40% tekna til ríkis og bæja 13. október 2005 14:44 Það stefnir í að hið opinbera jafni met sitt í álögum á landsmenn á þessu ári. Nú er áætlað að rétt um fjörutíu prósent af öllum tekjum landsmanna fari til ríkis og sveitarfélaga í formi skatta. Stjórnvöld hyggjast þó létta skattbyrðina á næstu árum. Sjóðir hins opinbera njóta góðæris í ríkari mæli en þjóðlífið að öðru leyti. Meðan hagvöxtur stefnir í að vera fimm og hálft prósent á þessu ári stefnir í að skatttekjur hins opinbera, bæði ríkis og sveitarfélaga, hækki mun meira og verði átta og hálfu prósenti meiri í ár en í fyrra. Skatttekjur námu um 316 milljörðum króna á síðasta ári en nú er áætlað að þær fari í um 343 milljarða króna. Viðbótin er tæpir 27 milljarðar króna. Ef skoðuð er þróun skattbyrðinnar eins og fjármálaráðuneytið mælir hana, sem hlutfall skatta af landsframleiðslu, sést að árið 1995 var skattbyrði á Íslandi um 34 prósent. Hún fór síðan hraðvaxandi og mældist 39,4 prósent árið 1999. Árin 2001 og 2002 var hún um 37,5 prósent en fór síðan í fyrra upp í 39 prósent. Og á þessu ári áætlar fjármálaráðuneytið að skattbyrðin fari í 39,4 prósent og jafni þannig metið frá 1999. Það virðist kannski ekki mikið að skattbyrði hins opinbera þyngist um 0,4 prósent á þessu ári en þegar litið er til þess að landsframleiðslan nemur hátt í 900 milljörðum er verið að tala um raunaukningu skatta um þrjá og hálfan milljarð króna. Fjármálaráðherra boðar hins vegar skattalækkanir og áætlar ráðuneytið að skattbyrðin muni síga niður í um 39 prósent á næsta ári og niður í 37,5 prósent á þarnæsta ári. Fjármál Skattar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Það stefnir í að hið opinbera jafni met sitt í álögum á landsmenn á þessu ári. Nú er áætlað að rétt um fjörutíu prósent af öllum tekjum landsmanna fari til ríkis og sveitarfélaga í formi skatta. Stjórnvöld hyggjast þó létta skattbyrðina á næstu árum. Sjóðir hins opinbera njóta góðæris í ríkari mæli en þjóðlífið að öðru leyti. Meðan hagvöxtur stefnir í að vera fimm og hálft prósent á þessu ári stefnir í að skatttekjur hins opinbera, bæði ríkis og sveitarfélaga, hækki mun meira og verði átta og hálfu prósenti meiri í ár en í fyrra. Skatttekjur námu um 316 milljörðum króna á síðasta ári en nú er áætlað að þær fari í um 343 milljarða króna. Viðbótin er tæpir 27 milljarðar króna. Ef skoðuð er þróun skattbyrðinnar eins og fjármálaráðuneytið mælir hana, sem hlutfall skatta af landsframleiðslu, sést að árið 1995 var skattbyrði á Íslandi um 34 prósent. Hún fór síðan hraðvaxandi og mældist 39,4 prósent árið 1999. Árin 2001 og 2002 var hún um 37,5 prósent en fór síðan í fyrra upp í 39 prósent. Og á þessu ári áætlar fjármálaráðuneytið að skattbyrðin fari í 39,4 prósent og jafni þannig metið frá 1999. Það virðist kannski ekki mikið að skattbyrði hins opinbera þyngist um 0,4 prósent á þessu ári en þegar litið er til þess að landsframleiðslan nemur hátt í 900 milljörðum er verið að tala um raunaukningu skatta um þrjá og hálfan milljarð króna. Fjármálaráðherra boðar hins vegar skattalækkanir og áætlar ráðuneytið að skattbyrðin muni síga niður í um 39 prósent á næsta ári og niður í 37,5 prósent á þarnæsta ári.
Fjármál Skattar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira