Viðskipti innlent

Ekki breytingar í vændum

Hópur fjárfesta hefur gengið frá kaupum á öllum hlutabréfum í Bræðurnir Ormsson ehf. Ekki fæst uppgefið á hvaða kjörum fyrirtækið var selt, en fjárfestarnir eru þeir Gunnar Örn Kristjánsson, Birgir Sævar Jóhannsson og Sigurður Sigfússon. Bræðurnir Ormsson hafa að mestu verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi, en fyrirtækið var stofnað árið 1922. Gunnar Örn Kristjánsson, einn nýju eigendanna, segir enn ekkert vera á teikniborðinu sem miði að breytingum á starfseminni. Fyrst og fremst ætli þeir þremenningar að halda áfram að byggja fyrirtækið upp og styrkja reksturinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×