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir að engin þjóð innan vébanda OECD láti jafn stórt hlutfall landsframleiðslunnar fara í gegnum hið opinbera. Mikil aukning hefur orðið í samneyslunni á síðustu árum, ekki síst í tíð núverandi ríkisstjórnar, og nefnir Þorsteinn sérstaklega mennta- og heilbrigðisgeirann í þessu sambandi. Stór hluti aukningarinnar er vegna launahækkana opinberra starfsmanna. Árið 1970 nam samneyslan fjórtán prósentum af landsframleiðslunni en í dag stappar hún nærri þrjátíu prósentum. Þorsteinn viðurkennir að hluti skýringarinnar sé fólginn í smæð landsins þar sem bjóða verði upp á ákveðna lágmarksþjónustu hvað sem stærð þjóðarinnar líður. "Engu að síður er ástæða til að staldra við þegar við erum komin í efsta sætið," segir Þorsteinn. Þorsteinn varar við auknum opinberum umsvifum á meðan á stóriðjuframkvæmdum stendur. "Núna verður ríkisstjórnin að tryggja að ríkisfjármálin leiði ekki til frekari hækkunar hagvaxtar því þá aukast líkurnar á vaxtahækkunum sem geta leitt til tímabundinnar gengisstyrkingar og síðan til gengisfalls. Það er skynsamlegra að halda aftur af samneyslu og opinberum útgjöldum næstu árin. Eftir það er svo meira tilefni til að auka útgjöldin ef við förum inn í samdrátt því þá geta ríkisfjármálin haft mildandi áhrif." Þorsteinn segir þessa þróun koma sér illa fyrir allar greinar sem eru í alþjóðlegri samkeppni því að þegar raungengi er orðið mjög hátt þá versnar samkeppnisstaða þeirra. Við þetta bætist svo aukin skattbyrði. "Við sjáum að fyrirtæki eru farin að flytja mörg störf til útlanda af þessum sökum," segir Þorsteinn Þorgeirsson að lokum. Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Fleiri fréttir Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Sjá meira
Hækkandi skattbyrði og lakari samkeppnisstaða eru meðal þess sem leiða mun af vaxandi samneyslu Íslendinga að mati Samtaka iðnaðararins. Opinber umsvif eru óvíða meiri en á Íslandi en sem hlufall af þjóðarframleiðslu er samneyslan tæp þrjátíu prósent. Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir að engin þjóð innan vébanda OECD láti jafn stórt hlutfall landsframleiðslunnar fara í gegnum hið opinbera. Mikil aukning hefur orðið í samneyslunni á síðustu árum, ekki síst í tíð núverandi ríkisstjórnar, og nefnir Þorsteinn sérstaklega mennta- og heilbrigðisgeirann í þessu sambandi. Stór hluti aukningarinnar er vegna launahækkana opinberra starfsmanna. Árið 1970 nam samneyslan fjórtán prósentum af landsframleiðslunni en í dag stappar hún nærri þrjátíu prósentum. Þorsteinn viðurkennir að hluti skýringarinnar sé fólginn í smæð landsins þar sem bjóða verði upp á ákveðna lágmarksþjónustu hvað sem stærð þjóðarinnar líður. "Engu að síður er ástæða til að staldra við þegar við erum komin í efsta sætið," segir Þorsteinn. Þorsteinn varar við auknum opinberum umsvifum á meðan á stóriðjuframkvæmdum stendur. "Núna verður ríkisstjórnin að tryggja að ríkisfjármálin leiði ekki til frekari hækkunar hagvaxtar því þá aukast líkurnar á vaxtahækkunum sem geta leitt til tímabundinnar gengisstyrkingar og síðan til gengisfalls. Það er skynsamlegra að halda aftur af samneyslu og opinberum útgjöldum næstu árin. Eftir það er svo meira tilefni til að auka útgjöldin ef við förum inn í samdrátt því þá geta ríkisfjármálin haft mildandi áhrif." Þorsteinn segir þessa þróun koma sér illa fyrir allar greinar sem eru í alþjóðlegri samkeppni því að þegar raungengi er orðið mjög hátt þá versnar samkeppnisstaða þeirra. Við þetta bætist svo aukin skattbyrði. "Við sjáum að fyrirtæki eru farin að flytja mörg störf til útlanda af þessum sökum," segir Þorsteinn Þorgeirsson að lokum.
Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Fleiri fréttir Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Sjá meira